Svikahrappurinn Bernie Madoff er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 13:57 Bernie Madoff eftir að hann viðurkenndi brot sín árið 2009. AP/David Karp Hinn víðfrægi svikahrappur Bernie Madoff er dáinn. Hann dó fangelsi í Norður-Karólínu, þar sem hann var að afplána 150 ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikil fjársvik. AP fréttaveitan segir að Madoff, sem var 82 ára gamall, hafa dáið af eðlilegum orsökum. Í fyrra reyndu lögmenn hans að fá hann leystan úr fangelsi á þeim grundvelli að hann væri að glíma við alvarleg veikindi og ætti ekki langt eftir ólífað. Þeirri beiðni var hafnað. Stal 7,6 billjónum króna Madoff var dæmdur í fangelsi fyrir að svíkja um 65 milljarða dala af skjólstæðingum sínum. Það samsvarar rúmlega 7,6 billjónum króna (7.600.000.000.000) miðað við gengið í dag en það gerði hann yfir langt tímabil þar sem hann var ítrekað hylltur sem fjármálasnillingur. Í fjármálahruninu árið 2008 kom þó í ljós að viðskiptaveldi hans var byggt á sandi og reikningar skjólstæðinga hans, sem höfðu fjárfest hjá honum, tómar. Svik hans knésettu fjölda fólks og heilu góðgerðasamtökin. Málið reyndist eitt stærsta fjársvikamál sögunnar. Madoff var svo hataður að hann þurfti að vera í skotheldu vesti í réttarsal. Fékk hámarksrefsingu Hann viðurkenndi brot sín svo árið 2009 og var eins og áður segir dæmdur til allt að 150 ára fangelsisvistar, sem var hámarksrefsingin miðað við brot Madoff. Hann skilur eftir sig eiginkonu en báðir synir hans eru einnig látnir. Annar þeirra dó 48 ára gamall úr krabbameini árið 2014 en hinn framdi sjálfsvíg árið 2010. Hann var 46 ára. Hér má sjá samantekt á fréttaflutningi CNBC frá 2008 um Madoff. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS þegar Madoff var dæmdur. Bandaríkin Hrunið Andlát Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
AP fréttaveitan segir að Madoff, sem var 82 ára gamall, hafa dáið af eðlilegum orsökum. Í fyrra reyndu lögmenn hans að fá hann leystan úr fangelsi á þeim grundvelli að hann væri að glíma við alvarleg veikindi og ætti ekki langt eftir ólífað. Þeirri beiðni var hafnað. Stal 7,6 billjónum króna Madoff var dæmdur í fangelsi fyrir að svíkja um 65 milljarða dala af skjólstæðingum sínum. Það samsvarar rúmlega 7,6 billjónum króna (7.600.000.000.000) miðað við gengið í dag en það gerði hann yfir langt tímabil þar sem hann var ítrekað hylltur sem fjármálasnillingur. Í fjármálahruninu árið 2008 kom þó í ljós að viðskiptaveldi hans var byggt á sandi og reikningar skjólstæðinga hans, sem höfðu fjárfest hjá honum, tómar. Svik hans knésettu fjölda fólks og heilu góðgerðasamtökin. Málið reyndist eitt stærsta fjársvikamál sögunnar. Madoff var svo hataður að hann þurfti að vera í skotheldu vesti í réttarsal. Fékk hámarksrefsingu Hann viðurkenndi brot sín svo árið 2009 og var eins og áður segir dæmdur til allt að 150 ára fangelsisvistar, sem var hámarksrefsingin miðað við brot Madoff. Hann skilur eftir sig eiginkonu en báðir synir hans eru einnig látnir. Annar þeirra dó 48 ára gamall úr krabbameini árið 2014 en hinn framdi sjálfsvíg árið 2010. Hann var 46 ára. Hér má sjá samantekt á fréttaflutningi CNBC frá 2008 um Madoff. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS þegar Madoff var dæmdur.
Bandaríkin Hrunið Andlát Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira