Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2021 10:37 María segist aðeins fara fram á að einingaverðið verði leiðrétt til að mæta kjarasamningsbundnum launahækkunum. Vísir/Vilhelm Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. Meðal þeirra sem misstu starfið voru stjórnendur, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem starfaði við ræstingar; fólk í öllum störfum, eins og María orðar það. Hún segir einingaverðið sem fjármálaráðuneytið ákvarðaði 8. febrúar síðastliðnum ekki ná að dekka kjarasamningsbundnar launahækkanir, eins og það á að gera. „Og við sáum bara fram á að við værum að fara í bullandi tap,“ segir María. „Við erum að tala um að það vanti þrjú til fjögur prósent upp á einingaverðið, sem þýðir þrjú til fjögurhundruð milljónir fyrir öll Hrafnistuheimilin árið 2021.“ Einingaverðið er notað til að reikna út grunnhjúkrunargjald, sem María segir nú vera 38 þúsund á sólahring. Gætu þurft að draga úr þjónustu Þetta grunnhjúkrunargjald er of lágt, segir María, sem setti sig í samband við heilbrigðisráðuneytið áður en gripið var til uppsagna. Þar var hins vegar fátt um svör. Hún krefst þess að einingaverðið verði leiðrétt. María segir stefna í tap þrátt fyrir uppsagnirnar en sér hún fram á frekari aðgerðir? „Við sjáum ekki hvernig við eigum að gera það þar sem við teljum okkur vera komin inn að beini miðað við þá þjónustu sem við eigum að veita. Og við þurfum að vernda okkar íbúa og okkar starfsmenn,“ segir hún. Þannig stefni raunar í það að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu. „Það er að segja að við séum þá ekki að taka við mögulega eins þungum einstaklingum; einstaklingum sem þurfa gríðarlega mikla hjúkrun. Við þurfum einhvern veginn að vinna á móti þessum aðgerðum stjórnvalda.“ María segist ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili séu í sömu sporum. Hrafnista búi í raun vel að hafa verið réttu megin við núllið rekstrarlega og það sé ekki síst að þakka stærðarhagkvæmni. Í síðustu viku skilaði fjármálaráðuneytið útreikningum einingaverðsins til heilbrigðisráðuneytisins. Þaðan fara þeir til Sjúkratrygginga. Í kjölfarið segist María vonast til að hreyfing komist á málið. Heilbrigðismál Eldri borgarar Bítið Hjúkrunarheimili Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Meðal þeirra sem misstu starfið voru stjórnendur, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem starfaði við ræstingar; fólk í öllum störfum, eins og María orðar það. Hún segir einingaverðið sem fjármálaráðuneytið ákvarðaði 8. febrúar síðastliðnum ekki ná að dekka kjarasamningsbundnar launahækkanir, eins og það á að gera. „Og við sáum bara fram á að við værum að fara í bullandi tap,“ segir María. „Við erum að tala um að það vanti þrjú til fjögur prósent upp á einingaverðið, sem þýðir þrjú til fjögurhundruð milljónir fyrir öll Hrafnistuheimilin árið 2021.“ Einingaverðið er notað til að reikna út grunnhjúkrunargjald, sem María segir nú vera 38 þúsund á sólahring. Gætu þurft að draga úr þjónustu Þetta grunnhjúkrunargjald er of lágt, segir María, sem setti sig í samband við heilbrigðisráðuneytið áður en gripið var til uppsagna. Þar var hins vegar fátt um svör. Hún krefst þess að einingaverðið verði leiðrétt. María segir stefna í tap þrátt fyrir uppsagnirnar en sér hún fram á frekari aðgerðir? „Við sjáum ekki hvernig við eigum að gera það þar sem við teljum okkur vera komin inn að beini miðað við þá þjónustu sem við eigum að veita. Og við þurfum að vernda okkar íbúa og okkar starfsmenn,“ segir hún. Þannig stefni raunar í það að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu. „Það er að segja að við séum þá ekki að taka við mögulega eins þungum einstaklingum; einstaklingum sem þurfa gríðarlega mikla hjúkrun. Við þurfum einhvern veginn að vinna á móti þessum aðgerðum stjórnvalda.“ María segist ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili séu í sömu sporum. Hrafnista búi í raun vel að hafa verið réttu megin við núllið rekstrarlega og það sé ekki síst að þakka stærðarhagkvæmni. Í síðustu viku skilaði fjármálaráðuneytið útreikningum einingaverðsins til heilbrigðisráðuneytisins. Þaðan fara þeir til Sjúkratrygginga. Í kjölfarið segist María vonast til að hreyfing komist á málið.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Bítið Hjúkrunarheimili Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira