Skrúfað fyrir auglýsingar til flokksblaða í Kópavogi Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2021 10:59 Ármann Kr. Ólafsson foringi Sjálfstæðismanna er bæjar- og framkvæmdastjóri í Kópavogi. Sigurbjörg Erla sem segir það skjóta skökku við að bæjaryfirvöld séu að kaupa auglýsingar í flokksblöðum þegar eina virka útgáfan er á vegum Sjálfstæðisflokksins. Nú stendur til að skjóta loku fyrir það. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fulltrúi Pírata í bæjarstjórn Kópavogs, segir að Sjálfstæðisflokkurinn þar hafi tvívegis fengið meira fjármagn en reglurnar heimila til að auglýsa í flokksblaði sínu. Sigurbjörg Erla greinir frá lyktum máls sem hún hefur verið að vinna í innan bæjarapparatsins í Kópavogi sem snýr að auglýsingum stjórnmálaflokkanna í blöðum sem gefin eru út á vegum flokkanna. „Við vorum að vinna þetta í bæjarráði þar sem ég lagði upphaflega fram fyrirspurn. Bæjarráð afgreiðir þetta þannig að vísa málinu til forsætisnefndar sem átti að vinna drög að reglum um þetta,“ segir Sigurbjörg Erla í samtali við Vísi. Nú liggur fyrir lögfræðiálit og kom forsætisnefnd með þá tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær að hætta alfarið kaupum á auglýsingum í miðlum á vegum stjórnmálaflokka. Vísir sagði af þessum aðfinnslum Sigurbjargar Erlu í byrjun árs. Sigurbjörg Erla segir að engar skrifaðar reglur hafi verið um þetta heldur eitthvað óljóst munnlegt samkomulag sem enginn fékk að vita um. „Það þurfti að setja einhvern ramma um þetta. Farsælast væri að leggja þetta niður, auglýsingar í miðlum á vegum flokka þegar aðeins einn flokkur stendur í virkri útgáfu. Ekki gott ef hugsað er til jafnræðis.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið gefið út málgagn í Kópavogi sem heitir Vogar. Sjálfstæðisflokkurinn keyrir fram úr heimildum Í pistli sem Sigurbjörg Erla birti á Facebooksíðu sinni segir hún meðal annars frá því að fyrirspurn hennar á sínum tíma hafi leitt í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var „ekki aðeins eini flokkurinn sem sótti sér auglýsingafé frá almenningi á hverju einasta ári, heldur sótti hann sér jafnframt tvívegis meira fjármagn en reglurnar heimila! Fullnaðarsigur! Kópavogsbær mun alfarið hætta að kaupa auglýsingar í málgögnum stjórnmálaflokka eftir pönkið...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Þriðjudagur, 13. apríl 2021 Um 80% af heildargreiðslunum rann til Sjálfstæðisflokksins á tímabilinu 2015-2020, eða 1.150.000 kr af 1.450.000 kr. Það er 250.000 krónum meira en þau hefðu samkvæmt viðmiði átt að geta fengið á sex ára tímabili“ Ekki það sama og að auglýsa í óháðum bæjarblöðum Sigurbjörg Erla segir spurð að ekki hafi komið til tals að Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiði þetta fé. „Nei, þau vilja réttlæta þetta og segja þetta komið úr öðrum lið. Að um sé að ræða auglýsingar keyptar í aukaútgáfu fyrir Alþingiskosningarnar 2016 og 2017. Segja að Kópavogsbær auglýsi kjörstaði sem víðast. En það er kannski ekki alveg sama að auglýsa slíkt í útgáfu sem stjórnmálaflokkur stendur að en í bæjarblöðum.“ Tvö bæjarblöð eru gefin út í Kópavogi sem njóta, að sögn Sigurbjargar Erlu, mikils lesturs: Kópavogspósturinn og Kópavogsblaðið. Kópavogur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Sigurbjörg Erla greinir frá lyktum máls sem hún hefur verið að vinna í innan bæjarapparatsins í Kópavogi sem snýr að auglýsingum stjórnmálaflokkanna í blöðum sem gefin eru út á vegum flokkanna. „Við vorum að vinna þetta í bæjarráði þar sem ég lagði upphaflega fram fyrirspurn. Bæjarráð afgreiðir þetta þannig að vísa málinu til forsætisnefndar sem átti að vinna drög að reglum um þetta,“ segir Sigurbjörg Erla í samtali við Vísi. Nú liggur fyrir lögfræðiálit og kom forsætisnefnd með þá tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær að hætta alfarið kaupum á auglýsingum í miðlum á vegum stjórnmálaflokka. Vísir sagði af þessum aðfinnslum Sigurbjargar Erlu í byrjun árs. Sigurbjörg Erla segir að engar skrifaðar reglur hafi verið um þetta heldur eitthvað óljóst munnlegt samkomulag sem enginn fékk að vita um. „Það þurfti að setja einhvern ramma um þetta. Farsælast væri að leggja þetta niður, auglýsingar í miðlum á vegum flokka þegar aðeins einn flokkur stendur í virkri útgáfu. Ekki gott ef hugsað er til jafnræðis.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið gefið út málgagn í Kópavogi sem heitir Vogar. Sjálfstæðisflokkurinn keyrir fram úr heimildum Í pistli sem Sigurbjörg Erla birti á Facebooksíðu sinni segir hún meðal annars frá því að fyrirspurn hennar á sínum tíma hafi leitt í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var „ekki aðeins eini flokkurinn sem sótti sér auglýsingafé frá almenningi á hverju einasta ári, heldur sótti hann sér jafnframt tvívegis meira fjármagn en reglurnar heimila! Fullnaðarsigur! Kópavogsbær mun alfarið hætta að kaupa auglýsingar í málgögnum stjórnmálaflokka eftir pönkið...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Þriðjudagur, 13. apríl 2021 Um 80% af heildargreiðslunum rann til Sjálfstæðisflokksins á tímabilinu 2015-2020, eða 1.150.000 kr af 1.450.000 kr. Það er 250.000 krónum meira en þau hefðu samkvæmt viðmiði átt að geta fengið á sex ára tímabili“ Ekki það sama og að auglýsa í óháðum bæjarblöðum Sigurbjörg Erla segir spurð að ekki hafi komið til tals að Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiði þetta fé. „Nei, þau vilja réttlæta þetta og segja þetta komið úr öðrum lið. Að um sé að ræða auglýsingar keyptar í aukaútgáfu fyrir Alþingiskosningarnar 2016 og 2017. Segja að Kópavogsbær auglýsi kjörstaði sem víðast. En það er kannski ekki alveg sama að auglýsa slíkt í útgáfu sem stjórnmálaflokkur stendur að en í bæjarblöðum.“ Tvö bæjarblöð eru gefin út í Kópavogi sem njóta, að sögn Sigurbjargar Erlu, mikils lesturs: Kópavogspósturinn og Kópavogsblaðið.
Kópavogur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent