Fjármálaráðherra segir ASÍ stoppa það af að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað! Vilhjálmur Birgisson skrifar 14. apríl 2021 12:30 Ég hlustaði vel og rækilega á umræður á Alþingi í gær þar sem breytingar á lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóði voru til umræðu. Það kom margt afar forvitnilegt fram í máli fjármálaráðherra sem talaði fyrir frumvarpinu. En í einu af andsvörum sagði Bjarni Benediksson fjármálaráðherra að hann persónulega væri sammála því að launafólk hefði val um að setja 3,5% af 15,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað. Hann sagði hátt og skýrt að hann hefði ekkert á móti því. Það kom einnig fram í andsvari hjá fjármálaráðherra að í fyrstu hafi það einnig verið hugmyndir Samtaka atvinnulífsins að launafólk hefði frjálst val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað. Síðan sagði fjármálaráðherra með miklum þunga að það væri Alþýðusamband Íslands sem vildi það alls ekki og sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að launafólk fái ekki þetta val. Að hugsa sér að þegar iðgjaldið var hækkað um 3,5% árið 2016 vildu Samtök atvinnulífsins að launafólk hefði val um að setja þessa viðbót iðgjaldsins í frjálsan viðbótarsparnað. Rétt hjá fjármálaráðherra En það er Alþýðusamband Íslands sem hefur komið í veg fyrir að launafólk hafi þetta val og ég veit að þetta er rétt hjá fjármálaráðherra þegar hann segir að ASÍ sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að þetta fari helst allt í samtrygginguna eða með takmörkunum í einhverja tilgreinda séreign. Af hverju segi ég það? Jú, vegna þess að þegar ég var fyrsti varaforseti ASÍ þá var ég að berjast fyrir því að launafólk hefði þetta frjálsa val. Enda tel ég að það að sé vilji hjá stórum hluta félagsmanna ASÍ að hafa slíkt val um ráðstöfun á sínum lífeyri. Það liggur hins vegar fyrir að lítill hópur innan ASÍ hefur alltaf viljað að þetta fari allt í samtrygginguna. En hvernig væri að spyrja launafólk um hvort það vilji hafa val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað og ég ítreka það að ég tel gríðarlegan stuðning hjá almennu launafólki við að hafa slíkt val. Ég veit alla vega ekki um neinn launamann sem stekkur hæð sína yfir því að hafa ekki val um hvernig hann ráðstafar sínum lífeyrisréttindum. Það hefur verið ákall frá almenningi um að einfalda lífeyriskerfið, ætlar einhver að halda því fram að verið sé að einfalda lífeyriskerfið með þessari lagasetningu? Nei, það er alls ekki verið að gera það enda kallar þessi breyting á enn meira flækjustig þar sem verið er að búa nýjan bastarð sem heitir tilgreind séreign. Það er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að allt framlagið renni óáreitt inní samtrygginguna, en ef vilji sjóðfélaga sé til að nýta sér úrræðið um tilgreinda séreign skuli hann óska eftir slíkri ráðstöfun við þann lífeyrissjóð sem tekur við iðgjaldi hans til öflunar lífeyrisréttinda í sameign. Fyrir hvern er Alþýðusamband Íslands að vinna? Nú liggur fyrir að bæði fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins hafa ekkert á móti því að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað, nei það er ASÍ sem stoppar málið af! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Neytendur Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ég hlustaði vel og rækilega á umræður á Alþingi í gær þar sem breytingar á lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóði voru til umræðu. Það kom margt afar forvitnilegt fram í máli fjármálaráðherra sem talaði fyrir frumvarpinu. En í einu af andsvörum sagði Bjarni Benediksson fjármálaráðherra að hann persónulega væri sammála því að launafólk hefði val um að setja 3,5% af 15,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað. Hann sagði hátt og skýrt að hann hefði ekkert á móti því. Það kom einnig fram í andsvari hjá fjármálaráðherra að í fyrstu hafi það einnig verið hugmyndir Samtaka atvinnulífsins að launafólk hefði frjálst val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað. Síðan sagði fjármálaráðherra með miklum þunga að það væri Alþýðusamband Íslands sem vildi það alls ekki og sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að launafólk fái ekki þetta val. Að hugsa sér að þegar iðgjaldið var hækkað um 3,5% árið 2016 vildu Samtök atvinnulífsins að launafólk hefði val um að setja þessa viðbót iðgjaldsins í frjálsan viðbótarsparnað. Rétt hjá fjármálaráðherra En það er Alþýðusamband Íslands sem hefur komið í veg fyrir að launafólk hafi þetta val og ég veit að þetta er rétt hjá fjármálaráðherra þegar hann segir að ASÍ sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að þetta fari helst allt í samtrygginguna eða með takmörkunum í einhverja tilgreinda séreign. Af hverju segi ég það? Jú, vegna þess að þegar ég var fyrsti varaforseti ASÍ þá var ég að berjast fyrir því að launafólk hefði þetta frjálsa val. Enda tel ég að það að sé vilji hjá stórum hluta félagsmanna ASÍ að hafa slíkt val um ráðstöfun á sínum lífeyri. Það liggur hins vegar fyrir að lítill hópur innan ASÍ hefur alltaf viljað að þetta fari allt í samtrygginguna. En hvernig væri að spyrja launafólk um hvort það vilji hafa val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað og ég ítreka það að ég tel gríðarlegan stuðning hjá almennu launafólki við að hafa slíkt val. Ég veit alla vega ekki um neinn launamann sem stekkur hæð sína yfir því að hafa ekki val um hvernig hann ráðstafar sínum lífeyrisréttindum. Það hefur verið ákall frá almenningi um að einfalda lífeyriskerfið, ætlar einhver að halda því fram að verið sé að einfalda lífeyriskerfið með þessari lagasetningu? Nei, það er alls ekki verið að gera það enda kallar þessi breyting á enn meira flækjustig þar sem verið er að búa nýjan bastarð sem heitir tilgreind séreign. Það er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að allt framlagið renni óáreitt inní samtrygginguna, en ef vilji sjóðfélaga sé til að nýta sér úrræðið um tilgreinda séreign skuli hann óska eftir slíkri ráðstöfun við þann lífeyrissjóð sem tekur við iðgjaldi hans til öflunar lífeyrisréttinda í sameign. Fyrir hvern er Alþýðusamband Íslands að vinna? Nú liggur fyrir að bæði fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins hafa ekkert á móti því að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað, nei það er ASÍ sem stoppar málið af! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun