Þetta kemur fram á vef AP. Lögreglumenn leituðu í dag á heimili í borginni sem Scott hafði tengsl við og lögðu hald á sönnunargögn, þar á meðal tölvu og annan búnað sem talið er að geti innihaldið upplýsingar. Frekari upplýsingar fengust ekki frá lögreglu um málið.
Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir, en maðurinn hóf skothríð með riffli í gærkvöldi á bílastæði fyrir utan starfsstöðvarnar og hélt síðan inn í húsið. Eftir árásina beindi hann byssunni að sjálfum sér.
„Það var enginn ágreiningur við neinn þarna. Það var engin truflun eða átök. Hann virtist bara byrja að skjóta af handahófi,“ segir lögreglustjórinn Craig McCartt í samtali við AP.
Fjögur hinna látnu voru á bílastæðinu þegar skotárásin hófst og fjögur voru inni á starfsstöðvum FedEx. Fjölmargir særðust og voru fimm fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.