Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2021 14:00 Sigríður Á. Andersen er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vilhelm Gunnarsson Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja sæta furðu þó þær komi ekki á óvart. Íslenskur lögmaður var í fyrradag beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Þekkt aðferðarfræði „Hún kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en sætir samt auðvitað furðu. Þessar aðgerðir Kínverja eru þekktar, þessi aðferðarfræði hefur verið þekkt um árabil að taka einstaklinga, stofnanir eða lögaðila fyrir og beita þeim svona refsiaðgerðum í kjölfar athugasemda sem að lýðræðisríki hafa gert við mannréttindamál í Kína,“ sagði Sigríður. Hún segir mál íslenska lögmannsins þó sæta sérstakri furðu. „Ég þekki ekki til þess að einstaklingur sem ekki er tengdur stjórnmálum eða stjórnkerfinu hafi verið tekið fyrir með þessum hætti.“ Sigríður segir yfirlýsingu Kínverja í samræmi við viðbrögð þeirra gegn löndum sem mótmæla framferði Kínverskra stjórnvalda í Xinjiang héraði. „Sambærilegar yfirlýsingar hafa ábyggilega verið sendar gagnvart þingmönnum á Evrópska þinginu og frjálsum félagasamtökum í Evrópu þannig að ég held að þetta sé bara í þeim stíl.“ Utanríkismálanefnd Alþingis mun fá utanríkisráðherra og ráðuneytisfólk á sinn fund til að fara yfir stöðuna á næstunni og mun nefndin ræða þessi mál Kínverja í víðu samhengi. „Sem eru auðvitað bara kannski í samræmi við þetta fullkomna skilningsleysi Kínverja á réttarríkinu almennt og öllum þeim grundvallarréttindum sem undir réttarríkið falla svo sem eins og málfrelsi og almenn mannréttindi,“ sagði Sigríður. Kína Utanríkismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja sæta furðu þó þær komi ekki á óvart. Íslenskur lögmaður var í fyrradag beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Þekkt aðferðarfræði „Hún kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en sætir samt auðvitað furðu. Þessar aðgerðir Kínverja eru þekktar, þessi aðferðarfræði hefur verið þekkt um árabil að taka einstaklinga, stofnanir eða lögaðila fyrir og beita þeim svona refsiaðgerðum í kjölfar athugasemda sem að lýðræðisríki hafa gert við mannréttindamál í Kína,“ sagði Sigríður. Hún segir mál íslenska lögmannsins þó sæta sérstakri furðu. „Ég þekki ekki til þess að einstaklingur sem ekki er tengdur stjórnmálum eða stjórnkerfinu hafi verið tekið fyrir með þessum hætti.“ Sigríður segir yfirlýsingu Kínverja í samræmi við viðbrögð þeirra gegn löndum sem mótmæla framferði Kínverskra stjórnvalda í Xinjiang héraði. „Sambærilegar yfirlýsingar hafa ábyggilega verið sendar gagnvart þingmönnum á Evrópska þinginu og frjálsum félagasamtökum í Evrópu þannig að ég held að þetta sé bara í þeim stíl.“ Utanríkismálanefnd Alþingis mun fá utanríkisráðherra og ráðuneytisfólk á sinn fund til að fara yfir stöðuna á næstunni og mun nefndin ræða þessi mál Kínverja í víðu samhengi. „Sem eru auðvitað bara kannski í samræmi við þetta fullkomna skilningsleysi Kínverja á réttarríkinu almennt og öllum þeim grundvallarréttindum sem undir réttarríkið falla svo sem eins og málfrelsi og almenn mannréttindi,“ sagði Sigríður.
Kína Utanríkismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira