Pétur Markan skráður í Viðreisn og aðstoðar við uppstillingu Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2021 20:01 Pétur G. Markan er nú skráður í Viðreisn. Stöð 2 Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, er nú skráður í Viðreisn og er hluti af teymi sem stillir upp á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu kosningar. Hann er þó sjálfur ekki í framboði og kveðst ekki hafa leitast eftir því. Þetta staðfestir Pétur í samtali við Vísi í kvöld, en hann greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr Samfylkingunni eftir að hafa fylgt flokknum frá stofnum. Hann segist ekki skilja við Samfylkinguna í illu og að ákvörðunin um að ganga í Viðreisn hafi komið til eftir á. „Úrsögn mín úr Samfylkingunni hefur ekkert með það að gera. Ég er búinn að vera í Samfylkingunni frá stofnun og þegar ég skrifaði þennan status, þá var það fyrst og fremst einhver sem er að skilja við stjórnmálahreyfingu til 22 ára,“ segir Pétur. Pétur er nú hluti af teymi sem vinnur að uppstillingu lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann segir skráningu sína í Viðreisn ekki vera frekara innlegg í kosningabaráttuna sem er fram undan næstu mánuði, en honum hafi þótt eðlilegt að gera upp tíma sinn í Samfylkingunni með færslunni í gær þar sem hann hafi verið hluti af flokknum lengi. Í færslunni sagðist Pétur áfram vera jafnaðarmaður í huga og hjarta en pólitískur ágreiningur hafi valdið því að hann ákvað að segja skilið við flokkinn. Hann hafi því velt því fyrir sér hvort það væri ekki ljós að finna annars staðar. „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun. Það hefur fyrst og fremst birst í því að ég hef ekki viljað gefa kost á mér til trúnaðarstarfa eða verið í framboðs hugleiðingum.“ Samfylkingin Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þetta staðfestir Pétur í samtali við Vísi í kvöld, en hann greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr Samfylkingunni eftir að hafa fylgt flokknum frá stofnum. Hann segist ekki skilja við Samfylkinguna í illu og að ákvörðunin um að ganga í Viðreisn hafi komið til eftir á. „Úrsögn mín úr Samfylkingunni hefur ekkert með það að gera. Ég er búinn að vera í Samfylkingunni frá stofnun og þegar ég skrifaði þennan status, þá var það fyrst og fremst einhver sem er að skilja við stjórnmálahreyfingu til 22 ára,“ segir Pétur. Pétur er nú hluti af teymi sem vinnur að uppstillingu lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann segir skráningu sína í Viðreisn ekki vera frekara innlegg í kosningabaráttuna sem er fram undan næstu mánuði, en honum hafi þótt eðlilegt að gera upp tíma sinn í Samfylkingunni með færslunni í gær þar sem hann hafi verið hluti af flokknum lengi. Í færslunni sagðist Pétur áfram vera jafnaðarmaður í huga og hjarta en pólitískur ágreiningur hafi valdið því að hann ákvað að segja skilið við flokkinn. Hann hafi því velt því fyrir sér hvort það væri ekki ljós að finna annars staðar. „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun. Það hefur fyrst og fremst birst í því að ég hef ekki viljað gefa kost á mér til trúnaðarstarfa eða verið í framboðs hugleiðingum.“
Samfylkingin Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira