Sjónvarpsmaðurinn Richard Hammond fór á dögunum um borð í skipið sem fer reglulega frá Asíu til Evrópu með gríðarlegt magn af vörum.
Skipið fer fram og til baka milli heimsálfa allt árið um kring en það er 400 metra langt og er 250 þúsund tonn að þyngd. Reyndar er skipið sjálft 63 þúsund tonn en með gámum er þyngdin umtalsvert meiri.
Skipið getur tekið við 18 þúsund flutningagámum. Þeir eru staflaðir ofan á hvorn annan og geta verið 21 gámur ofan á hvor öðrum í hverri röð.
Hér að neðan má sjá umfjöllun um þetta magnaða skip en Hammond er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt í bílaþáttunum Top Gear.