Segir fólk eiga það til að vera kærulaust við hraunið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2021 12:00 Fólk hefur hætt sér ansi nálægt hrauninu. Vísir/Vilhelm Opið verður fyrir umferð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli til klukkan níu í kvöld, líkt og síðustu daga. Yfirlögregluþjónn segir útlit fyrir nokkuð gott veður en ítrekar að staðan á svæðinu sé háð sífelldu endurmati, vegna hættu á gasmengun. Fólki er þá ráðlagt að vera ekki of nálægt hrauninu. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir að ákvörðunin um að loka svæðinu velti á veðri og vindum, sem hafi áhrif á styrk gasmengunar á svæðinu. „Það er gott veður en eins og hefur komið fram höfum við áhyggjur af gasmengun. Það er opið, við höfum ekki tekið ákvörðun um að loka en það getur breyst með stuttum fyrirvara, ef vindáttir breytast,“ segir Bjarney Hún segir að fólk sem gerir sér ferð að svæðinu eigi það til að vera nokkuð kærulaust, og fara of nálægt nýlegu hrauni. „Það er þarna kriki á milli sprungnanna sem fólk fer of nálægt og er í storknuðu hraunflæðinu. Það getur á stuttum tíma, 40 til 60 mínútum, farið yfir svæðið.“ Og þá er fólk bara fast? „Já, það getur lent í því. Við erum með ljósmyndir sem við höfum fengið þar sem fjöldi fólks er á milli gossprungna, bara 30 manns. Stuttu seinna fáum við aðra mynd og þá er búið að flæða yfir á þeim stað sem fólk var,“ segir Bjarney og beinir því til fólks sem hyggur á ferðir að gosstöðvunum að fylgjast vel með upplýsingum frá lögreglu og Landlækni um gasmengun á svæðinu. Hún segir þá að talsvert hafi dregið úr umferðarþunga um svæðið. „Ætli það sé ekki bara eðlilegri fjöldi sem er að heimsækja þetta núna. Þetta var spennandi í upphafi en á öllu sýnist okkur þetta ekkert vera að hætta hvort eð er, þannig að fólk kemur þegar það hefur nægan tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir að ákvörðunin um að loka svæðinu velti á veðri og vindum, sem hafi áhrif á styrk gasmengunar á svæðinu. „Það er gott veður en eins og hefur komið fram höfum við áhyggjur af gasmengun. Það er opið, við höfum ekki tekið ákvörðun um að loka en það getur breyst með stuttum fyrirvara, ef vindáttir breytast,“ segir Bjarney Hún segir að fólk sem gerir sér ferð að svæðinu eigi það til að vera nokkuð kærulaust, og fara of nálægt nýlegu hrauni. „Það er þarna kriki á milli sprungnanna sem fólk fer of nálægt og er í storknuðu hraunflæðinu. Það getur á stuttum tíma, 40 til 60 mínútum, farið yfir svæðið.“ Og þá er fólk bara fast? „Já, það getur lent í því. Við erum með ljósmyndir sem við höfum fengið þar sem fjöldi fólks er á milli gossprungna, bara 30 manns. Stuttu seinna fáum við aðra mynd og þá er búið að flæða yfir á þeim stað sem fólk var,“ segir Bjarney og beinir því til fólks sem hyggur á ferðir að gosstöðvunum að fylgjast vel með upplýsingum frá lögreglu og Landlækni um gasmengun á svæðinu. Hún segir þá að talsvert hafi dregið úr umferðarþunga um svæðið. „Ætli það sé ekki bara eðlilegri fjöldi sem er að heimsækja þetta núna. Þetta var spennandi í upphafi en á öllu sýnist okkur þetta ekkert vera að hætta hvort eð er, þannig að fólk kemur þegar það hefur nægan tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira