Stefndi í metár hjá Hörpu en töpuðu í staðinn 200 milljónum Snorri Másson skrifar 16. apríl 2021 10:36 Þrátt fyrir faraldurinn voru haldnir 512 viðburðir í Hörpu árið 2020 samanborið við 1.303 árið 2019. Vísir/Vilhelm Tónlistarhúsið Harpa tapaði tæplega 200 milljónum á árinu, jafnvel þótt stefnt hafi í metár á sviði alþjóðlegs ráðstefnuhalds. Eins og gefur að skilja hurfu þær væntingar eins og dögg fyrir sólu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í febrúar á síðasta ári. Tekjur Hörpu lækkuðu um 56% milli ára, námu 537 milljónum króna á liðnu ári samanborið við tæpar 1.210 milljónir árið 2019. Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg settu 450 milljónir í reksturinn í upphafi árs í formi hefðbundins rekstrarframlags, en viðbótarframlag nam 278 milljónum. Í tilkynningu segir að gripið hafi verið til afgerandi aðgerða til að mæta stöðunni og að rekstrarkostnaður hafi verið lækkaður um tæp 30%, um 473 milljónir króna. „Þegar forsendur viðburðahalds og ferðaþjónustu gjörbreyttust til hins verra brast jafnframt rekstrargrundvöllur veitingastaða, verslana og annarra þjónustuaðila í húsinu sem nær allir hættu starfsemi í Hörpu á árinu. Unnið er að samningum við nýja aðila sem koma til með að hefja starfsemi í Hörpu á komandi mánuðum,“ segir í tilkynningu. Miðasöluvelta dróst saman um milljarð Þrátt fyrir faraldurinn voru haldnir 512 viðburðir í Hörpu samanborið við 1.303 árið 2019. Haldnir voru 330 listviðburðir, þ.e. tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Þá voru haldnar 141 ráðstefnur, fundir og veislur eða aðeins um þriðjungur samanborið við 411 slíka viðburði á fyrra ári. Eigin viðburðir Hörpu voru um 44 og samanstóðu m.a. af streymistónleikum úr Eldborg og fjölskylduviðburðum. Um 65 þúsund aðgöngumiðar voru afgreiddir gegnum miðasölu Hörpu samanborið við um 232 þúsund árið 2019. Heildarvelta miðasölu vegna viðburða nam um 301 milljón króna samanborið við 1.294 milljónir 2019. Í stjórn Hörpu eiga sæti Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir formaður, Árni Geir Pálsson, Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Guðni Tómasson. Forstjóri er Svanhildur Konráðsdóttir. Harpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Harpa auglýsir eftir rekstraraðilum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. 18. september 2020 22:03 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Tekjur Hörpu lækkuðu um 56% milli ára, námu 537 milljónum króna á liðnu ári samanborið við tæpar 1.210 milljónir árið 2019. Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg settu 450 milljónir í reksturinn í upphafi árs í formi hefðbundins rekstrarframlags, en viðbótarframlag nam 278 milljónum. Í tilkynningu segir að gripið hafi verið til afgerandi aðgerða til að mæta stöðunni og að rekstrarkostnaður hafi verið lækkaður um tæp 30%, um 473 milljónir króna. „Þegar forsendur viðburðahalds og ferðaþjónustu gjörbreyttust til hins verra brast jafnframt rekstrargrundvöllur veitingastaða, verslana og annarra þjónustuaðila í húsinu sem nær allir hættu starfsemi í Hörpu á árinu. Unnið er að samningum við nýja aðila sem koma til með að hefja starfsemi í Hörpu á komandi mánuðum,“ segir í tilkynningu. Miðasöluvelta dróst saman um milljarð Þrátt fyrir faraldurinn voru haldnir 512 viðburðir í Hörpu samanborið við 1.303 árið 2019. Haldnir voru 330 listviðburðir, þ.e. tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Þá voru haldnar 141 ráðstefnur, fundir og veislur eða aðeins um þriðjungur samanborið við 411 slíka viðburði á fyrra ári. Eigin viðburðir Hörpu voru um 44 og samanstóðu m.a. af streymistónleikum úr Eldborg og fjölskylduviðburðum. Um 65 þúsund aðgöngumiðar voru afgreiddir gegnum miðasölu Hörpu samanborið við um 232 þúsund árið 2019. Heildarvelta miðasölu vegna viðburða nam um 301 milljón króna samanborið við 1.294 milljónir 2019. Í stjórn Hörpu eiga sæti Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir formaður, Árni Geir Pálsson, Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Guðni Tómasson. Forstjóri er Svanhildur Konráðsdóttir.
Harpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Harpa auglýsir eftir rekstraraðilum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. 18. september 2020 22:03 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Harpa auglýsir eftir rekstraraðilum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. 18. september 2020 22:03