Úrskurður siðanefndar RÚV í máli Helga Seljan endanlegur og verður ekki áfrýjað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 12:08 Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur svarað bón Helga Seljan fréttamanns, sem krafðist þess að úrskurður nefndarinnar í máli hans verði endurupptekinn, á þá leið að það sé ekki hægt. Nefndin kveðst ekki hafa neinar forsendur til að endurupptaka úrskurðinn, hann sé því endanlegur og verði ekki áfrýjað. Þetta kemur fram í svarbréfi siðanefndar við endurupptökubeiðni Helga sem Vísir hefur undir höndum. Í svarbréfinu segir að siðanefndin sé ekki stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga og sé ekki skipuð lögum samkvæmt. Nefndin sé þar af leiðandi ekki bundin af stjórnsýslulögum þrátt fyrir að hún byggi á meginreglum stjórnsýslunnar hvað varðar andmælarétt og jafnræði aðila í málsmeðferð sem og hvað varðar að upplýsa mál. Líkt og Vísir hefur fjallað um krafðist Helgi Seljan endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar Rúv sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa brotið siðareglur stofnunarinnar. Þá taldi Helgi Sigrúnu Stefánsdóttur, sem situr í siðanefnd Rúv, vera vanhæfa vegna meintra tengsla hennar við Samherja. Siðanefndin telur hins vegar að ekkert komi fram í endurupptökubeiðninni sem gefi til kynna að Sigrún hafi ekki verið hæf í skilningi stjórnsýslulaga. „Afmarkað verkefni Sigrúnar er varðar Vísindaskóla unga fólksins, sem er vikulangt námskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára og er innan Háskólans á Akukreyri, lá fyrir og er greitt af Háskólanum á Akureyri, þó starfsemi skólans sé vissulega studd af 20-25 fyrirtækum á Akureyri. Seta hennar í stjórn fjölmiðilsins N4, undanfarin 7 ár, sem sjálfstæður stjórnarmaður er öllum kunn. Hún er ekki eigandi fjölmiðilsins né á fjölmiðillinn sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta í málinu. Fjölmiðillinn er jafnframt með skýrar reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði og stjórn hans kemur að engu leyti að ritstjórn og daglegum störfum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Nefndin telji þannig ekkert hafa komið fram sem dragi óhlutdrægni hennar í efa. Báðust afsökunar á mistökum Siðanefnd segir ennfremur í bréfi sínu að mistök nefndarinnar sem vísað var til í endurupptökubeiðninni hafi verið leiðrétt, en í endurupptökubeiðni Helga voru færð rök fyrir því að endurupptaka ætti úrskurðinn í heild þar sem nefndin hafi metið ummæli hans heildstætt til að komast að niðurstöðu, en meðal annars hafi verið lagt mat á ummæli sem ekki fjölluðu um Samherja. „Voru þau mistök umsvifalaust leiðrétt og aðilum tilkynnt um það ásamt því mati nefndarinar að þessi mistök hefðu engin áhrif á niðurstöðu málsins. Í sérstöku skriflegu erindi bað siðanefndin Helga Seljan afsökunar á þessum mistökum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta kemur fram í svarbréfi siðanefndar við endurupptökubeiðni Helga sem Vísir hefur undir höndum. Í svarbréfinu segir að siðanefndin sé ekki stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga og sé ekki skipuð lögum samkvæmt. Nefndin sé þar af leiðandi ekki bundin af stjórnsýslulögum þrátt fyrir að hún byggi á meginreglum stjórnsýslunnar hvað varðar andmælarétt og jafnræði aðila í málsmeðferð sem og hvað varðar að upplýsa mál. Líkt og Vísir hefur fjallað um krafðist Helgi Seljan endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar Rúv sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa brotið siðareglur stofnunarinnar. Þá taldi Helgi Sigrúnu Stefánsdóttur, sem situr í siðanefnd Rúv, vera vanhæfa vegna meintra tengsla hennar við Samherja. Siðanefndin telur hins vegar að ekkert komi fram í endurupptökubeiðninni sem gefi til kynna að Sigrún hafi ekki verið hæf í skilningi stjórnsýslulaga. „Afmarkað verkefni Sigrúnar er varðar Vísindaskóla unga fólksins, sem er vikulangt námskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára og er innan Háskólans á Akukreyri, lá fyrir og er greitt af Háskólanum á Akureyri, þó starfsemi skólans sé vissulega studd af 20-25 fyrirtækum á Akureyri. Seta hennar í stjórn fjölmiðilsins N4, undanfarin 7 ár, sem sjálfstæður stjórnarmaður er öllum kunn. Hún er ekki eigandi fjölmiðilsins né á fjölmiðillinn sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta í málinu. Fjölmiðillinn er jafnframt með skýrar reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði og stjórn hans kemur að engu leyti að ritstjórn og daglegum störfum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Nefndin telji þannig ekkert hafa komið fram sem dragi óhlutdrægni hennar í efa. Báðust afsökunar á mistökum Siðanefnd segir ennfremur í bréfi sínu að mistök nefndarinnar sem vísað var til í endurupptökubeiðninni hafi verið leiðrétt, en í endurupptökubeiðni Helga voru færð rök fyrir því að endurupptaka ætti úrskurðinn í heild þar sem nefndin hafi metið ummæli hans heildstætt til að komast að niðurstöðu, en meðal annars hafi verið lagt mat á ummæli sem ekki fjölluðu um Samherja. „Voru þau mistök umsvifalaust leiðrétt og aðilum tilkynnt um það ásamt því mati nefndarinar að þessi mistök hefðu engin áhrif á niðurstöðu málsins. Í sérstöku skriflegu erindi bað siðanefndin Helga Seljan afsökunar á þessum mistökum,“ segir í svarbréfi siðanefndar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira