Morrissey reiður út í Simpsons: „Hvar eru lögin sem vernda mig?“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2021 11:37 Lisa SImpson með Quilloughby sem er að hluta til byggður á enska söngvaranum Morrissey. Fox/Matt Groening Breski söngvarinn Morrissey sakar aðstandendur bandarísku teiknimyndaþáttanna um Simpson-fjölskylduna um „hatur“ í sinn garð eftir að gert var grín að honum í nýjum þætti. Handritshöfundur þáttarins hefur þó sagt að persónan sem fór fyrir brjóstið á söngvaranum sé ekki eingöngu byggð á honum. Þátturinn „Skelfing á strætum Springfield“ var frumsýndur vestanhafs á sunnudagskvöld. Titill þáttarins er vísun í þekkt lag með hljómsveitinni The Smiths sem Morrissey var í forsvari fyrir á 9. áratug síðustu aldar. Í honum verður Lisa Simpson æstur aðdáandi hljómsveitar sem kallast Snuffs og vingast við Quilloughby, forsprakka hennar, sem er ungur, þunglyndur breskur söngvari frá 9. áratugnum. Enski leikarinn Benedict Cumberbatch ljær persónunni rödd sína sem ber töluverð líkindi við Morrissey, að sögn The Guardian. Þannig er persónan grænkeri og skartar svipaðri hárgreiðslu og enski söngvarinn. Quilloughby reynist síðan aðeins afsprengi ímyndunarafls Lisu þegar hann ummyndast skyndilega í guggna og gráa kjötætu í yfirþyngd sem er uppsigað við innflytjendur. Morrissey hefur á síðari árum fælt frá sér fjölda aðdáenda sinna með daðri við hvíta þjóðernishyggju í Bretlandi. Hann hefur meðal annars tekið sér stöðu með stofnanda hægriöfgahreyfingarinnar Enska varnarbandalagsins (EDL) og hægriöfgaflokkinum Fyrir Bretland. Í tístinu hér fyrir neðan má sjá mynd af persónu Morrissey í þættinum eftir að hún afhjúpar sig fyrir Lisu. I feel bad for the other Snuffs. But on some level they knew this might happen, though. @TheSimpsons pic.twitter.com/G59RYT6l2B— Matt Selman (@mattselman) April 19, 2021 Höfundarnir haldnir „rasisma“ í garð Morrissey Söngvarinn virðist ekki hafa húmor fyrir sjálfum sér. Í langri yfirlýsingu sagði hann „hatrið“ á sér í þættinum bjóða upp á málsókn sem hann hefði þó ekki efni á. „Í heimi sem er með þráhyggju fyrir haturslögum eru engin til sem vernda mig…tjáningarfrelsið er ekki lengur til,“ sagði Morrissey í yfirlýsingu sinni. Hann hefur í gegnum tíðin barmað sér undan því að vera kallaður rasisti vegna skoðana sinna á innflytjendum og talað fjálglega um að orðið hafi enga merkingu lengur. Umboðsmaður Morrissey gekk enn lengra í eigin yfirlýsingu þar sem hann sakaði höfunda Simpson-fjölskyldunnar um „rasisma“ í garð söngvarans. Kvartaði hann undan því að persóna Morrissey væri sýnd sem feit og lýst sem rasista án rökstuðnings. Sakaði umboðsmaðurinn höfunda Simpson-fjölskyldunnar ennfremur um hræsni í ljósi þess að Hank Azaria, leikari við þáttinn til áratuga, bað Indverja nýlega afsökunar á að hafa leikið persónuna Apú og viðhaldið þannig kerfislægri kynþáttahyggju. Tim Long, höfundur handrits þáttarins um „Morrissey“ sagði nýlega að persónan væri ekki eingöngu byggð á Morrissey. Í honum gætti einnig áhrifa frá Ian Curtis, söngvara Joy Division og ýmissa annarra. Morrissey sýnir það sem gæti verið hugur hans til höfunda Simpson-fjölskyldunnar á tónleikum.Vísir/EPA Bandaríkin Bretland Tónlist Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þátturinn „Skelfing á strætum Springfield“ var frumsýndur vestanhafs á sunnudagskvöld. Titill þáttarins er vísun í þekkt lag með hljómsveitinni The Smiths sem Morrissey var í forsvari fyrir á 9. áratug síðustu aldar. Í honum verður Lisa Simpson æstur aðdáandi hljómsveitar sem kallast Snuffs og vingast við Quilloughby, forsprakka hennar, sem er ungur, þunglyndur breskur söngvari frá 9. áratugnum. Enski leikarinn Benedict Cumberbatch ljær persónunni rödd sína sem ber töluverð líkindi við Morrissey, að sögn The Guardian. Þannig er persónan grænkeri og skartar svipaðri hárgreiðslu og enski söngvarinn. Quilloughby reynist síðan aðeins afsprengi ímyndunarafls Lisu þegar hann ummyndast skyndilega í guggna og gráa kjötætu í yfirþyngd sem er uppsigað við innflytjendur. Morrissey hefur á síðari árum fælt frá sér fjölda aðdáenda sinna með daðri við hvíta þjóðernishyggju í Bretlandi. Hann hefur meðal annars tekið sér stöðu með stofnanda hægriöfgahreyfingarinnar Enska varnarbandalagsins (EDL) og hægriöfgaflokkinum Fyrir Bretland. Í tístinu hér fyrir neðan má sjá mynd af persónu Morrissey í þættinum eftir að hún afhjúpar sig fyrir Lisu. I feel bad for the other Snuffs. But on some level they knew this might happen, though. @TheSimpsons pic.twitter.com/G59RYT6l2B— Matt Selman (@mattselman) April 19, 2021 Höfundarnir haldnir „rasisma“ í garð Morrissey Söngvarinn virðist ekki hafa húmor fyrir sjálfum sér. Í langri yfirlýsingu sagði hann „hatrið“ á sér í þættinum bjóða upp á málsókn sem hann hefði þó ekki efni á. „Í heimi sem er með þráhyggju fyrir haturslögum eru engin til sem vernda mig…tjáningarfrelsið er ekki lengur til,“ sagði Morrissey í yfirlýsingu sinni. Hann hefur í gegnum tíðin barmað sér undan því að vera kallaður rasisti vegna skoðana sinna á innflytjendum og talað fjálglega um að orðið hafi enga merkingu lengur. Umboðsmaður Morrissey gekk enn lengra í eigin yfirlýsingu þar sem hann sakaði höfunda Simpson-fjölskyldunnar um „rasisma“ í garð söngvarans. Kvartaði hann undan því að persóna Morrissey væri sýnd sem feit og lýst sem rasista án rökstuðnings. Sakaði umboðsmaðurinn höfunda Simpson-fjölskyldunnar ennfremur um hræsni í ljósi þess að Hank Azaria, leikari við þáttinn til áratuga, bað Indverja nýlega afsökunar á að hafa leikið persónuna Apú og viðhaldið þannig kerfislægri kynþáttahyggju. Tim Long, höfundur handrits þáttarins um „Morrissey“ sagði nýlega að persónan væri ekki eingöngu byggð á Morrissey. Í honum gætti einnig áhrifa frá Ian Curtis, söngvara Joy Division og ýmissa annarra. Morrissey sýnir það sem gæti verið hugur hans til höfunda Simpson-fjölskyldunnar á tónleikum.Vísir/EPA
Bandaríkin Bretland Tónlist Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira