Fengu tíu milljóna styrk eftir að samstarfi við Íslandsspil var slitið Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2021 19:13 Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, segir ákvörðun um að slíta samstarfi við Íslandsspil vera gæfuspor. sAMSETT Formaður SÁÁ segir ákvörðun samtakanna um að slíta formlega samstarfi við Íslandsspil sýna samtökin meti mannúð fram yfir peninga. Hann telur það mikið gæfuspor fyrir samtökin, sem geti nú loks tekið þátt í umræðu um spilafíkn út frá skjólstæðingum sínum. Í kjölfar ákvörðunarinnar veitti einstaklingur samtökunum tíu milljóna styrk til að koma til móts við fyrirsjáanlegan tekjumissi. „Eftir útgöngu okkar hafa umræður farið af stað um siðferði góðgerðasamtaka vegna reksturs á spilakössum svo og almenn umræða um spilafíkn. Það er mikill munur fyrir okkur hjá SÁÁ að geta nú tekið þátt í þeirri umræðu eingöngu út frá skjólstæðingum með spilafíkn og aðstoða þá við að ná bata,“ skrifar Einar Hermannsson í pistli á síðu SÁÁ. Hann segir finna fyrir gríðarlegri ánægju, bæði í samfélaginu og innan samtakanna, með þá ákvörðun að slíta samstarfinu. Einn einstaklingur, sem kaus að halda nafnleynd, ákvað að styrkja samtökin um tíu milljónir í kjölfar ákvörðunarinnar og vildi þannig heiðra minningu eiginkonu sinnar. Hann sé fullur þakklætis fyrir starf SÁÁ. Brot úr bréfi mannsins var birt með pistlinum á síðu SÁÁ þar sem honum er þakkað fyrir hans framlag: „Starf SÁÁ hefur lengst af verið fjármagnað með sjálfsaflafé og stuðningi félagsmanna, almennings og áhugamanna um áfengis- og vímuefnavanda. Þar sem spilafíkn er ein tegund fíknar hefur SÁÁ nú tekið þá samfélagslegu og siðferðislegu ákvörðun að taka ekki lengur við fjármunum sem fengnir eru með hagnaði af spilakössum. Af því leiðir tekjumissir fyrir samtökin, tekjumissir sem ég vil koma til móts við með því að heiðra minningu konunnar minnar og eigin edrúmennsku í rúm fjörutíu ár.“ Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Lokum spilakössunum! Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum. 25. febrúar 2021 10:31 Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29 „Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar. 5. febrúar 2021 15:34 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
„Eftir útgöngu okkar hafa umræður farið af stað um siðferði góðgerðasamtaka vegna reksturs á spilakössum svo og almenn umræða um spilafíkn. Það er mikill munur fyrir okkur hjá SÁÁ að geta nú tekið þátt í þeirri umræðu eingöngu út frá skjólstæðingum með spilafíkn og aðstoða þá við að ná bata,“ skrifar Einar Hermannsson í pistli á síðu SÁÁ. Hann segir finna fyrir gríðarlegri ánægju, bæði í samfélaginu og innan samtakanna, með þá ákvörðun að slíta samstarfinu. Einn einstaklingur, sem kaus að halda nafnleynd, ákvað að styrkja samtökin um tíu milljónir í kjölfar ákvörðunarinnar og vildi þannig heiðra minningu eiginkonu sinnar. Hann sé fullur þakklætis fyrir starf SÁÁ. Brot úr bréfi mannsins var birt með pistlinum á síðu SÁÁ þar sem honum er þakkað fyrir hans framlag: „Starf SÁÁ hefur lengst af verið fjármagnað með sjálfsaflafé og stuðningi félagsmanna, almennings og áhugamanna um áfengis- og vímuefnavanda. Þar sem spilafíkn er ein tegund fíknar hefur SÁÁ nú tekið þá samfélagslegu og siðferðislegu ákvörðun að taka ekki lengur við fjármunum sem fengnir eru með hagnaði af spilakössum. Af því leiðir tekjumissir fyrir samtökin, tekjumissir sem ég vil koma til móts við með því að heiðra minningu konunnar minnar og eigin edrúmennsku í rúm fjörutíu ár.“
Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Lokum spilakössunum! Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum. 25. febrúar 2021 10:31 Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29 „Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar. 5. febrúar 2021 15:34 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Lokum spilakössunum! Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum. 25. febrúar 2021 10:31
Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29
„Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar. 5. febrúar 2021 15:34