Barnalán - móðurást í breytilegu vaxtaumhverfi Arna Pálsdóttir skrifar 16. apríl 2021 10:00 Það er ekki svo langt síðan ég fattaði að barnalán þýðir í raun ekkert annað en barna-lán. Ég er að greiða af húsnæðisláni, námsláni og svo greiði ég líka af barnaláni, nánar tiltekið fjórum barnalánum. Ef þið spáið í því þá myndum við aldrei leyfa neinum að koma fram við okkur með sama hætti og börnin okkar gera. Þau hugsa eingöngu út frá sjálfum sér, gera kröfur og eru tilætlunarsöm því það er jú okkar eini og sanni tilgangur að annast þau, ekki satt? Ég átti stund fyrr í vetur þegar elsta dóttir mín kom fram úr herberginu sínu með fangið fullt af óhreinu leirtaui. Hún skellti því í eldhúsvaskinn án þess að svo mikið sem taka stöðuna á uppþvottavélinni. Á þessu sama augnabliki ákvað yngsta dóttir mín að njóta þess að vera bleyjulaus og kúka á stofugólfið. Það má því segja að þær hafi báðar drullað yfir mig á nákvæmlega sama augnablikinu. En aftur að barnalánum. Afborganir barnalána eru misþungar. Tiltekin aldur barna hefur ákveðin verðbólguáhrif. Ég á t.d. dóttur sem er 19 mánaða og dóttur sem er 14 ára. Þarna er greiðslubyrðin þyngst. Ef þær væru námslán væri afborgunin bara af þeim tveimur allavega 75% af útborguðum launum. Þær valda mér báðar svefnleysi, þó með ólíkum hætti. Önnur með öskrum og hin með áhyggjum. Svo á ég tvær aðrar dætur. Eina sem er 5 ára en ég vil beinlínis meina að ég sé í einhverskonar greiðsluskjóli gagnvart henni. Hún elskar mig út fyrir endimörk alheimsins, ég er best af öllum í hennar huga. Svo finnst henni skemmtilegast að vera úti að leika með vinkonum sínum eða að horfa á teiknimynd. Sú fjórða er 12 ára. Eftir nokkurra ára lágvaxtatímabil hefur mér verið tilkynnt að nú sé orðið tímabært að byrja að borga meira og vænti ég þess að afborganir hækki næstu árin. Núna er svolítið eins og ég sé eingöngu að greiða kostnað og áfallna vexti. Náttúran sér til þess að við elskum börnin okkar skilyrðislaust. Hún var ansi klók þar hún Móðir náttúra enda sér hún til þess að við greiðum okkar afborganir full þakklætis og full af gleði, þrátt fyrir breytilega vexti, verðbólgu og óvæntan kostnað. Svo kemur þessi tími dags þegar móðurástin er mest. Tíminn þegar allt er gleymt og fyrirgefið. Svefnlausar nætur, grænt hor og óhreint leirtau er ekki til í orðabókinni. Hjá mér er þessi tími oftast um kl. 21 á kvöldin – eða um það leyti þegar yngstu dætur mínar festa svefn. Á þeirri stundu man ég. Ég man af hverju ég er að greiða. Ég er að greiða af framtíðinni. Framtíðin er þeirra – og framtíðin er björt. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Neytendur Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er ekki svo langt síðan ég fattaði að barnalán þýðir í raun ekkert annað en barna-lán. Ég er að greiða af húsnæðisláni, námsláni og svo greiði ég líka af barnaláni, nánar tiltekið fjórum barnalánum. Ef þið spáið í því þá myndum við aldrei leyfa neinum að koma fram við okkur með sama hætti og börnin okkar gera. Þau hugsa eingöngu út frá sjálfum sér, gera kröfur og eru tilætlunarsöm því það er jú okkar eini og sanni tilgangur að annast þau, ekki satt? Ég átti stund fyrr í vetur þegar elsta dóttir mín kom fram úr herberginu sínu með fangið fullt af óhreinu leirtaui. Hún skellti því í eldhúsvaskinn án þess að svo mikið sem taka stöðuna á uppþvottavélinni. Á þessu sama augnabliki ákvað yngsta dóttir mín að njóta þess að vera bleyjulaus og kúka á stofugólfið. Það má því segja að þær hafi báðar drullað yfir mig á nákvæmlega sama augnablikinu. En aftur að barnalánum. Afborganir barnalána eru misþungar. Tiltekin aldur barna hefur ákveðin verðbólguáhrif. Ég á t.d. dóttur sem er 19 mánaða og dóttur sem er 14 ára. Þarna er greiðslubyrðin þyngst. Ef þær væru námslán væri afborgunin bara af þeim tveimur allavega 75% af útborguðum launum. Þær valda mér báðar svefnleysi, þó með ólíkum hætti. Önnur með öskrum og hin með áhyggjum. Svo á ég tvær aðrar dætur. Eina sem er 5 ára en ég vil beinlínis meina að ég sé í einhverskonar greiðsluskjóli gagnvart henni. Hún elskar mig út fyrir endimörk alheimsins, ég er best af öllum í hennar huga. Svo finnst henni skemmtilegast að vera úti að leika með vinkonum sínum eða að horfa á teiknimynd. Sú fjórða er 12 ára. Eftir nokkurra ára lágvaxtatímabil hefur mér verið tilkynnt að nú sé orðið tímabært að byrja að borga meira og vænti ég þess að afborganir hækki næstu árin. Núna er svolítið eins og ég sé eingöngu að greiða kostnað og áfallna vexti. Náttúran sér til þess að við elskum börnin okkar skilyrðislaust. Hún var ansi klók þar hún Móðir náttúra enda sér hún til þess að við greiðum okkar afborganir full þakklætis og full af gleði, þrátt fyrir breytilega vexti, verðbólgu og óvæntan kostnað. Svo kemur þessi tími dags þegar móðurástin er mest. Tíminn þegar allt er gleymt og fyrirgefið. Svefnlausar nætur, grænt hor og óhreint leirtau er ekki til í orðabókinni. Hjá mér er þessi tími oftast um kl. 21 á kvöldin – eða um það leyti þegar yngstu dætur mínar festa svefn. Á þeirri stundu man ég. Ég man af hverju ég er að greiða. Ég er að greiða af framtíðinni. Framtíðin er þeirra – og framtíðin er björt. Höfundur er lögfræðingur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun