Segir miður að fólk með einkenni skuli ekki drífa sig strax í sýnatöku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2021 12:06 Þórólfur Guðnason segir of algengt að fólk sé með flensueinkenni í einhverja daga áður en það fer í sýnatöku. Þrír greindust utan sóttkvíar í gær og segir hann að búast megi við að fleiri muni greinast utan sóttkvíar næstu daga. Vísir/Vilhelm Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. Sóttvarnarlæknir segir að enn sé fólk að greinast sem hefur verið með einkenni úti í samfélaginu áður en það fer sig í sýnatöku. Fleiri gætu því greinst á næstu dögum utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að svo margir greindust utan sóttkvíar í gær. „Smitin eru öll á höfuðborgarsvæðinu og við getum ekki fundið tengsl við önnur tilfelli. Það segir okkur að veiran er þarna úti í samfélaginu, því miður. Því miður er fólk ennþá með einkenni einhverja daga út í samfélaginu áður en það fer í sýnatöku. Það er ekki gott og við erum alltaf að reyna að predika að fólk mæti sem fyrst í sýnatöku hafi það einkenni. Við getum því átt von á því að sjá fleiri tilfelli utan sóttkvíar næstu daga,“ segir Þórólfur. Virðist ekki tengjast skólum Hann segir að smitrakning sé nú í gangi en hún þurfi að reiða sig á hvað fólk man um ferðir sínar. „Það voru einhverjir tugir sem fóru í sóttkví vegna þessara einstaklinga. Þetta er alltaf háð því hvað fólk man um ferðir sínar og hverja það umgekkst. Þetta virðist ekki tengjast skólum eins og mörg fyrri tilfelli. Við eigum eftir að fá upplýsingar úr raðgreiningu og þá skýrist væntanlega myndin eitthvað frekar,“ segir hann. Öll innanlandssmit síðustu vikur hafa verið af breska afbrigði kórónuveirunnar en fram hefur komið að hún er meira smitandi en önnur afbrigði hennar. Forðast ónauðsynlegar hópamyndanir Þórólfur segir að þróunin hafi verið þannig að fleiri komi í sýnatöku þegar samkomutakmarkanir eru hertar og fækki svo þegar létt sé á þeim. Hann brýnir enn og aftur fyrir fólki að fara í sýnatöku hafi það minnstu flensueinkenni. „Ég hef áhyggjur varðandi framhaldið. En allt er þetta háð því hvernig fólk hegðar sér. Ég bara vona sannarlega að þó að það hafi verið slakað á að fólk forðist allar ónauðsynlegar hópamyndanir. Ég vil hvetja fólk til að koma áfram í sýnatökur það er grundvallaratriði í baráttunni við þennan sjúkdóm,“ segir Þórólfur að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 16. apríl 2021 10:58 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að svo margir greindust utan sóttkvíar í gær. „Smitin eru öll á höfuðborgarsvæðinu og við getum ekki fundið tengsl við önnur tilfelli. Það segir okkur að veiran er þarna úti í samfélaginu, því miður. Því miður er fólk ennþá með einkenni einhverja daga út í samfélaginu áður en það fer í sýnatöku. Það er ekki gott og við erum alltaf að reyna að predika að fólk mæti sem fyrst í sýnatöku hafi það einkenni. Við getum því átt von á því að sjá fleiri tilfelli utan sóttkvíar næstu daga,“ segir Þórólfur. Virðist ekki tengjast skólum Hann segir að smitrakning sé nú í gangi en hún þurfi að reiða sig á hvað fólk man um ferðir sínar. „Það voru einhverjir tugir sem fóru í sóttkví vegna þessara einstaklinga. Þetta er alltaf háð því hvað fólk man um ferðir sínar og hverja það umgekkst. Þetta virðist ekki tengjast skólum eins og mörg fyrri tilfelli. Við eigum eftir að fá upplýsingar úr raðgreiningu og þá skýrist væntanlega myndin eitthvað frekar,“ segir hann. Öll innanlandssmit síðustu vikur hafa verið af breska afbrigði kórónuveirunnar en fram hefur komið að hún er meira smitandi en önnur afbrigði hennar. Forðast ónauðsynlegar hópamyndanir Þórólfur segir að þróunin hafi verið þannig að fleiri komi í sýnatöku þegar samkomutakmarkanir eru hertar og fækki svo þegar létt sé á þeim. Hann brýnir enn og aftur fyrir fólki að fara í sýnatöku hafi það minnstu flensueinkenni. „Ég hef áhyggjur varðandi framhaldið. En allt er þetta háð því hvernig fólk hegðar sér. Ég bara vona sannarlega að þó að það hafi verið slakað á að fólk forðist allar ónauðsynlegar hópamyndanir. Ég vil hvetja fólk til að koma áfram í sýnatökur það er grundvallaratriði í baráttunni við þennan sjúkdóm,“ segir Þórólfur að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 16. apríl 2021 10:58 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Fjórir greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 16. apríl 2021 10:58