Rauði krossinn ekki upplýstur um nýja reglugerð Sylvía Hall skrifar 8. apríl 2021 21:22 Farþegar mæta á Fosshótelið við Þórunnartún. Starfsmenn Rauða krossins hafa haft umsjón með farsóttar- og sóttvarnahúsum fyrir hönd stjórnvalda, en voru ekki upplýstir um nýja reglugerð fyrr en hún var birt. Stöð 2/Egill Rauði krossinn, sem hefur haft umsjón með farsóttar- og sóttvarnahúsum fyrir hönd stjórnvalda, var ekki upplýstur um nýja reglugerð er varðar komu fólks frá útlöndum og tekur gildi á miðnætti. Að mati Rauða krossins setur ný reglugerð sóttvarnir í uppnám. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum í kvöld en samkvæmt nýrri reglugerð munu allir þeir sem ekki uppfylla skilyrði um heimasóttkví þurfa í sóttvarnahús, óháð því hvaða landi þeir koma frá. Fulltrúar félagsins vinna nú að yfirferð og túlkun nýrra reglna sem boðar miklar breytingar að mati félagsins. „Það er mat Rauða krossins að ný reglugerð setji sóttvarnir og góðan árangur í sóttvarnarhúsum í uppnám og lýsa fulltrúar félagsins yfir verulegum áhyggjum af því,“ segir í tilkynningunni. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina samkvæmt nýrri reglugerð og munu gestir geta notið útivistar. Að mati Rauða krossins er lykilatriði að lágmarka umgang gesta um sameiginleg svæði eins og fremst er unnt. Reynslan hafi sýnt það að hópsmit hefðu hæglega getað komið upp þar sem nokkrir gestir á sóttvarnahótelinu reyndust smitaðir og þar af leiðandi einhverjir starfsmenn mögulega þurft í sóttkví, eða sóttkví annarra gesta framlengst. Því metur félagið það sem svo að ekki sé unnt að tryggja útiveru gesta og sérstakan aðbúnað fyrir börn líkt og kveðið er á um í reglugerð. „Rauði krossinn tekur af heilum hug undir mikilvægi þess að einstaklingar í sóttkví fái að njóta útiveru eins og frekast er unnt og hefur sýnt gagnrýni því tengdri skilning. En með ofangreint í huga, auk þess skamma undirbúningstíma sem reglugerðin gefur, er það mat Rauða krossins að ekki sé gerlegt að tryggja útiveru gesta og sérstakan aðbúnað fyrir börn á sóttkvíarhóteli – líkt og ný reglugerð boðar – nema á kostnað sóttvarna og þar með öryggis gesta sóttkvíarhótelsins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum í kvöld en samkvæmt nýrri reglugerð munu allir þeir sem ekki uppfylla skilyrði um heimasóttkví þurfa í sóttvarnahús, óháð því hvaða landi þeir koma frá. Fulltrúar félagsins vinna nú að yfirferð og túlkun nýrra reglna sem boðar miklar breytingar að mati félagsins. „Það er mat Rauða krossins að ný reglugerð setji sóttvarnir og góðan árangur í sóttvarnarhúsum í uppnám og lýsa fulltrúar félagsins yfir verulegum áhyggjum af því,“ segir í tilkynningunni. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina samkvæmt nýrri reglugerð og munu gestir geta notið útivistar. Að mati Rauða krossins er lykilatriði að lágmarka umgang gesta um sameiginleg svæði eins og fremst er unnt. Reynslan hafi sýnt það að hópsmit hefðu hæglega getað komið upp þar sem nokkrir gestir á sóttvarnahótelinu reyndust smitaðir og þar af leiðandi einhverjir starfsmenn mögulega þurft í sóttkví, eða sóttkví annarra gesta framlengst. Því metur félagið það sem svo að ekki sé unnt að tryggja útiveru gesta og sérstakan aðbúnað fyrir börn líkt og kveðið er á um í reglugerð. „Rauði krossinn tekur af heilum hug undir mikilvægi þess að einstaklingar í sóttkví fái að njóta útiveru eins og frekast er unnt og hefur sýnt gagnrýni því tengdri skilning. En með ofangreint í huga, auk þess skamma undirbúningstíma sem reglugerðin gefur, er það mat Rauða krossins að ekki sé gerlegt að tryggja útiveru gesta og sérstakan aðbúnað fyrir börn á sóttkvíarhóteli – líkt og ný reglugerð boðar – nema á kostnað sóttvarna og þar með öryggis gesta sóttkvíarhótelsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07