Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 17:37 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði forstjóri Hrafnistuheimilanna, María Fjóla Harðardóttir, að það stefndi í að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu vegna ástandsins. Þar hefur 40 verið sagt upp. María kvaðst ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili væru í sömu sporum. „Við reiknum með að hún muni hafa samband við okkur með þetta. Það erum við sem höfum samið um þessa þjónustu og þau hafa skuldbundið sig til að veita hana. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að ræða,“ segir María hjá Sjúkratryggingum Íslands. María segir að fjármagnið sem hjúkrunarheimili fái sé ákvarðað í fjárlögum. Sjúkratryggingum hafi ekki borist erindi frá Hrafnistu vegna ástandsins núna, að því er María best veit. „Það liggur fyrir að það var lögð hagræðingarkrafa á þessa þjónustu eins og eiginlega alla aðra heilbrigðisþjónustu á þessu ári um líklega hálft prósent og hugsanlega er verið að vísa til þess þarna. Við verðum auðvitað að kalla eftir samtali við þau um það hvernig þau eru að breyta þjónustunni og hvort það er í þeim mæli að það hafi áhrif á þjónustu sem við höfum samið um. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir verðum við bara að grípa til viðeigandi ráðstafana og þá væntanlega í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Forstjóri Hrafnistuheimilanna sagði í viðtalinu í morgun að kjarasamningsbundnar launahækkanir hafi leitt til þess að 300-400 milljónir vanti inn í rekstur heimilanna árið 2021. Eldri borgarar Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði forstjóri Hrafnistuheimilanna, María Fjóla Harðardóttir, að það stefndi í að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu vegna ástandsins. Þar hefur 40 verið sagt upp. María kvaðst ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili væru í sömu sporum. „Við reiknum með að hún muni hafa samband við okkur með þetta. Það erum við sem höfum samið um þessa þjónustu og þau hafa skuldbundið sig til að veita hana. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að ræða,“ segir María hjá Sjúkratryggingum Íslands. María segir að fjármagnið sem hjúkrunarheimili fái sé ákvarðað í fjárlögum. Sjúkratryggingum hafi ekki borist erindi frá Hrafnistu vegna ástandsins núna, að því er María best veit. „Það liggur fyrir að það var lögð hagræðingarkrafa á þessa þjónustu eins og eiginlega alla aðra heilbrigðisþjónustu á þessu ári um líklega hálft prósent og hugsanlega er verið að vísa til þess þarna. Við verðum auðvitað að kalla eftir samtali við þau um það hvernig þau eru að breyta þjónustunni og hvort það er í þeim mæli að það hafi áhrif á þjónustu sem við höfum samið um. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir verðum við bara að grípa til viðeigandi ráðstafana og þá væntanlega í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Forstjóri Hrafnistuheimilanna sagði í viðtalinu í morgun að kjarasamningsbundnar launahækkanir hafi leitt til þess að 300-400 milljónir vanti inn í rekstur heimilanna árið 2021.
Eldri borgarar Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37
Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04