Mors-Thy leiddu mest allan fyrri hálfleikinn, en Ribe-Esbjerg voru þó aldrei langt á eftir. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan jöfn, 14-14.
Rúnar og félagar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiksins, og létu forystuna aldrei af hendi eftir það. Esbjerg náði mest níu marka forskoti, en unnu á endanum góðan sex marka sigur, 27-21.