Veirutímar og hlutverk laga Helgi Áss Grétarsson skrifar 16. apríl 2021 07:30 „Sóttvarnarlög og stjórnarskrá“ var yfirskrift fjarfundar sem haldinn var 15. apríl sl. á vegum Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands. Fundur þessi heppnaðist vel, m.a. vegna málefnalegs framlags frummælenda og fyrirspyrjenda. Ein pæling sneri að hlutverki lögfræðinnar á þessum skrítnu veirutímum. Fáein grundvallaratriði Það var ánægjulegt að á fyrrnefndum fundi gagnrýndi enginn, sem til máls tók, nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að tilteknir þættir í starfsemi sóttvarnarhúss hafi skort lagastoð. Það er vel vegna þess að niðurstaða héraðsdóms gat ekki verið önnur ef ætlunin er að hér gildi lögmætisregla sem takmarkar valdheimildir stjórnvalda á hverjum tíma. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu héraðsdóms vefengir enginn að bæði löggjafinn og stjórnvöld hafa umtalsvert svigrúm til að setja lög og framfylgja þeim í því skyni að ná tilteknum markmiðum í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Þetta þýðir að það er á ábyrgð þingsins að setja lög sem heimila sóttvarnaryfirvöldum að taka fullnægjandi ákvarðanir til að vernda líf og heilbrigði manna. Þegar lög og stjórnsýslufyrirmæli eru sett á sviði sóttvarna, sem og þegar þeim er hrint í framkvæmd, ber að gæta að hagsmunum sem njóta verndar stjórnarskrárinnar, svo sem athafnafrelsi einstaklingsins, aðgangi barna að fullnægjandi menntun og að landsmenn geti notið viðunandi heilbrigðisþjónustu. Aðalatriðið er að lög séu nægjanlega skýr og að ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda séu rökstuddar með hliðsjón af þeim markmiðum sem þeim er ætlað að ná. Skortur á slíkum rökstuðningi gerir það líklegra að sóttvarnarráðstafanir samrýmist ekki grundvallarreglum á borð við meðalhófsreglunni. Framkvæmd sóttvarnarráðstafana frá degi til dags þarf einnig að vera í lagi, t.d. að ferðamenn sem hingað koma fái viðunandi upplýsingar um stöðu sína sé þeim gert skylt að sæta sóttkví í húsnæði á vegum yfirvalda. Í faraldrinum geta börn einnig notið réttinda umfram aðra, m.a. þegar þeim ber að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Samspil laga og stjórnmála Hér á landi virðist sem að sóttvarnaryfirvöldum hafi tekist tiltölulega vel upp í baráttunni við Covid-19 faraldurinn í samanburði við mörg önnur ríki. Slík útkoma kemur hvorki af sjálfu sér né er tryggt að svo verði áfram, t.d. er augljóst að þreytu gætir um allt samfélagið vegna faraldursins. Við þær aðstæður er æskilegt að stjórnmálamenn geti staðið saman um að eyða orkunni í að finna skynsamleg úrræði til að lágmarka skaðann sem af Covid-19 faraldrinum leiðir, en ekki gera viðbrögð við honum að flokkspólítísku bitbeini. Auðvitað er það svo að öll úrræði koma til álita við að ráða niðurlögum árans sem þessi veira er. Aðkoma sérfræðinga í lögum hefur þó þýðingu þar eð álit þeirra skiptir máli við að afmarka hvað sé hægt að gera innan ramma stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Eftir því sem líður á faraldurinn munu lagaleg álitamál verða fleiri og varða stærri spurningar, t.d. hver er réttarstaða þess sem telur að orsakasamband sé á milli heilsutjóns síns og þess að hafa þegið bólusetningu við Covid-19? Hlutverk þeirra sem veita leiðsögn um lög mun því síst minnka á næstu misserum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
„Sóttvarnarlög og stjórnarskrá“ var yfirskrift fjarfundar sem haldinn var 15. apríl sl. á vegum Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands. Fundur þessi heppnaðist vel, m.a. vegna málefnalegs framlags frummælenda og fyrirspyrjenda. Ein pæling sneri að hlutverki lögfræðinnar á þessum skrítnu veirutímum. Fáein grundvallaratriði Það var ánægjulegt að á fyrrnefndum fundi gagnrýndi enginn, sem til máls tók, nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að tilteknir þættir í starfsemi sóttvarnarhúss hafi skort lagastoð. Það er vel vegna þess að niðurstaða héraðsdóms gat ekki verið önnur ef ætlunin er að hér gildi lögmætisregla sem takmarkar valdheimildir stjórnvalda á hverjum tíma. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu héraðsdóms vefengir enginn að bæði löggjafinn og stjórnvöld hafa umtalsvert svigrúm til að setja lög og framfylgja þeim í því skyni að ná tilteknum markmiðum í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Þetta þýðir að það er á ábyrgð þingsins að setja lög sem heimila sóttvarnaryfirvöldum að taka fullnægjandi ákvarðanir til að vernda líf og heilbrigði manna. Þegar lög og stjórnsýslufyrirmæli eru sett á sviði sóttvarna, sem og þegar þeim er hrint í framkvæmd, ber að gæta að hagsmunum sem njóta verndar stjórnarskrárinnar, svo sem athafnafrelsi einstaklingsins, aðgangi barna að fullnægjandi menntun og að landsmenn geti notið viðunandi heilbrigðisþjónustu. Aðalatriðið er að lög séu nægjanlega skýr og að ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda séu rökstuddar með hliðsjón af þeim markmiðum sem þeim er ætlað að ná. Skortur á slíkum rökstuðningi gerir það líklegra að sóttvarnarráðstafanir samrýmist ekki grundvallarreglum á borð við meðalhófsreglunni. Framkvæmd sóttvarnarráðstafana frá degi til dags þarf einnig að vera í lagi, t.d. að ferðamenn sem hingað koma fái viðunandi upplýsingar um stöðu sína sé þeim gert skylt að sæta sóttkví í húsnæði á vegum yfirvalda. Í faraldrinum geta börn einnig notið réttinda umfram aðra, m.a. þegar þeim ber að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Samspil laga og stjórnmála Hér á landi virðist sem að sóttvarnaryfirvöldum hafi tekist tiltölulega vel upp í baráttunni við Covid-19 faraldurinn í samanburði við mörg önnur ríki. Slík útkoma kemur hvorki af sjálfu sér né er tryggt að svo verði áfram, t.d. er augljóst að þreytu gætir um allt samfélagið vegna faraldursins. Við þær aðstæður er æskilegt að stjórnmálamenn geti staðið saman um að eyða orkunni í að finna skynsamleg úrræði til að lágmarka skaðann sem af Covid-19 faraldrinum leiðir, en ekki gera viðbrögð við honum að flokkspólítísku bitbeini. Auðvitað er það svo að öll úrræði koma til álita við að ráða niðurlögum árans sem þessi veira er. Aðkoma sérfræðinga í lögum hefur þó þýðingu þar eð álit þeirra skiptir máli við að afmarka hvað sé hægt að gera innan ramma stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Eftir því sem líður á faraldurinn munu lagaleg álitamál verða fleiri og varða stærri spurningar, t.d. hver er réttarstaða þess sem telur að orsakasamband sé á milli heilsutjóns síns og þess að hafa þegið bólusetningu við Covid-19? Hlutverk þeirra sem veita leiðsögn um lög mun því síst minnka á næstu misserum. Höfundur er lögfræðingur.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun