Skólakerfið og það sem var og það sem er Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 20. apríl 2021 09:31 Við munum öll eftir kennaranum sem við litum sérstaklega mikið upp til eða þeim sem hafði sérstaklega mikil áhrif á líf okkar. Kennaranum sem bjargaði okkur frá slæmum ákvörðunum eða óæskilegri atburðarás. Við munum líka eftir kennaranum sem okkur féll ekkert sérstaklega vel við, þessum sem við áttum ekki skap saman með eða þeim sem voru að kenna námsefni sem náði ekki til okkar. Kennarar geta geta haft töluverð áhrif á líf barna og ungmenna með eldmóði sínum. En það er ekki bara kennarinn sem er svo mikill áhrifavaldur á það hvernig til tekst heilt á litið. Þar er það fyrst og fremst skólakerfið sjálf, umgjörðin sem er sköpuð um námið og allt skólastarfið. Því megum við ekki missa sjónar af skólakerfinu þegar við ræðum menntun barna og ungmenna og færni þeirra til að taka þátt í lífinu. Breytingar í þágu fortíðar Rammann um allt skólastarf finnum við í viðmiðunarstundaskrá. Hún kveður á um hvaða námsgreinar skuli kenna í grunnskólum landsins og í hvað margar klukkustundir grunnskólagönguna á enda. Í farvatninu eru breytingar á þessari viðmiðunarstundaskrá og hefur menntamálaráðherra lagt fram tillögu að breytingu sem þykir umdeild, m.a. meðal kennara. Margir hafa af því áhyggjur að tillögurnar feli í sér minni sveigjanleika og minna frelsi fyrir skóla til að útfæra skipulag skólastarfsins. Ráðherra leggur til að viðmiðunarstundaskrá njörvi enn frekar niður tímafjölda ákveðinna námsgreina á kostnað faglegs frelsis. Ramminn um kennslutilhögun verður því enn þrengri en nú er. Skólastjórnendur og kennarar hafa notað þetta frelsi til að skapa námsumhverfi sem hentar þeim hóp nemenda sem stundar nám í skólanum hverju sinni. Nemendahópar eru fjölbreyttir innan einstakra skóla, milli skóla og milli skólahverfa. Skólarnir þurfa að hafa ráðrúm til að bregðast við þeim fjölbreytileika svo best henti hverjum nemendahóp. Viðmiðunarstundaskrá 21. aldarinnar Við viljum stöðugleika í menntakerfið okkar en um leið ákveðið frelsi. Það má aldrei verða að kerfið festist svo fast í sjálfu sér að það komi í veg fyrir framfarir og styðji ekki við þær breytingar sem er að verða á samfélaginu. Við heyrum ákall um meiri sveigjanleika, meira faglegt frelsi til að skapa og vinna með þau sameiginlegu markmið sem stefnt er að: framúrskarandi menntakerfi þar sem leiðarljósið er nám fyrir alla óháð stétt, stöðu, kyni, fötlun eða annarra þátta. Í viðmiðunarstundarskrá 21. aldarinnar gæti jafnvel verið þörf á nýjum námsgreinum eins og gervigreind nema gengið verði enn lengra og þær ekki skilgreindar nema að hluta og í takt við þá þróun sem á sér stað. Líkt og aðrar þjóðir erum við að ganga í gegnum afar miklar samfélagslegar breytingar sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni og stafrænni byltingu. Endurskoðun á viðmiðunarstundaskrá þarf að endurspegla þessar breytingar og líta til þeirra færniþátta sem kallað er eftir. Þar sjáum við megináherslu á samskipti, samvinnu, sköpun og færni til að greina upplýsingar, meta þær og vega til gagns. Við þurfum kjark til að breyta Við verðum að hugsa vítt til þess að allir rúmist innan rammanns en ekki bara sumir. Við verðum líka að bera traust til þeirra sem fylgja ástríðu sinni og gerast kennarar eða skólastjórnendur og gera þeim fært að fara sínar faglegu leiðir. En ekki niðurnjörva allt skólastarf niður á sömu einu ríkisleiðina, þar sem fókusinn er á fjölda mínútna á námsgreinar. Við viljum framúrskarandi skólakerfi sem styður við öll börn og ungmenni með þeim hætti að þau verði sterkir sjálfstæðir einstaklingar sem hafa færni í farteskinu til að ganga lífsins veg. Verða virkir þátttakendur í samfélaginu okkar, gefa af sér og skapa ný tækifæri um leið og við gerum þær kröfur að vera læs á upplýsingar og hafa getu til að greina, meta og vega. Leiðin að því skólastarfi verður að vera á hendi þeirra sem hafa faglegu þekkinguna og hafa menntað sig til þess veigamikla verkefnis. Stjórnvöld þurfa að skapa rétta rammann og vera á tánum við að endurskoða kerfið til að það sé það besta fyrir umhverfi barna okkar hverju sinni. Breytingar á tímum nýrrar iðnbyltingar eru miklar og hraðar. Það sem þótti best, fyrir ekki lengra en áratug síðan, er það ekki lengur. Skólakerfið þarf svigrúm og sveigjanleika til að geta brugðist við þessum nýja veruleika í stað þess að vera bundið í báða skó við að telja mínútur í skólakerfi sem hentaði betur á síðustu öld. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Viðreisn Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Við munum öll eftir kennaranum sem við litum sérstaklega mikið upp til eða þeim sem hafði sérstaklega mikil áhrif á líf okkar. Kennaranum sem bjargaði okkur frá slæmum ákvörðunum eða óæskilegri atburðarás. Við munum líka eftir kennaranum sem okkur féll ekkert sérstaklega vel við, þessum sem við áttum ekki skap saman með eða þeim sem voru að kenna námsefni sem náði ekki til okkar. Kennarar geta geta haft töluverð áhrif á líf barna og ungmenna með eldmóði sínum. En það er ekki bara kennarinn sem er svo mikill áhrifavaldur á það hvernig til tekst heilt á litið. Þar er það fyrst og fremst skólakerfið sjálf, umgjörðin sem er sköpuð um námið og allt skólastarfið. Því megum við ekki missa sjónar af skólakerfinu þegar við ræðum menntun barna og ungmenna og færni þeirra til að taka þátt í lífinu. Breytingar í þágu fortíðar Rammann um allt skólastarf finnum við í viðmiðunarstundaskrá. Hún kveður á um hvaða námsgreinar skuli kenna í grunnskólum landsins og í hvað margar klukkustundir grunnskólagönguna á enda. Í farvatninu eru breytingar á þessari viðmiðunarstundaskrá og hefur menntamálaráðherra lagt fram tillögu að breytingu sem þykir umdeild, m.a. meðal kennara. Margir hafa af því áhyggjur að tillögurnar feli í sér minni sveigjanleika og minna frelsi fyrir skóla til að útfæra skipulag skólastarfsins. Ráðherra leggur til að viðmiðunarstundaskrá njörvi enn frekar niður tímafjölda ákveðinna námsgreina á kostnað faglegs frelsis. Ramminn um kennslutilhögun verður því enn þrengri en nú er. Skólastjórnendur og kennarar hafa notað þetta frelsi til að skapa námsumhverfi sem hentar þeim hóp nemenda sem stundar nám í skólanum hverju sinni. Nemendahópar eru fjölbreyttir innan einstakra skóla, milli skóla og milli skólahverfa. Skólarnir þurfa að hafa ráðrúm til að bregðast við þeim fjölbreytileika svo best henti hverjum nemendahóp. Viðmiðunarstundaskrá 21. aldarinnar Við viljum stöðugleika í menntakerfið okkar en um leið ákveðið frelsi. Það má aldrei verða að kerfið festist svo fast í sjálfu sér að það komi í veg fyrir framfarir og styðji ekki við þær breytingar sem er að verða á samfélaginu. Við heyrum ákall um meiri sveigjanleika, meira faglegt frelsi til að skapa og vinna með þau sameiginlegu markmið sem stefnt er að: framúrskarandi menntakerfi þar sem leiðarljósið er nám fyrir alla óháð stétt, stöðu, kyni, fötlun eða annarra þátta. Í viðmiðunarstundarskrá 21. aldarinnar gæti jafnvel verið þörf á nýjum námsgreinum eins og gervigreind nema gengið verði enn lengra og þær ekki skilgreindar nema að hluta og í takt við þá þróun sem á sér stað. Líkt og aðrar þjóðir erum við að ganga í gegnum afar miklar samfélagslegar breytingar sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni og stafrænni byltingu. Endurskoðun á viðmiðunarstundaskrá þarf að endurspegla þessar breytingar og líta til þeirra færniþátta sem kallað er eftir. Þar sjáum við megináherslu á samskipti, samvinnu, sköpun og færni til að greina upplýsingar, meta þær og vega til gagns. Við þurfum kjark til að breyta Við verðum að hugsa vítt til þess að allir rúmist innan rammanns en ekki bara sumir. Við verðum líka að bera traust til þeirra sem fylgja ástríðu sinni og gerast kennarar eða skólastjórnendur og gera þeim fært að fara sínar faglegu leiðir. En ekki niðurnjörva allt skólastarf niður á sömu einu ríkisleiðina, þar sem fókusinn er á fjölda mínútna á námsgreinar. Við viljum framúrskarandi skólakerfi sem styður við öll börn og ungmenni með þeim hætti að þau verði sterkir sjálfstæðir einstaklingar sem hafa færni í farteskinu til að ganga lífsins veg. Verða virkir þátttakendur í samfélaginu okkar, gefa af sér og skapa ný tækifæri um leið og við gerum þær kröfur að vera læs á upplýsingar og hafa getu til að greina, meta og vega. Leiðin að því skólastarfi verður að vera á hendi þeirra sem hafa faglegu þekkinguna og hafa menntað sig til þess veigamikla verkefnis. Stjórnvöld þurfa að skapa rétta rammann og vera á tánum við að endurskoða kerfið til að það sé það besta fyrir umhverfi barna okkar hverju sinni. Breytingar á tímum nýrrar iðnbyltingar eru miklar og hraðar. Það sem þótti best, fyrir ekki lengra en áratug síðan, er það ekki lengur. Skólakerfið þarf svigrúm og sveigjanleika til að geta brugðist við þessum nýja veruleika í stað þess að vera bundið í báða skó við að telja mínútur í skólakerfi sem hentaði betur á síðustu öld. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun