Naut réðst á vinnukonu á meðan bóndinn létti á sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. apríl 2021 06:16 Bóndinn sagði að konan hefði átt að gera sér grein fyrir hættunni sem stafaði af nautinu. Unsplash/Elmarie van Rooyen Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem á rætur sínar að rekja alla leið aftur til ársins 2010 þegar naut réðist á konu í ónefndri sveit hér á landi. Konan stefndi bóndandum á bænum og Vátryggingafélagi Íslands árið 2018 vegna þess tjóns sem hún varð fyrir. Bóndinn var sýknaður en VÍS dæmt til að greiða konunni fullar bætur. Atvik voru með þeim hætti að bóndinn, konan og sonur hennar voru í bíltúr en stoppuðu við nautgripagirðinguna. Bóndinn fór að „létta á sér“ en á meðan opnaði konan hlið og vissi ekki fyrr en naut hafði ráðist á hana. Sagði bóndann hafa beðið hana um að opna hliðið Þegar hann varð þessa var ók bóndinn bifreiðinni inn til að styggja nautin og hringdi síðan á 112. Konan var flutt með þyrlu til Reykjavíkur og reyndist meðal annars mjaðmagrindar- og rifbeinsbrot. Varanleg örorka var metin 3 prósent. Konan var vinnukona hjá bóndanum og var frásögn hennar á þá leið að hann hefði beðið hana um að opna hliðið, þar sem til hefði staðið að reka fé úr girðingunni. Bóndinn vildi hins vegar ekki kannast við að hafa beðið konuna um það og hélt því raunar fram að girðinginn væri með þeim hætti að engar líkur væru á því að fé gæti komist inn fyrir hana. Bóndinn var með landbúnaðartryggingu hjá VÍS, sem hafnaði í fyrstu bótaskyldu. Þegar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafði úrskurðað konunni í vil samþykkti tryggingafélagið hins vegar að greiða henni bætur en dró ætlaðar bætur úr slysatryggingu launþega frá. Bóndinn sýknaður en VÍS dæmt til að greiða að fullu Konan mótmælti frádrættinum á þeim forsendum að engin slysatrygging launþega væri til staðar þar sem bóndinn hafði ekki keypt slíka tryggingu. Þá taldi hún tjón sitt mega rekja til „ólögmætrar og saknæmrar háttsemi“ bóndans, sem hefði „vanrækt að veita stefnanda viðeigandi fræðslu og þjálfun varðandi það starf sem hún sinnti þegar slysið varð og ekki tryggt að fyllsta öryggis vær gætt.“ Bóndinn hélt því fram fyrir sitt leyti að hann ætti ekki aðild að málinu, þar sem hann væri ekki eigandi nautsins. Þá sagði hann slysið „óhappatilvik“ en ekki saknæma háttsemi. Enn fremur hefði slysið ekki átt sér stað á vinnutíma. Héraðsdómur tók undir sjónarmið bóndans og sýknaði hann af öllum kröfum á þeim forsendum að atvikið hefði ekki átt sér stað á vinnutíma og að ósannað væri að hann hefði beðið konuna um að opna hliðið. Slysið mætti því ekki rekja til saknæmrar háttsemi hans. Dómurinn sagði VÍS hins vegar hafa fallist á greiðsluskyldu með bindandi hætti og að þar sem ósannað væri að konan hefði verið að störfum þegar slysið átti sér stað væri ekki hægt að fallast á heimild VÍS til að draga bætur úr slysatryggingu launþega frá bótum. Málskostnaður aðila var látinn falla niður í héraðsdómi en bóndinn var dæmdur til að greiða málskostnað sinn fyrir Landsrétti. Dómurinn í heild. Dómsmál Landbúnaður Dýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Konan stefndi bóndandum á bænum og Vátryggingafélagi Íslands árið 2018 vegna þess tjóns sem hún varð fyrir. Bóndinn var sýknaður en VÍS dæmt til að greiða konunni fullar bætur. Atvik voru með þeim hætti að bóndinn, konan og sonur hennar voru í bíltúr en stoppuðu við nautgripagirðinguna. Bóndinn fór að „létta á sér“ en á meðan opnaði konan hlið og vissi ekki fyrr en naut hafði ráðist á hana. Sagði bóndann hafa beðið hana um að opna hliðið Þegar hann varð þessa var ók bóndinn bifreiðinni inn til að styggja nautin og hringdi síðan á 112. Konan var flutt með þyrlu til Reykjavíkur og reyndist meðal annars mjaðmagrindar- og rifbeinsbrot. Varanleg örorka var metin 3 prósent. Konan var vinnukona hjá bóndanum og var frásögn hennar á þá leið að hann hefði beðið hana um að opna hliðið, þar sem til hefði staðið að reka fé úr girðingunni. Bóndinn vildi hins vegar ekki kannast við að hafa beðið konuna um það og hélt því raunar fram að girðinginn væri með þeim hætti að engar líkur væru á því að fé gæti komist inn fyrir hana. Bóndinn var með landbúnaðartryggingu hjá VÍS, sem hafnaði í fyrstu bótaskyldu. Þegar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafði úrskurðað konunni í vil samþykkti tryggingafélagið hins vegar að greiða henni bætur en dró ætlaðar bætur úr slysatryggingu launþega frá. Bóndinn sýknaður en VÍS dæmt til að greiða að fullu Konan mótmælti frádrættinum á þeim forsendum að engin slysatrygging launþega væri til staðar þar sem bóndinn hafði ekki keypt slíka tryggingu. Þá taldi hún tjón sitt mega rekja til „ólögmætrar og saknæmrar háttsemi“ bóndans, sem hefði „vanrækt að veita stefnanda viðeigandi fræðslu og þjálfun varðandi það starf sem hún sinnti þegar slysið varð og ekki tryggt að fyllsta öryggis vær gætt.“ Bóndinn hélt því fram fyrir sitt leyti að hann ætti ekki aðild að málinu, þar sem hann væri ekki eigandi nautsins. Þá sagði hann slysið „óhappatilvik“ en ekki saknæma háttsemi. Enn fremur hefði slysið ekki átt sér stað á vinnutíma. Héraðsdómur tók undir sjónarmið bóndans og sýknaði hann af öllum kröfum á þeim forsendum að atvikið hefði ekki átt sér stað á vinnutíma og að ósannað væri að hann hefði beðið konuna um að opna hliðið. Slysið mætti því ekki rekja til saknæmrar háttsemi hans. Dómurinn sagði VÍS hins vegar hafa fallist á greiðsluskyldu með bindandi hætti og að þar sem ósannað væri að konan hefði verið að störfum þegar slysið átti sér stað væri ekki hægt að fallast á heimild VÍS til að draga bætur úr slysatryggingu launþega frá bótum. Málskostnaður aðila var látinn falla niður í héraðsdómi en bóndinn var dæmdur til að greiða málskostnað sinn fyrir Landsrétti. Dómurinn í heild.
Dómsmál Landbúnaður Dýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira