Byrjað að rífa hlaðinn vegg á Austurvelli Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 16:15 Byrjað var í morgun að rífa niður hlaðinn vegg og beð norðan megin á Austurvelli. Veggurinn nær allt frá veitingastaðnum Duck and Rose þar sem áður var Kaffi París austan megin að American Bar vestan megin á torginu. Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg segir vegginn og beðin rifin í fullu samráði við veitingahúsaeigendur við þennan hluta Austurvallar. Vilji sé til þess að opna meira á milli veitingastaðanna og Austurvallar en engar opnanir eða bil séu í veggnum. Niðurrifinu eigi að ljúka á nokkrum dögum og frágangi lokið fyrir 1. maí. Í dag þarf fólk annað hvort að ganga vestur eða austur fyrir vegginn frá Austurvelli til að komast til og frá veitingastöðum norðan meginn á Austurvelli. Veggurinn verður horfinn fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Verið er að leggja lokahönd á endanlegt útlit þess svæðis sem losnar þegar veggurinn er farinn. En Þórólfur segir stefnt að því að hafa þar bekki og smærri blómapotta eða beð. Það verði því allt klárt í sumar þegar borgarbúar fara að fylkjast í bæinn með hækkandi sól og minni sóttvarnatakmörkunum. Eins og sjá má er nú þegar búið að fjarlægja steinanna á suðurhlið veggjarins.Vísir/Egill Hafsteinn Viktorsson deildarstjóri hjá hverfastöð Reykjavíkurborgar sem stýrir niðurrifinu og uppbyggingunni að því loknu segir að upphaflega hafi staðið til að setja opnanir í vegginn. En þegar farið var að skoða vegginn nánar hafi komið í ljós að hann væri víða að hruni kominn. Því hafi verið ákveðið að ganga hreint til verks. Stefnt sé að því að ljúka niðurrifinu á þremur dögum. Hleðslusteinarnir verði notaðir í önnur verkefni síðar. Austurvöllur verður heldur betur breyttur þegar veggurinn verður horfinn.Vísir/Egill Tilslakanir innanlands taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl og gilda í þrjár vikur. Þá mega krár aftur opna dyr sínar með takmörkunum þó. Þær mega vera opnar til klukkan 22 með 20 manna hámarki í rými. Vínveitingar má aðeins bera fram til sitjandi gesta. Gestir verða að mæta fyrir klukkan 21 og allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Gæta þarf að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við komið. Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg segir vegginn og beðin rifin í fullu samráði við veitingahúsaeigendur við þennan hluta Austurvallar. Vilji sé til þess að opna meira á milli veitingastaðanna og Austurvallar en engar opnanir eða bil séu í veggnum. Niðurrifinu eigi að ljúka á nokkrum dögum og frágangi lokið fyrir 1. maí. Í dag þarf fólk annað hvort að ganga vestur eða austur fyrir vegginn frá Austurvelli til að komast til og frá veitingastöðum norðan meginn á Austurvelli. Veggurinn verður horfinn fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Verið er að leggja lokahönd á endanlegt útlit þess svæðis sem losnar þegar veggurinn er farinn. En Þórólfur segir stefnt að því að hafa þar bekki og smærri blómapotta eða beð. Það verði því allt klárt í sumar þegar borgarbúar fara að fylkjast í bæinn með hækkandi sól og minni sóttvarnatakmörkunum. Eins og sjá má er nú þegar búið að fjarlægja steinanna á suðurhlið veggjarins.Vísir/Egill Hafsteinn Viktorsson deildarstjóri hjá hverfastöð Reykjavíkurborgar sem stýrir niðurrifinu og uppbyggingunni að því loknu segir að upphaflega hafi staðið til að setja opnanir í vegginn. En þegar farið var að skoða vegginn nánar hafi komið í ljós að hann væri víða að hruni kominn. Því hafi verið ákveðið að ganga hreint til verks. Stefnt sé að því að ljúka niðurrifinu á þremur dögum. Hleðslusteinarnir verði notaðir í önnur verkefni síðar. Austurvöllur verður heldur betur breyttur þegar veggurinn verður horfinn.Vísir/Egill Tilslakanir innanlands taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl og gilda í þrjár vikur. Þá mega krár aftur opna dyr sínar með takmörkunum þó. Þær mega vera opnar til klukkan 22 með 20 manna hámarki í rými. Vínveitingar má aðeins bera fram til sitjandi gesta. Gestir verða að mæta fyrir klukkan 21 og allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Gæta þarf að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við komið.
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent