Enn ein sprungan opnaðist í nótt Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 07:13 Bjarminn af eldgosinu á Reykjanesi yfir Garðabæ í nótt. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Veðurstofu Íslands telja líklegt að enn ein gossprungan hafi opnast á Reykjanesi í nótt. Talið er að nýjasta sprungan liggi miðja vegu milli gosstöðvanna sem opnuðust á hádegi á öðrum degi páska og sprungu sem opnaðist aðfaranótt miðvikudags. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að vakt hennar hafi orðið sprungunnar vör um eða upp úr klukkan þrjú í nótt. Við sjónrænt mat af vefmyndavélum virðist megin hrauntaumurinn sameinast hraunflæði sem rennur í Geldingadali úr norðri. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir Vísi að fyrstu vísbendingar um nýju sprunguna hafi sést á vefmyndavél mbl.is á milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Erfitt var að staðfesta í fyrstu hvort að ný sprunga hefði opnast eða breytingar hafi orðið á hraunflæði. Þegar líða tók á morguninn fór þó ekki á milli mála að ný sprunga hefði opnast. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni frá sprungunum sem voru fyrir. Rauðu punktarnir á kortinu tákna gosstöðvarnar sem hafa verið opnar. Syðst er upphaflegi gosstaðurinn í Geldingadölum, í miðjunni er sprunga sem opnaðist á aðfaranótt miðvikudags og nyrst er sprunga sem opnaðist á öðrum degi páska. Nýja sprungan liggur á milli þeirri tveggja síðarnefndu.Veðurstofa Íslands Sprungan opnaðist á svæði þar sem varað hefur verið við að nýjar gossprungur gætu opnast fyrirvaralaust. Í tilkynningu frá Veðurstofunni í gærkvöldi var sérstaklega varað við þessu hættusvæði. Ekki liggur enn fyrir hvort að virkni eldgossins hafi breyst við það að ný sprunga opnaðist. Til þess að skera úr um það þarf að meta hraunflæðið úr lofti. Einar segir að af vefmyndavélum að dæma virðist áfram virkni í öllum gígum sem voru fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að vakt hennar hafi orðið sprungunnar vör um eða upp úr klukkan þrjú í nótt. Við sjónrænt mat af vefmyndavélum virðist megin hrauntaumurinn sameinast hraunflæði sem rennur í Geldingadali úr norðri. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir Vísi að fyrstu vísbendingar um nýju sprunguna hafi sést á vefmyndavél mbl.is á milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Erfitt var að staðfesta í fyrstu hvort að ný sprunga hefði opnast eða breytingar hafi orðið á hraunflæði. Þegar líða tók á morguninn fór þó ekki á milli mála að ný sprunga hefði opnast. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni frá sprungunum sem voru fyrir. Rauðu punktarnir á kortinu tákna gosstöðvarnar sem hafa verið opnar. Syðst er upphaflegi gosstaðurinn í Geldingadölum, í miðjunni er sprunga sem opnaðist á aðfaranótt miðvikudags og nyrst er sprunga sem opnaðist á öðrum degi páska. Nýja sprungan liggur á milli þeirri tveggja síðarnefndu.Veðurstofa Íslands Sprungan opnaðist á svæði þar sem varað hefur verið við að nýjar gossprungur gætu opnast fyrirvaralaust. Í tilkynningu frá Veðurstofunni í gærkvöldi var sérstaklega varað við þessu hættusvæði. Ekki liggur enn fyrir hvort að virkni eldgossins hafi breyst við það að ný sprunga opnaðist. Til þess að skera úr um það þarf að meta hraunflæðið úr lofti. Einar segir að af vefmyndavélum að dæma virðist áfram virkni í öllum gígum sem voru fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira