Standa í því að innheimta laun leikskólastarfsmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2021 14:01 Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling innheimti tæpar 35 milljónir króna fyrir hönd 103 Eflingarfélaga vegna vangreiddra launa á fyrstu þremur mánuðum ársins að því er kemur fram í fyrstu ársfjórðungsskýrslu Kjaramálasviðs fyrir yfirstandandi ár. Efling er með fleiri en fimm opnar launakröfur á hendur þremur aðilum en þar á meðal er leikskóli í Breiðholti. Flestar launakröfur Eflingar á fyrsta ársfjórðungi eru á hendur X-JB byggingarfélagi. Þær eru sjö talsins og upp á 7,6 milljónir króna. „Upphæðin sýnir mikilvægi þeirrar þjónustu sem kjaramálasvið og lögmenn Eflingar veita félagsmönnum sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Laun ekki hækkuð um áramót Fram kemur í ársfjórðungsskýrslu Eflingar að X-JB byggingarfélag hafi áður komið við sögu hjá Eflingu. Ellefu virkar kröfur séu opnar upp á samtals 13,1 milljón króna. „Kröfurnar hafa allar verið afhentar lögmönnum Eflingar til frekari innheimtu þar sem enginn viðbrögð bárust frá fyrirtækinu.“ Bakaríið og veisluþjónustan Cooking Harmony og leikskólinn Vinaminni í Breiðholti hafa fengið fimm launakröfur frá Eflingu. „Leikskólinn Vinaminni hefur áður komið við sögu hjá Eflingu með sambærileg mál og nú eru til meðhöndlunar hjá Eflingu. Leikskólinn hækkaði ekki laun í samræmi við ákvæði kjarasamninga um áramótin.“ Fækkun krafna komi ekki til af góðu Þar segir að nýskráðum launakröfum á tímabilinu fækki miðað við fyrri ársfjórðunga, sem skýrist af hruni ferðaþjónustugeirans sökum kórónaveirufaraldursins. „Fækkun krafna kemur því ekki til af góðu og staðfestir þátt ferðaþjónustunnar í brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðalupphæð hverrar launakröfu fer hækkandi og nemur nú um tvöföldum meðal-mánaðarlaunum Eflingarfélaga.“ Efling segir tölur ársfjórðungsins sýna að erlendir félagsmenn séu hlutfallslega líklegri en aðrir Eflingarfélagar til að þurfa að leita aðstoðar Eflingar vegna vangreiddra launa. Félagsmenn af íslenskum uppruna séu um helmingur félagsmanna en eru aðeins tæpur fjórðungur af þeim sem þurfa að leita aðstoðar. Kjaramál Vinnumarkaður Leikskólar Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Efling er með fleiri en fimm opnar launakröfur á hendur þremur aðilum en þar á meðal er leikskóli í Breiðholti. Flestar launakröfur Eflingar á fyrsta ársfjórðungi eru á hendur X-JB byggingarfélagi. Þær eru sjö talsins og upp á 7,6 milljónir króna. „Upphæðin sýnir mikilvægi þeirrar þjónustu sem kjaramálasvið og lögmenn Eflingar veita félagsmönnum sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Laun ekki hækkuð um áramót Fram kemur í ársfjórðungsskýrslu Eflingar að X-JB byggingarfélag hafi áður komið við sögu hjá Eflingu. Ellefu virkar kröfur séu opnar upp á samtals 13,1 milljón króna. „Kröfurnar hafa allar verið afhentar lögmönnum Eflingar til frekari innheimtu þar sem enginn viðbrögð bárust frá fyrirtækinu.“ Bakaríið og veisluþjónustan Cooking Harmony og leikskólinn Vinaminni í Breiðholti hafa fengið fimm launakröfur frá Eflingu. „Leikskólinn Vinaminni hefur áður komið við sögu hjá Eflingu með sambærileg mál og nú eru til meðhöndlunar hjá Eflingu. Leikskólinn hækkaði ekki laun í samræmi við ákvæði kjarasamninga um áramótin.“ Fækkun krafna komi ekki til af góðu Þar segir að nýskráðum launakröfum á tímabilinu fækki miðað við fyrri ársfjórðunga, sem skýrist af hruni ferðaþjónustugeirans sökum kórónaveirufaraldursins. „Fækkun krafna kemur því ekki til af góðu og staðfestir þátt ferðaþjónustunnar í brotastarfsemi á vinnumarkaði. Meðalupphæð hverrar launakröfu fer hækkandi og nemur nú um tvöföldum meðal-mánaðarlaunum Eflingarfélaga.“ Efling segir tölur ársfjórðungsins sýna að erlendir félagsmenn séu hlutfallslega líklegri en aðrir Eflingarfélagar til að þurfa að leita aðstoðar Eflingar vegna vangreiddra launa. Félagsmenn af íslenskum uppruna séu um helmingur félagsmanna en eru aðeins tæpur fjórðungur af þeim sem þurfa að leita aðstoðar.
Kjaramál Vinnumarkaður Leikskólar Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir