Varamaðurinn Icardi hélt titilvonum PSG á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 21:45 Leikmenn PSG fagna sigurmarkinu í dag. @brfootball Þó Paris Saint-Germain sé komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þá hafa yfirburðir þeirra heima fyrir dvínað og er liðið sem stendur í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. PSG tók á móti Saint-Étienne í dag. Segja má að leikurinn hafi verið vægast sagt kaflaskiptur en staðan var markalaus í hálfleik. Mauricio Pochettino gerði fjölda skiptinga í síðari hálfleik til að reyna sækja stigin þrjú og segja má að það hafi gengið eftir. Þeir Angel Di Maria, Marco Veratti, Mauro Icardi og Colin Dagba komu allir inn af bekknum um miðbik síðari hálfleiks en þá var staðan enn markalaus. Það voru hins vegar gestirnir sem tóku forystuna á 78. mínútu með marki Denis Bouanga. Það virðist hafa vakið heimamenn af værum blundi en Kylian Mbappé jafnaði metin strax í næstu sókn eftir undirbúning Ander Herrera. Mbappé fiskaði svo víti sem hann skoraði sjálfur úr þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Staðan orðin 2-1 og þannig var hún þegar uppbótartími leiksins hófst. Romain Hamouma jafnaði metin fyrir St. Étienne og staðan orðin 2-2 þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Það var svo á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Icardi tryggði PSG 3-2 sigur eftir sendingu Di Maria. Argentísku varamennirnir allt í öllu er Parísarliðið tryggði sér dýrmætan sigur í toppbaráttunni. 78 : PSG 0-1 Saint-Etienne79 : PSG 1-1 Saint-Etienne87 : PSG 2-1 Saint-Etienne90+2 : PSG 2-2 Saint-Etienne90+5 : PSG 3-2 Saint-EtiennePSG win it at the death to get within a point of first-place Lille in the Ligue 1 title race pic.twitter.com/xvoJMogLAT— B/R Football (@brfootball) April 18, 2021 Þegar fimm umferðir eru eftir af Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni, er PSG í 2. sæti með 69 stig en Lille trónir á toppi deildarinnar með 70 stig. Lille mætir Lyon, sem situr í 3. sæti, í næstu umferð og því gætu lærisveinar Pochettino verið komnir á toppinn áður en langt um líður. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
PSG tók á móti Saint-Étienne í dag. Segja má að leikurinn hafi verið vægast sagt kaflaskiptur en staðan var markalaus í hálfleik. Mauricio Pochettino gerði fjölda skiptinga í síðari hálfleik til að reyna sækja stigin þrjú og segja má að það hafi gengið eftir. Þeir Angel Di Maria, Marco Veratti, Mauro Icardi og Colin Dagba komu allir inn af bekknum um miðbik síðari hálfleiks en þá var staðan enn markalaus. Það voru hins vegar gestirnir sem tóku forystuna á 78. mínútu með marki Denis Bouanga. Það virðist hafa vakið heimamenn af værum blundi en Kylian Mbappé jafnaði metin strax í næstu sókn eftir undirbúning Ander Herrera. Mbappé fiskaði svo víti sem hann skoraði sjálfur úr þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Staðan orðin 2-1 og þannig var hún þegar uppbótartími leiksins hófst. Romain Hamouma jafnaði metin fyrir St. Étienne og staðan orðin 2-2 þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Það var svo á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Icardi tryggði PSG 3-2 sigur eftir sendingu Di Maria. Argentísku varamennirnir allt í öllu er Parísarliðið tryggði sér dýrmætan sigur í toppbaráttunni. 78 : PSG 0-1 Saint-Etienne79 : PSG 1-1 Saint-Etienne87 : PSG 2-1 Saint-Etienne90+2 : PSG 2-2 Saint-Etienne90+5 : PSG 3-2 Saint-EtiennePSG win it at the death to get within a point of first-place Lille in the Ligue 1 title race pic.twitter.com/xvoJMogLAT— B/R Football (@brfootball) April 18, 2021 Þegar fimm umferðir eru eftir af Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni, er PSG í 2. sæti með 69 stig en Lille trónir á toppi deildarinnar með 70 stig. Lille mætir Lyon, sem situr í 3. sæti, í næstu umferð og því gætu lærisveinar Pochettino verið komnir á toppinn áður en langt um líður.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira