Þetta staðfestir Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu.
„Þetta sýnir bara hvað er jákvætt að hafa viðbragð á staðnum. Það er hægt að bregðast fljótt við þegar eitthvað bregður út af,“ segir Davíð.
Mennirnir komu í leitirnar rétt fyrir klukkan hálf ellefu en björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan 22 í kvöld. Þeir höfðu sjálfir hringt í neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð.
Davíð segir að mennirnir hafi verið í góðu standi þegar þeir komu niður af fjallinu og hafi björgunarsveitarmenn fylgt þeim alla leið niður og gengið í skugga um að um sömu menn hafi verið að ræða og hringdu eftir aðstoð.