Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 10:31 Hansi Flick fór ótroðnar slóðir í leit að sigurmarki í gær. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Liðin mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og því var mikil spenna fyrir einvígi þeirra í 8-liða úrslitum. Það olli ekki vonbrigðum þó fjölda lykilmanna hafi vantað. Í raun má segja að skortur á lykilmönnum hafi gert leikina jafn skemmtilega og raun bar vitni. Bæjarar voru án markakóngsins Robert Lewandowski sem og vængmannsins Serge Gnabry í báðum leikjunum. Douglas Costa var einnig fjarri góðu gamni og til að bæta gráu ofan á svart meiddust þeir Niklas Süle og Leon Goretzka í fyrri hálfleik er liðin mættust í Þýskalandi fyrir viku. Var hvorugur með í gærkvöld. Staðan var ekki mikið skárri hjá PSG en ítölsku landsliðsmennirnir Alessandro Florenzi og Marco Veratti voru fjarverandi í báðum leikjunum sem og Mauro Icardi og Layvin Kurzawa. Marquinhos, fyrirliði liðsins, meiddist er hann skoraði í fyrri leiknum og var því upp í stúku í gær. Öll þessi meiðsli gerðu það að verkum að leikmenn sem hefðu öllu jafnan setið á tréverkinu spiluðu leikina. Úr varð stórskemmtilegt einvígi og þó leiknum í gær hafi lokið með 1-0 sigri PSG hefðu mörkin að öllu jafna verið fleiri. Það sem vakti mikla athygli var ákvörðun Hansa Flick, þjálfara Bayern. Í leit að marki tók hann Eric Maxim Choupo-Moting, framherja liðsins og markaskorara í báðum leikjunum, af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Inn af bekknum kom Javier Martinez, djúpur miðjumaður sem lék oftar en ekki sem miðvörður undir stjórn Pep Guardiola. Hann hefur ekki skorað það sem af er leiktíð og raunar hefur Martinez aðeins skorað 14 mörk í 264 leikjum fyrir Bayern. Mögulega var Choupo-Moting algjörlega búinn á því og varamannabekkur Bæjara bauð ekki upp á marga valkosti. Javier Martinez náði ekki að setja mark sitt á leikinn og snerti boltann aðeins einu sinni meðan hann var á vellinum.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Martinez virtist vera sendur inn til að valda usla ofarlega á vellinum, vinna skallabolta og almennt vera með læti. Hann náði hins vegar engum takti við leikinn og var aldrei nálægt boltanum þegar hann loks kom inn á teig PSG. Til að mynda var Kingsley Coman að vinna skallabolta nánast inn í markteig Parísarliðsins á meðan Martinez var enn á leið inn í teig. Hópurinn er þunnur og þegar Flick renndi yfir bekkinn í leit að leikmanni sem gæti komið liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar þá var ekkert augljóst svar. Því ákvað hann að henda inn á leikmanni sem hefur lítið spilað og verður samningslaus í sumar. Sama hvað var á bakvið ákvörðun Flick þá gekk hún engan veginn upp og Bayern er úr leik. Mögulega var þjálfarinn að senda stjórn Bayern skýr skilaboð. Flick vildi styrkja liðið fyrir leiktíðina en fékk það ekki í gegn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira
Liðin mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og því var mikil spenna fyrir einvígi þeirra í 8-liða úrslitum. Það olli ekki vonbrigðum þó fjölda lykilmanna hafi vantað. Í raun má segja að skortur á lykilmönnum hafi gert leikina jafn skemmtilega og raun bar vitni. Bæjarar voru án markakóngsins Robert Lewandowski sem og vængmannsins Serge Gnabry í báðum leikjunum. Douglas Costa var einnig fjarri góðu gamni og til að bæta gráu ofan á svart meiddust þeir Niklas Süle og Leon Goretzka í fyrri hálfleik er liðin mættust í Þýskalandi fyrir viku. Var hvorugur með í gærkvöld. Staðan var ekki mikið skárri hjá PSG en ítölsku landsliðsmennirnir Alessandro Florenzi og Marco Veratti voru fjarverandi í báðum leikjunum sem og Mauro Icardi og Layvin Kurzawa. Marquinhos, fyrirliði liðsins, meiddist er hann skoraði í fyrri leiknum og var því upp í stúku í gær. Öll þessi meiðsli gerðu það að verkum að leikmenn sem hefðu öllu jafnan setið á tréverkinu spiluðu leikina. Úr varð stórskemmtilegt einvígi og þó leiknum í gær hafi lokið með 1-0 sigri PSG hefðu mörkin að öllu jafna verið fleiri. Það sem vakti mikla athygli var ákvörðun Hansa Flick, þjálfara Bayern. Í leit að marki tók hann Eric Maxim Choupo-Moting, framherja liðsins og markaskorara í báðum leikjunum, af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Inn af bekknum kom Javier Martinez, djúpur miðjumaður sem lék oftar en ekki sem miðvörður undir stjórn Pep Guardiola. Hann hefur ekki skorað það sem af er leiktíð og raunar hefur Martinez aðeins skorað 14 mörk í 264 leikjum fyrir Bayern. Mögulega var Choupo-Moting algjörlega búinn á því og varamannabekkur Bæjara bauð ekki upp á marga valkosti. Javier Martinez náði ekki að setja mark sitt á leikinn og snerti boltann aðeins einu sinni meðan hann var á vellinum.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Martinez virtist vera sendur inn til að valda usla ofarlega á vellinum, vinna skallabolta og almennt vera með læti. Hann náði hins vegar engum takti við leikinn og var aldrei nálægt boltanum þegar hann loks kom inn á teig PSG. Til að mynda var Kingsley Coman að vinna skallabolta nánast inn í markteig Parísarliðsins á meðan Martinez var enn á leið inn í teig. Hópurinn er þunnur og þegar Flick renndi yfir bekkinn í leit að leikmanni sem gæti komið liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar þá var ekkert augljóst svar. Því ákvað hann að henda inn á leikmanni sem hefur lítið spilað og verður samningslaus í sumar. Sama hvað var á bakvið ákvörðun Flick þá gekk hún engan veginn upp og Bayern er úr leik. Mögulega var þjálfarinn að senda stjórn Bayern skýr skilaboð. Flick vildi styrkja liðið fyrir leiktíðina en fékk það ekki í gegn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira
PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00
Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01