„Það verður lokað í dag. Það er hundleiðinlegt veður hérna í Grindavík og upp á Fagradalsfjalli; úrhellisrigning og vindur þannig að það bara ekkert vit í að fara gangandi, hvað þá á ökutækjum fyrir viðbragðsaðila þarna upp eftir.“
Stendur til að grípa til einhverra aðgerða til að passa að fólk fari sér ekki að voða og mæti þrátt fyrir tilmæli?
„Já, við verðum með okkar viðbúnað eins og í gær. Sami mannskapur verður niðri á bílastæðum sem áður hafði verið upp á fjalli og passar upp á að fólk fari ekki af stað. Það hefur svo sem ekki reynt á það – það er engin aðsókn eins og er, enda veðrið eins og ég lýsti áðan.“
Lítið sem ekkert skyggni sé við gosstöðvarnar. Göngutúr að gosstöðvunum þarf því að bíða betri tíma. Veðurútlitið fyrir morgundaginn er heldur ekki gott en þó ögn skárra en í dag. Viðbragðsaðilar munu í dag kanna aðstæður við Fagradalsfjall.
„Við erum með björgunarsveitarbíl sem er í könnunarleiðangri uppi við gosstöðvarnar. Við erum hræddir við hraunflæði á tveimur stöðum sem ógnar jafnvel gönguleiðum þannig að við þurfum að fylgjast vel með því.“