Segir fólk eiga það til að vera kærulaust við hraunið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2021 12:00 Fólk hefur hætt sér ansi nálægt hrauninu. Vísir/Vilhelm Opið verður fyrir umferð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli til klukkan níu í kvöld, líkt og síðustu daga. Yfirlögregluþjónn segir útlit fyrir nokkuð gott veður en ítrekar að staðan á svæðinu sé háð sífelldu endurmati, vegna hættu á gasmengun. Fólki er þá ráðlagt að vera ekki of nálægt hrauninu. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir að ákvörðunin um að loka svæðinu velti á veðri og vindum, sem hafi áhrif á styrk gasmengunar á svæðinu. „Það er gott veður en eins og hefur komið fram höfum við áhyggjur af gasmengun. Það er opið, við höfum ekki tekið ákvörðun um að loka en það getur breyst með stuttum fyrirvara, ef vindáttir breytast,“ segir Bjarney Hún segir að fólk sem gerir sér ferð að svæðinu eigi það til að vera nokkuð kærulaust, og fara of nálægt nýlegu hrauni. „Það er þarna kriki á milli sprungnanna sem fólk fer of nálægt og er í storknuðu hraunflæðinu. Það getur á stuttum tíma, 40 til 60 mínútum, farið yfir svæðið.“ Og þá er fólk bara fast? „Já, það getur lent í því. Við erum með ljósmyndir sem við höfum fengið þar sem fjöldi fólks er á milli gossprungna, bara 30 manns. Stuttu seinna fáum við aðra mynd og þá er búið að flæða yfir á þeim stað sem fólk var,“ segir Bjarney og beinir því til fólks sem hyggur á ferðir að gosstöðvunum að fylgjast vel með upplýsingum frá lögreglu og Landlækni um gasmengun á svæðinu. Hún segir þá að talsvert hafi dregið úr umferðarþunga um svæðið. „Ætli það sé ekki bara eðlilegri fjöldi sem er að heimsækja þetta núna. Þetta var spennandi í upphafi en á öllu sýnist okkur þetta ekkert vera að hætta hvort eð er, þannig að fólk kemur þegar það hefur nægan tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir að ákvörðunin um að loka svæðinu velti á veðri og vindum, sem hafi áhrif á styrk gasmengunar á svæðinu. „Það er gott veður en eins og hefur komið fram höfum við áhyggjur af gasmengun. Það er opið, við höfum ekki tekið ákvörðun um að loka en það getur breyst með stuttum fyrirvara, ef vindáttir breytast,“ segir Bjarney Hún segir að fólk sem gerir sér ferð að svæðinu eigi það til að vera nokkuð kærulaust, og fara of nálægt nýlegu hrauni. „Það er þarna kriki á milli sprungnanna sem fólk fer of nálægt og er í storknuðu hraunflæðinu. Það getur á stuttum tíma, 40 til 60 mínútum, farið yfir svæðið.“ Og þá er fólk bara fast? „Já, það getur lent í því. Við erum með ljósmyndir sem við höfum fengið þar sem fjöldi fólks er á milli gossprungna, bara 30 manns. Stuttu seinna fáum við aðra mynd og þá er búið að flæða yfir á þeim stað sem fólk var,“ segir Bjarney og beinir því til fólks sem hyggur á ferðir að gosstöðvunum að fylgjast vel með upplýsingum frá lögreglu og Landlækni um gasmengun á svæðinu. Hún segir þá að talsvert hafi dregið úr umferðarþunga um svæðið. „Ætli það sé ekki bara eðlilegri fjöldi sem er að heimsækja þetta núna. Þetta var spennandi í upphafi en á öllu sýnist okkur þetta ekkert vera að hætta hvort eð er, þannig að fólk kemur þegar það hefur nægan tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira