Ánægjuleg einokunarstaða hjá fyrstu gullgröfurunum Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 17:33 Jóhann IssI Hallgrímsson og Hjördís Guðmundsdóttir voru ekki lengi að koma upp veitingavagni með fiski, frönskum, kaffi og kleinum, þegar ljóst var að eftirspurn þreytts göngufólks eftir slíkri matvöru yrði mikil við rætur Fagradalsfjalls. Vísir/Snorri Þegar gengið er niður af Fagradalsfjalli að kvöldlagi er lítið um lýsingu að undanskildum höfuðljósum þeirra göngumanna sem hafa haft rænu á að muna eftir þeim mikilvæga búnaði. Um leið og afleggjarinn við Suðurstrandarveg er í augsýn sést þó loks glitta í eina almennilega upplýsta staðinn við fjallið. Móttökurnar eru hlýlegar hjá hjónunum Jóhanni Issa Hallgrímssyni og Hjördísi Guðmundsdóttur, sem komu veitingavagni fyrir á svæðinu í lok síðasta mánuðar, þar sem boðið er upp á fisk og franskar. Eins og Jóhann lýsir í samtali við Vísi, komust þau þó fljótt að því að eftirspurn var einnig eftir kaffi og kleinum í aðstæðum sem þessum, þannig að þau brugðust við því. Það er nóg að gera. „Hálfur skammtur af fiski og frönskum er mikið tekinn en síðan er einkar mikil sala í frönskunum. Svo vill fólk fá sér kók með sykri að drekka eftir gönguna,“ segir Jóhann, sem rekur þegar Fish and Chips-staðinn Issa á Fitjum í Reykjanesbæ. Nokkrir matarvagnar komu sér fyrir við Suðurstrandarveg þegar umferðin var mest í lok mars og var Issi einn þeirra. Þeir hafa þó allir nema Issi horfið á brott síðan þá, enda er ekki sjálfsagt að halda úti þjónustu án almennilegs rafmagns. Jóhann bjó svo vel að hafa fullbúinn farandvagn til reiðu áður en gosið hófst en hann gengur fyrir rafmagni úr jeppa hans. Fish and Chips óháð aðstæðum, eins og hann segir. „Ég beið og beið eftir þar til þetta byrjaði og þá sá ég tækifærið um leið. Það er lítið að gera útaf Covid-19 á Fitjum þannig að ég hef ekkert betra að gera en að hanga þarna. Það er bara gaman að því.“ Hann kvartar ekki undan einokunarstöðunni sem hann nýtur þessa stundina, en hann hefur samið við landeigendur um að vera með fasta stöð á bílastæðinu við veginn: „Þegar fólk kemur hingað á bakaleiðinni í myrkri sjá þau vagninn hvort sem þau eru að koma til mín eða ekki.“ Ljóstíra í myrkrinu laðar fólk óhjákvæmilega að.Vísir/Snorri Beið og beið eftir gosi Viðskiptamódelið tekur mið af þörfum fólks, sem flest mætir með nesti. Það er því lítið um veitingasölu áður en haldið er upp að eldgosi, nema ef vera skyldi einn og einn kaffibolli á stangli. Þegar fólk kemur niður freistast það margt til að grípa sér munnbita hjá Issa. „Það er virkilega gaman að vera hérna. Við höfum líka verið að leiðbeina fólki sem veit minna hvað það er að fara út í, þannig að maður hagar sér eins og trúður hérna yfir daginn og býður fólk velkomið.“ Jóhann selur fisk beint frá bæjarútgerðinni Þorbirni hf. í Grindavík og gerir fastlega ráð fyrir að eldgosið verði lyftistöng fyrir efnahag svæðisins, sama hvort það standi lengi eða hvort það verði bara nýtt hraun sem muni laða fólk að. Í næsta nágrenni við Bláa lónið; geri aðrir betur. Vísir/Snorri Eldgos í Fagradalsfjalli Veitingastaðir Grindavík Tengdar fréttir Hefur sölu á „fish and chips“ á stikuðu gönguleiðinni Jóhann Issi Hallgrímsson, veitingamaður og eigandi Issi Fish and Chips, mun hefja sölu á veitingum á bílastæði í Nátthagakrika við stikuðu gönguleiðina að gosstöðvunum í Geldingadal síðar í dag. 30. mars 2021 12:30 Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Móttökurnar eru hlýlegar hjá hjónunum Jóhanni Issa Hallgrímssyni og Hjördísi Guðmundsdóttur, sem komu veitingavagni fyrir á svæðinu í lok síðasta mánuðar, þar sem boðið er upp á fisk og franskar. Eins og Jóhann lýsir í samtali við Vísi, komust þau þó fljótt að því að eftirspurn var einnig eftir kaffi og kleinum í aðstæðum sem þessum, þannig að þau brugðust við því. Það er nóg að gera. „Hálfur skammtur af fiski og frönskum er mikið tekinn en síðan er einkar mikil sala í frönskunum. Svo vill fólk fá sér kók með sykri að drekka eftir gönguna,“ segir Jóhann, sem rekur þegar Fish and Chips-staðinn Issa á Fitjum í Reykjanesbæ. Nokkrir matarvagnar komu sér fyrir við Suðurstrandarveg þegar umferðin var mest í lok mars og var Issi einn þeirra. Þeir hafa þó allir nema Issi horfið á brott síðan þá, enda er ekki sjálfsagt að halda úti þjónustu án almennilegs rafmagns. Jóhann bjó svo vel að hafa fullbúinn farandvagn til reiðu áður en gosið hófst en hann gengur fyrir rafmagni úr jeppa hans. Fish and Chips óháð aðstæðum, eins og hann segir. „Ég beið og beið eftir þar til þetta byrjaði og þá sá ég tækifærið um leið. Það er lítið að gera útaf Covid-19 á Fitjum þannig að ég hef ekkert betra að gera en að hanga þarna. Það er bara gaman að því.“ Hann kvartar ekki undan einokunarstöðunni sem hann nýtur þessa stundina, en hann hefur samið við landeigendur um að vera með fasta stöð á bílastæðinu við veginn: „Þegar fólk kemur hingað á bakaleiðinni í myrkri sjá þau vagninn hvort sem þau eru að koma til mín eða ekki.“ Ljóstíra í myrkrinu laðar fólk óhjákvæmilega að.Vísir/Snorri Beið og beið eftir gosi Viðskiptamódelið tekur mið af þörfum fólks, sem flest mætir með nesti. Það er því lítið um veitingasölu áður en haldið er upp að eldgosi, nema ef vera skyldi einn og einn kaffibolli á stangli. Þegar fólk kemur niður freistast það margt til að grípa sér munnbita hjá Issa. „Það er virkilega gaman að vera hérna. Við höfum líka verið að leiðbeina fólki sem veit minna hvað það er að fara út í, þannig að maður hagar sér eins og trúður hérna yfir daginn og býður fólk velkomið.“ Jóhann selur fisk beint frá bæjarútgerðinni Þorbirni hf. í Grindavík og gerir fastlega ráð fyrir að eldgosið verði lyftistöng fyrir efnahag svæðisins, sama hvort það standi lengi eða hvort það verði bara nýtt hraun sem muni laða fólk að. Í næsta nágrenni við Bláa lónið; geri aðrir betur. Vísir/Snorri
Eldgos í Fagradalsfjalli Veitingastaðir Grindavík Tengdar fréttir Hefur sölu á „fish and chips“ á stikuðu gönguleiðinni Jóhann Issi Hallgrímsson, veitingamaður og eigandi Issi Fish and Chips, mun hefja sölu á veitingum á bílastæði í Nátthagakrika við stikuðu gönguleiðina að gosstöðvunum í Geldingadal síðar í dag. 30. mars 2021 12:30 Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Hefur sölu á „fish and chips“ á stikuðu gönguleiðinni Jóhann Issi Hallgrímsson, veitingamaður og eigandi Issi Fish and Chips, mun hefja sölu á veitingum á bílastæði í Nátthagakrika við stikuðu gönguleiðina að gosstöðvunum í Geldingadal síðar í dag. 30. mars 2021 12:30
Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00