„Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2021 08:54 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, ræddi bóluefni og afskaplega sjaldgæfar aukaverkanir þeirra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Sigurjón „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ Þetta sagði Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, um bóluefni Janssen frá Johnson & Johnson í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa tímabundið stöðvað notkun bóluefnisins á meðan verið er að rannsaka möguleg tengsl blóðtappa og bóluefnis Janssen, og þá hefur Johnson & Johnson sömuleiðis tilkynnt að dreifing bóluefnisins í Evrópu muni frestast. Fáránlega litlar líkur Magnús segir að aðalatriðið í þessu sé að þessi aukaverkun virðist vera afskaplega sjaldgæf. „Tíðnin sem þarna er verið að tala um hjá Johnson & Johnson er um einn á móti milljón. Það er svo rosalega fágæt aukaverkun að meira að segja þessar stóru rannsóknir þar sem lyfjaeftirlitið, bæði Bandaríkjanna og Evrópu, veitti heimild fyrir notkun. Þau gögn töldu rúmlega 40 þúsund manns. Svona hlutir koma því ekki fram í þessum hefðbundnu „fasa 3 rannsóknum“.“ Hann segir að ekki hafi tekist að skilgreina þann hóp sem hefur fengið þessa aukaverkun fyrirfram. „Við gætum ekki spáð fyrir því fyrirfram hverjir gætu fengið þessa afskaplega sjaldgæfu aukaverkun eins og þessa. Þetta verður alltaf ákveðið hagsmunamat sem þarf að vegast á. Einn á móti milljón, þetta eru náttúrulega fáránlega litlar líkur. Maður verður að segja alveg eins og er. Ef við reiknum út dauðsföllin sem hafa orðið hér á Íslandi af völdum Covid… Hér hafa 29 sjúklingar látist vegna sýkingarinnar af rúmlega sex þúsund manns [sem hafa fengið veiruna]. Það þýðir það að ef við hefðum milljón smit á Íslandi, þá værum við að tala um fimm þúsund dauðsföll. Til að setja hlutina í samhengi… Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ Að neðan má hlusta á viðtalið við Magnús í heild sinni. Ekki eins og þessir „algengu blóðtappar“ Magnús segir að þessi aukaverkun sem mikið hefur verið fjallað um í tengslum við genaferjubóluefni [eins og AstraZeneca og Janssen], snúist um ákveðna undirtegund eða afbrigði af storkuvandamáli sem sé afskaplega sjaldgæft. „Við erum ekki að tala hér um þessa algengu blóðtappa sem þeir eru að greina í mörg hundruð Íslendingum árlega, sem koma fyrir í fótum og geta síðan losnað og rekið til lungna eða annarra líffæra. Það eru þessir „algengu blóðtappar“, en málið hér snýst um afskaplega sjalfgæft afbrigði þar sem saman fer bæði blóðtappamyndun og alvarleg blóðflögufæð og veruleg storkutruflun. Það verður mikil notkun á storkuþáttum líkamans, þannig að storkukerfið fer úr böndunum, raskast, og dreifingin á blóðtöppunum er líka svolítið önnur en almennt sést þannig að fólk er að fá tappa í önnur líffæri og það er það sem veldur því að menn hafa tekið þessa ákvörðun að skoða þessi tengsl betur.“ Eru þessir blóðtappar hættulegri, en hinir, þessi algengari? „Já, það virðist vera. Þetta er náttúrulega miklu, miklu sjaldgæfara fyrirbæri. Eins og oft er þegar menn eru að átta sig á og greina svona sjúkdóma, þá eru kannski viðbrögðin einmitt þau sömu og þegar við greinum hefðbundna blóðtappa, það er að setja fólk á svokölluð Heparin-lyf, það er lyf sem eru notuð almennt séð við blóðþynningu, í fyrsta fasa blóðþynningar. Þau gera í rauninni ástandið verra hjá þeim sem eru með þetta afbrigði af storkuvandamálinu. Þannig að það skiptir miklu máli að greina þetta snemma og bregðast við á annan hátt heldur en almennt er gert,“ segir Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Þetta sagði Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, um bóluefni Janssen frá Johnson & Johnson í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa tímabundið stöðvað notkun bóluefnisins á meðan verið er að rannsaka möguleg tengsl blóðtappa og bóluefnis Janssen, og þá hefur Johnson & Johnson sömuleiðis tilkynnt að dreifing bóluefnisins í Evrópu muni frestast. Fáránlega litlar líkur Magnús segir að aðalatriðið í þessu sé að þessi aukaverkun virðist vera afskaplega sjaldgæf. „Tíðnin sem þarna er verið að tala um hjá Johnson & Johnson er um einn á móti milljón. Það er svo rosalega fágæt aukaverkun að meira að segja þessar stóru rannsóknir þar sem lyfjaeftirlitið, bæði Bandaríkjanna og Evrópu, veitti heimild fyrir notkun. Þau gögn töldu rúmlega 40 þúsund manns. Svona hlutir koma því ekki fram í þessum hefðbundnu „fasa 3 rannsóknum“.“ Hann segir að ekki hafi tekist að skilgreina þann hóp sem hefur fengið þessa aukaverkun fyrirfram. „Við gætum ekki spáð fyrir því fyrirfram hverjir gætu fengið þessa afskaplega sjaldgæfu aukaverkun eins og þessa. Þetta verður alltaf ákveðið hagsmunamat sem þarf að vegast á. Einn á móti milljón, þetta eru náttúrulega fáránlega litlar líkur. Maður verður að segja alveg eins og er. Ef við reiknum út dauðsföllin sem hafa orðið hér á Íslandi af völdum Covid… Hér hafa 29 sjúklingar látist vegna sýkingarinnar af rúmlega sex þúsund manns [sem hafa fengið veiruna]. Það þýðir það að ef við hefðum milljón smit á Íslandi, þá værum við að tala um fimm þúsund dauðsföll. Til að setja hlutina í samhengi… Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ Að neðan má hlusta á viðtalið við Magnús í heild sinni. Ekki eins og þessir „algengu blóðtappar“ Magnús segir að þessi aukaverkun sem mikið hefur verið fjallað um í tengslum við genaferjubóluefni [eins og AstraZeneca og Janssen], snúist um ákveðna undirtegund eða afbrigði af storkuvandamáli sem sé afskaplega sjaldgæft. „Við erum ekki að tala hér um þessa algengu blóðtappa sem þeir eru að greina í mörg hundruð Íslendingum árlega, sem koma fyrir í fótum og geta síðan losnað og rekið til lungna eða annarra líffæra. Það eru þessir „algengu blóðtappar“, en málið hér snýst um afskaplega sjalfgæft afbrigði þar sem saman fer bæði blóðtappamyndun og alvarleg blóðflögufæð og veruleg storkutruflun. Það verður mikil notkun á storkuþáttum líkamans, þannig að storkukerfið fer úr böndunum, raskast, og dreifingin á blóðtöppunum er líka svolítið önnur en almennt sést þannig að fólk er að fá tappa í önnur líffæri og það er það sem veldur því að menn hafa tekið þessa ákvörðun að skoða þessi tengsl betur.“ Eru þessir blóðtappar hættulegri, en hinir, þessi algengari? „Já, það virðist vera. Þetta er náttúrulega miklu, miklu sjaldgæfara fyrirbæri. Eins og oft er þegar menn eru að átta sig á og greina svona sjúkdóma, þá eru kannski viðbrögðin einmitt þau sömu og þegar við greinum hefðbundna blóðtappa, það er að setja fólk á svokölluð Heparin-lyf, það er lyf sem eru notuð almennt séð við blóðþynningu, í fyrsta fasa blóðþynningar. Þau gera í rauninni ástandið verra hjá þeim sem eru með þetta afbrigði af storkuvandamálinu. Þannig að það skiptir miklu máli að greina þetta snemma og bregðast við á annan hátt heldur en almennt er gert,“ segir Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28
Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13