Íslendingur handtekinn á Spáni vegna meints barnaníðs Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2021 11:08 Maðurinn var handtekinn í aðgerð spænska þjóðvarðliðsins (guardia civil). Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA Spænska lögreglan handtók íslenskan karlmann á sextugsaldri sem er grunaður um kynferðisbrot gegn átta börnum undri lögaldri í bænum Torre Pacheco í Murcia-héraði á suðaustanverðum Spáni. Maðurinn er sagður hafa tælt börnin og boðið þeim verðmæti. Sagt er frá málinu í héraðsblaðinu La Verdad í dag. Maðurinn, sem er sagður 59 ára gamall, hafi verið handtekinn í aðgerð spænska þjóðvarðliðsins. Hann er sagður sitja í fangelsi og hafa hlotið dóma á Íslandi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Dómarnir nái allt aftur til ársins 1988. Þá hafi hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum. Rannsókn á manninum, sem er sagður hafa búið í Torre Pacheco frá síðasta sumri, hófst eftir að foreldrar barnanna tilkynntu lögreglu um að hann kunni að hafa misnotað þau kynferðislega. Þegar maðurinn var handtekinn fannst klám- og barnaníðsefni á fartölvu hans og snjallsíma. Maðurinn er sagður hafa vingast við börnin, unnið sér traust þeirra og boðið þeim litla fjárhagslega greiða í skiptum við kynferðislegar athafnir. Spænska þjóðvarðliðið er sagt vinna með alþjóðalögreglunni Interpol að því að kanna hvort að maðurinn sé ákærður annars staðar. Vitað sé að hann hafi búið í nokkrum löndum Rómönsku-Ameríku undanfarin ár. Þetta er í annað skipti á innan við hálfu ári sem Íslendingur er handtekinn á Spáni í tengslum við kynferðisbrot gegn börnum. Íslenskur karlmaður á flótta var handtekinn í október en sá hafði hlotið tólf ára fangelsisdóm í Danmörku fyrir að brjóta kynferðislega gegn á dóttur sinni. Spánn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Sagt er frá málinu í héraðsblaðinu La Verdad í dag. Maðurinn, sem er sagður 59 ára gamall, hafi verið handtekinn í aðgerð spænska þjóðvarðliðsins. Hann er sagður sitja í fangelsi og hafa hlotið dóma á Íslandi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Dómarnir nái allt aftur til ársins 1988. Þá hafi hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum. Rannsókn á manninum, sem er sagður hafa búið í Torre Pacheco frá síðasta sumri, hófst eftir að foreldrar barnanna tilkynntu lögreglu um að hann kunni að hafa misnotað þau kynferðislega. Þegar maðurinn var handtekinn fannst klám- og barnaníðsefni á fartölvu hans og snjallsíma. Maðurinn er sagður hafa vingast við börnin, unnið sér traust þeirra og boðið þeim litla fjárhagslega greiða í skiptum við kynferðislegar athafnir. Spænska þjóðvarðliðið er sagt vinna með alþjóðalögreglunni Interpol að því að kanna hvort að maðurinn sé ákærður annars staðar. Vitað sé að hann hafi búið í nokkrum löndum Rómönsku-Ameríku undanfarin ár. Þetta er í annað skipti á innan við hálfu ári sem Íslendingur er handtekinn á Spáni í tengslum við kynferðisbrot gegn börnum. Íslenskur karlmaður á flótta var handtekinn í október en sá hafði hlotið tólf ára fangelsisdóm í Danmörku fyrir að brjóta kynferðislega gegn á dóttur sinni.
Spánn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira