Þá fæddist hugmynd að skrifa handrit að bíómynd út frá trailernum. Tíu árum síðar hófust tökur á kvikmyndinni og er hún væntanleg í Sambíóin á þessu ári.
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir myndinni.
Handritshöfundar eru Hannes Þór Halldórsson, Nína Petersen og Sverrir Þór Sverrisson en á bakvið söguna standa Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór.
Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus framleiðir myndina og er Elli Cassata kvikmyndatökumaður.
Einvala lið leikara
Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson fara með hlutverk í kvikmyndinni ásamt glæsilegum hópi leikara. Má sjá glitta í heitustu söngvara landsins, hana Bríeti og Jón Jónsson.
Eins og sjá má í stiklunni hefur Rúrik Gíslason landað sínu fyrsta hlutverki í bíómynd en hann er að slá í gegn í Þýskalandi þessa dagana sem dansari.
Auðunn Blöndal er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur sem er í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins.
Töluverð eftirvænting er eftir myndinni en miðillinn Variety fjallaði meðal annars um verkefnið og Leynilöggan var til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð.
Hér má sjá stutta kitlu úr myndinni en stóra sýnishornið er svo væntanlegur á næstu vikum.