Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2021 11:40 Magnús Tumi við gosið í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur en hann greindi frá því að mögulegar hættur hefðu verið ræddar á fundi Vísindaráðs í gær. Sagði hann að í fyrsta lagi bæri að hafa í huga að undir svæðinu væri langur kvikugangur sem hefði komist nærst yfirborðinu þar sem gosstöðvarnar væru nú. Hann sagði að segja mætti að glufur væru að koma í „lögnina“ og það gæti gerst á fleiri stöðum, bæði til norðurs og suðurs. Nýir gígar gætu því myndast; fyrst myndu koma upp gufa og gas og síðan kvika. Það væri skipulagsaðila að gæta að því að fólk væri ekki á ferðum þar sem það gæti gerst en einnig almenningur bæri einnig ábyrgð á því að fara að fyrirmælum. Annað væri hraunið. Íslendingar væru meðal fárra þjóða sem væru í þeirri forréttindastöðu að upplifa þessa fallegu sjón með berum augum. Hins vegar yrði fólk að vera á varðbergi og gæta sín, sérstaklega þegar um væri að ræða brattar hraunbrúnir. Eina banaslysið sem hefði orðið í gosi á Íslandi hefði átt sér stað þegar hraunbrún gaf sig í Heklugosi. Við ættum að forðast að láta það gerast aftur, sagði Magnús Tumi. Þá gætu undanhlaup orðið, þar sem kvika brýst skjótt undan hraunbrúninni og gæti farið mjög hratt. Þriðja var gasið. Mikið gas kæmi frá gosstöðvunum, um 70 til 80 prósent úr gýgunum en restin frá hrauninu. Ef vindur væri mikill blési hann því burtu en ef ekki væri mikilvægt að halda sig frá lægðum. Gasið gæti verið lyktarlaust og þannig liðið yfir fólk skyndilega og þá væri allt eins líklegt að sama gerðist hjá þeim sem reyndu að koma til aðstoðar. Það er mikilvægt vera áveðurs, sagði Magnús Tumi, með vindinn í bakið. Þegar voraði væri viðbúið að vind myndi lægja og viðbúið að hættulegar aðstæður kæmu oftar upp. Hvatti hann fólk til að halda sig uppi á hæðum; hraunið væri ekki síður fallegra þaðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Heilbrigðismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur en hann greindi frá því að mögulegar hættur hefðu verið ræddar á fundi Vísindaráðs í gær. Sagði hann að í fyrsta lagi bæri að hafa í huga að undir svæðinu væri langur kvikugangur sem hefði komist nærst yfirborðinu þar sem gosstöðvarnar væru nú. Hann sagði að segja mætti að glufur væru að koma í „lögnina“ og það gæti gerst á fleiri stöðum, bæði til norðurs og suðurs. Nýir gígar gætu því myndast; fyrst myndu koma upp gufa og gas og síðan kvika. Það væri skipulagsaðila að gæta að því að fólk væri ekki á ferðum þar sem það gæti gerst en einnig almenningur bæri einnig ábyrgð á því að fara að fyrirmælum. Annað væri hraunið. Íslendingar væru meðal fárra þjóða sem væru í þeirri forréttindastöðu að upplifa þessa fallegu sjón með berum augum. Hins vegar yrði fólk að vera á varðbergi og gæta sín, sérstaklega þegar um væri að ræða brattar hraunbrúnir. Eina banaslysið sem hefði orðið í gosi á Íslandi hefði átt sér stað þegar hraunbrún gaf sig í Heklugosi. Við ættum að forðast að láta það gerast aftur, sagði Magnús Tumi. Þá gætu undanhlaup orðið, þar sem kvika brýst skjótt undan hraunbrúninni og gæti farið mjög hratt. Þriðja var gasið. Mikið gas kæmi frá gosstöðvunum, um 70 til 80 prósent úr gýgunum en restin frá hrauninu. Ef vindur væri mikill blési hann því burtu en ef ekki væri mikilvægt að halda sig frá lægðum. Gasið gæti verið lyktarlaust og þannig liðið yfir fólk skyndilega og þá væri allt eins líklegt að sama gerðist hjá þeim sem reyndu að koma til aðstoðar. Það er mikilvægt vera áveðurs, sagði Magnús Tumi, með vindinn í bakið. Þegar voraði væri viðbúið að vind myndi lægja og viðbúið að hættulegar aðstæður kæmu oftar upp. Hvatti hann fólk til að halda sig uppi á hæðum; hraunið væri ekki síður fallegra þaðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Heilbrigðismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira