Óvænt toppbarátta á Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 09:31 Karim Benzema er ein aðalástæða þess að Real er yfirhöfuð í titilbaráttu í ár. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Á meðan Manchester City er þegar farið að skipuleggja athöfnina er liðið tekur á móti Englandsmeistaratitlinum og Inter Milan er að stöðva einokun Juventus á Ítalíu þá virðist sem hörku titilbarátta sé fram undan á Spáni. Það var alltaf vitað að knattspyrnutímabil víðs vegar um Evrópu yrðu í skrítnari kantinum í ár vegna Covid-19. Sum lið fengu nær ekkert sumarfrí og voru því lengi af stað í upphafi tímabils, leikmenn hafa orðið veikir og misst af leikjum, lið hafa farið í sóttkví og þar fram eftir götunum. Atlético Madrid byrjaði hins vegar tímabilið af krafti á Spáni. Breytt leikkerfi Diego Simeone, meiri leikgleði og Luis Suárez í fantaformi virtust vera nóg til að Atlético myndi sigla titlinum í höfn á meðan bæði Barcelona og Real Madrid voru rjúkandi rústir einar. Fljótt skipast hins vegar veður í lofti. Atlético hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Fjórir hafa endað með jafntefli og tveir hafa tapast. Á þeim tíma hafa Real og Barcelona verið nær óstöðvandi. Atlético missti svo toppsæti sitt á laugardaginn er Real gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona. Fyrsti tapleikur Börsunga síðan liðið tapaði óvænt gegn Cádiz þann 5. desember. Síðan þá hafði liðið unnið 16 leiki og gert þrjú jafntefli. Real hefur einnig verið á góðu skriði og virðist sem Zinedine Zidane sé annað árið í röð að gera atlögu að titlinum þegar hann virðist úr augsýn. Á síðustu leiktíð kom Real til baka eftir Covid-pásuna og nánast stal titlinum. Í ár virðist það sama upp á teningnum. Lærisveinar Diego Simeone náðu toppsætinu á nýjan leik í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Real Betis. Leikur sem þeir hefðu þurft að vinna en forysta þeirra á toppi deildarinnar er aðeins eitt stig sem stendur. Þegar átta umferðir eru eftir af La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, er ljóst að langmesta spennan er þar ef við tökum aðeins stærstu deildir Evrópu inn í mengið. Það sem meira er, Barcelona tekur á móti Atlético þann 9. maí í leik sem gæti farið langleiðina með að ákveða hvar titillinn endar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
Það var alltaf vitað að knattspyrnutímabil víðs vegar um Evrópu yrðu í skrítnari kantinum í ár vegna Covid-19. Sum lið fengu nær ekkert sumarfrí og voru því lengi af stað í upphafi tímabils, leikmenn hafa orðið veikir og misst af leikjum, lið hafa farið í sóttkví og þar fram eftir götunum. Atlético Madrid byrjaði hins vegar tímabilið af krafti á Spáni. Breytt leikkerfi Diego Simeone, meiri leikgleði og Luis Suárez í fantaformi virtust vera nóg til að Atlético myndi sigla titlinum í höfn á meðan bæði Barcelona og Real Madrid voru rjúkandi rústir einar. Fljótt skipast hins vegar veður í lofti. Atlético hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Fjórir hafa endað með jafntefli og tveir hafa tapast. Á þeim tíma hafa Real og Barcelona verið nær óstöðvandi. Atlético missti svo toppsæti sitt á laugardaginn er Real gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona. Fyrsti tapleikur Börsunga síðan liðið tapaði óvænt gegn Cádiz þann 5. desember. Síðan þá hafði liðið unnið 16 leiki og gert þrjú jafntefli. Real hefur einnig verið á góðu skriði og virðist sem Zinedine Zidane sé annað árið í röð að gera atlögu að titlinum þegar hann virðist úr augsýn. Á síðustu leiktíð kom Real til baka eftir Covid-pásuna og nánast stal titlinum. Í ár virðist það sama upp á teningnum. Lærisveinar Diego Simeone náðu toppsætinu á nýjan leik í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Real Betis. Leikur sem þeir hefðu þurft að vinna en forysta þeirra á toppi deildarinnar er aðeins eitt stig sem stendur. Þegar átta umferðir eru eftir af La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, er ljóst að langmesta spennan er þar ef við tökum aðeins stærstu deildir Evrópu inn í mengið. Það sem meira er, Barcelona tekur á móti Atlético þann 9. maí í leik sem gæti farið langleiðina með að ákveða hvar titillinn endar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira