Segir aumingjaskap að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2021 20:31 Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það aumingjaskap af hálfu kínverskra stjórnvalda að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara hér á landi. Um sé að ræða ágreining sem eigi að ræða á vettvangi stjórnmála. Líkt og fjallað var um í gær var íslenskur lögmaður beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Refsiaðgerðirnar byggja á þeirri ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það vekja sérstakan óhug að aðgerðir Kínverja beinist gegn almennum borgara. „Þetta er kannski svolítið hart til orða tekið en fyrir þjóð sem er að reyna að selja sig sem þetta stóra, mikla og sterka heimsveldi þá er svona ekkert annað en aumingjaskapur. Ef að gremja kínverskra stjórnvalda beinist að Íslenskum stjórnvöldum fyrir það að taka þátt í þvingunaraðgerðum þá eiga það að vera íslensk stjórnvöld, sem geta varið sig með pólítískum hætti, þau sem taka á sig skellinn ekki einhver lögfræðingur úti í bæ sem gerði í rauninni ekkert annað en að skrifa nokkra pistla,“ sagði Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Í harðorðri yfirlýsingu sem fulltrúi sendiráðsins í Kína sendi frá sér síðdegis í gær kemur fram að ástæður þess að Ísland fylgi einhliða refsiaðgerðum ESB gagnvart Kínverskum embættismönnum séu byggðar á lygum og misvísandi upplýsingum undir yfirskyni svokallaðra mannréttindamála í Xinjiang héraðinu eins og það er orðað. „Orðalagið í þessari yfirlýsingu fannst mér vera svolítið ódiplómatískt og tónninn fannst mér svolítið „passive aggressive“ fyrir ríkisstjórn.“ Meginefnið í yfirlýsingunni, að aðrar þjóðir eigi ekki að skipta sér af innanríkismálum Kína, sé þó gömul saga og ný. Sendiherra Kína á Íslandi vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar fréttastofa leitaðist eftir því. Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. 17. apríl 2021 14:00 Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 08:37 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Líkt og fjallað var um í gær var íslenskur lögmaður beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Refsiaðgerðirnar byggja á þeirri ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það vekja sérstakan óhug að aðgerðir Kínverja beinist gegn almennum borgara. „Þetta er kannski svolítið hart til orða tekið en fyrir þjóð sem er að reyna að selja sig sem þetta stóra, mikla og sterka heimsveldi þá er svona ekkert annað en aumingjaskapur. Ef að gremja kínverskra stjórnvalda beinist að Íslenskum stjórnvöldum fyrir það að taka þátt í þvingunaraðgerðum þá eiga það að vera íslensk stjórnvöld, sem geta varið sig með pólítískum hætti, þau sem taka á sig skellinn ekki einhver lögfræðingur úti í bæ sem gerði í rauninni ekkert annað en að skrifa nokkra pistla,“ sagði Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Í harðorðri yfirlýsingu sem fulltrúi sendiráðsins í Kína sendi frá sér síðdegis í gær kemur fram að ástæður þess að Ísland fylgi einhliða refsiaðgerðum ESB gagnvart Kínverskum embættismönnum séu byggðar á lygum og misvísandi upplýsingum undir yfirskyni svokallaðra mannréttindamála í Xinjiang héraðinu eins og það er orðað. „Orðalagið í þessari yfirlýsingu fannst mér vera svolítið ódiplómatískt og tónninn fannst mér svolítið „passive aggressive“ fyrir ríkisstjórn.“ Meginefnið í yfirlýsingunni, að aðrar þjóðir eigi ekki að skipta sér af innanríkismálum Kína, sé þó gömul saga og ný. Sendiherra Kína á Íslandi vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar fréttastofa leitaðist eftir því.
Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. 17. apríl 2021 14:00 Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 08:37 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27
Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. 17. apríl 2021 14:00
Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 08:37