Óvænt toppbarátta á Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 09:31 Karim Benzema er ein aðalástæða þess að Real er yfirhöfuð í titilbaráttu í ár. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Á meðan Manchester City er þegar farið að skipuleggja athöfnina er liðið tekur á móti Englandsmeistaratitlinum og Inter Milan er að stöðva einokun Juventus á Ítalíu þá virðist sem hörku titilbarátta sé fram undan á Spáni. Það var alltaf vitað að knattspyrnutímabil víðs vegar um Evrópu yrðu í skrítnari kantinum í ár vegna Covid-19. Sum lið fengu nær ekkert sumarfrí og voru því lengi af stað í upphafi tímabils, leikmenn hafa orðið veikir og misst af leikjum, lið hafa farið í sóttkví og þar fram eftir götunum. Atlético Madrid byrjaði hins vegar tímabilið af krafti á Spáni. Breytt leikkerfi Diego Simeone, meiri leikgleði og Luis Suárez í fantaformi virtust vera nóg til að Atlético myndi sigla titlinum í höfn á meðan bæði Barcelona og Real Madrid voru rjúkandi rústir einar. Fljótt skipast hins vegar veður í lofti. Atlético hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Fjórir hafa endað með jafntefli og tveir hafa tapast. Á þeim tíma hafa Real og Barcelona verið nær óstöðvandi. Atlético missti svo toppsæti sitt á laugardaginn er Real gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona. Fyrsti tapleikur Börsunga síðan liðið tapaði óvænt gegn Cádiz þann 5. desember. Síðan þá hafði liðið unnið 16 leiki og gert þrjú jafntefli. Real hefur einnig verið á góðu skriði og virðist sem Zinedine Zidane sé annað árið í röð að gera atlögu að titlinum þegar hann virðist úr augsýn. Á síðustu leiktíð kom Real til baka eftir Covid-pásuna og nánast stal titlinum. Í ár virðist það sama upp á teningnum. Lærisveinar Diego Simeone náðu toppsætinu á nýjan leik í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Real Betis. Leikur sem þeir hefðu þurft að vinna en forysta þeirra á toppi deildarinnar er aðeins eitt stig sem stendur. Þegar átta umferðir eru eftir af La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, er ljóst að langmesta spennan er þar ef við tökum aðeins stærstu deildir Evrópu inn í mengið. Það sem meira er, Barcelona tekur á móti Atlético þann 9. maí í leik sem gæti farið langleiðina með að ákveða hvar titillinn endar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Það var alltaf vitað að knattspyrnutímabil víðs vegar um Evrópu yrðu í skrítnari kantinum í ár vegna Covid-19. Sum lið fengu nær ekkert sumarfrí og voru því lengi af stað í upphafi tímabils, leikmenn hafa orðið veikir og misst af leikjum, lið hafa farið í sóttkví og þar fram eftir götunum. Atlético Madrid byrjaði hins vegar tímabilið af krafti á Spáni. Breytt leikkerfi Diego Simeone, meiri leikgleði og Luis Suárez í fantaformi virtust vera nóg til að Atlético myndi sigla titlinum í höfn á meðan bæði Barcelona og Real Madrid voru rjúkandi rústir einar. Fljótt skipast hins vegar veður í lofti. Atlético hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Fjórir hafa endað með jafntefli og tveir hafa tapast. Á þeim tíma hafa Real og Barcelona verið nær óstöðvandi. Atlético missti svo toppsæti sitt á laugardaginn er Real gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona. Fyrsti tapleikur Börsunga síðan liðið tapaði óvænt gegn Cádiz þann 5. desember. Síðan þá hafði liðið unnið 16 leiki og gert þrjú jafntefli. Real hefur einnig verið á góðu skriði og virðist sem Zinedine Zidane sé annað árið í röð að gera atlögu að titlinum þegar hann virðist úr augsýn. Á síðustu leiktíð kom Real til baka eftir Covid-pásuna og nánast stal titlinum. Í ár virðist það sama upp á teningnum. Lærisveinar Diego Simeone náðu toppsætinu á nýjan leik í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Real Betis. Leikur sem þeir hefðu þurft að vinna en forysta þeirra á toppi deildarinnar er aðeins eitt stig sem stendur. Þegar átta umferðir eru eftir af La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, er ljóst að langmesta spennan er þar ef við tökum aðeins stærstu deildir Evrópu inn í mengið. Það sem meira er, Barcelona tekur á móti Atlético þann 9. maí í leik sem gæti farið langleiðina með að ákveða hvar titillinn endar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira