Sífellt fleiri leita til heilsugæslunnar vegna langvinnra eftirkasta af Covid-19 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2021 18:31 Á fjórða hundrað manns hafa leitað til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi eftirkasta af Covid-19 frá upphafi faraldursins. Fólk kvartar aðallega yfir mikilli þreytu, úthaldsleysi og heilsukvíða. Verið er að rannsaka hversu margir fá við langvinn eftirköst af Covid en þó eru komnar fram tilgátur. „Þeir sem voru á gjörgæslu eru alltaf lengi að jafna sig og svo þeir sem fá blóðtappa sem eru einnig í sama hópi en og svo eru það þeir sem veiktust lítið en eru þrjá mánuði eða lengur að jafna sig og sá hópur er um 10-20% af þeim sem veikjast af Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna KórónuveirunnarFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Á síðasta ári leituðu um tvöhundruð og þrjátíu manns til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi einkenna. Í febrúar á þessu ári voru sjúklingarnir þegar orðnir um 130. „Það eru fleiri að fá greininguna núna en á síðasta ári.Við verðum mest vör við orkuleysi, þreytu og erfiðleika að ná aftur krafti . Þá er heilsukvíði og andleg áhrif greinilega til staðar,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ung kona sem fréttastofa ræddi við í gær gagnrýndi að fátt hefði verið um svör þegar hún leitaði til heilsugæslunnar vegna slíkra einkenna. Óskar segir að ákveðið ferli sé til staðar þegar fólk leitar til heilsugæslunnar. „Fólki er ávísað svokölluðum hreyfiseðlum en hreyfing er mikilvæg eftir að fólk fer að byrja að ná bata. Við aðstoðum fólk við að fara í sjúkraþjálfun og svo eru það sálfræðiviðtöl eða viðtöl við okkar lækna og hjúkrunarfræðinga sem fólk fær,“ segir Óskar. Þeim verst settu sé beint á meðferðarstofnanir eins og Reykjarlund, Heilsustofnun í Hveragerði og Kristnes en hátt í tvöhundruð manns eru í eða bíða meðferðar. Óskað hefur verið eftir að komi aftur hertra samkomutakmarkana og líkamsrækt loki að þá verði eitthvað úrræði opið fyrir fólk sem er að ná sér af Covid. Sóttvarnarlæknir fékk slíkt erindi í vikunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Það er bara alls ekkert útilokað að það yrði útfært með einhverju móti. En ég vona að það komi ekki til þess og að við getum bara haldið áfram með þær opnanir sem tóku gildi í dag,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Heilsugæsla Tengdar fréttir Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15. apríl 2021 12:01 „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Verið er að rannsaka hversu margir fá við langvinn eftirköst af Covid en þó eru komnar fram tilgátur. „Þeir sem voru á gjörgæslu eru alltaf lengi að jafna sig og svo þeir sem fá blóðtappa sem eru einnig í sama hópi en og svo eru það þeir sem veiktust lítið en eru þrjá mánuði eða lengur að jafna sig og sá hópur er um 10-20% af þeim sem veikjast af Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna KórónuveirunnarFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Á síðasta ári leituðu um tvöhundruð og þrjátíu manns til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi einkenna. Í febrúar á þessu ári voru sjúklingarnir þegar orðnir um 130. „Það eru fleiri að fá greininguna núna en á síðasta ári.Við verðum mest vör við orkuleysi, þreytu og erfiðleika að ná aftur krafti . Þá er heilsukvíði og andleg áhrif greinilega til staðar,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ung kona sem fréttastofa ræddi við í gær gagnrýndi að fátt hefði verið um svör þegar hún leitaði til heilsugæslunnar vegna slíkra einkenna. Óskar segir að ákveðið ferli sé til staðar þegar fólk leitar til heilsugæslunnar. „Fólki er ávísað svokölluðum hreyfiseðlum en hreyfing er mikilvæg eftir að fólk fer að byrja að ná bata. Við aðstoðum fólk við að fara í sjúkraþjálfun og svo eru það sálfræðiviðtöl eða viðtöl við okkar lækna og hjúkrunarfræðinga sem fólk fær,“ segir Óskar. Þeim verst settu sé beint á meðferðarstofnanir eins og Reykjarlund, Heilsustofnun í Hveragerði og Kristnes en hátt í tvöhundruð manns eru í eða bíða meðferðar. Óskað hefur verið eftir að komi aftur hertra samkomutakmarkana og líkamsrækt loki að þá verði eitthvað úrræði opið fyrir fólk sem er að ná sér af Covid. Sóttvarnarlæknir fékk slíkt erindi í vikunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Það er bara alls ekkert útilokað að það yrði útfært með einhverju móti. En ég vona að það komi ekki til þess og að við getum bara haldið áfram með þær opnanir sem tóku gildi í dag,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Heilsugæsla Tengdar fréttir Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15. apríl 2021 12:01 „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15. apríl 2021 12:01
„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54