Arðsöm verðmætasköpun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 9. apríl 2021 08:00 Þegar ríkið setur fjármuni í verkefni, sérstaklega nú á Covid tímum þá er nauðsynlegt að huga að þeirri arðsemi sem fylgir hverju verkefni á vegum hins opinbera. Uppbygging varaflugvalla og fiskútflutningur Uppbygging varaflugvalla er nátengd ferðamennskunni sem við bindum öll vonir við að glæðist sem fyrst aftur. Flugöryggi og uppbyggingu varaflugvalla verður að sinna en þar situr Egilsstaðaflugvöllur eftir þrátt fyrir þau gífurlegu tækifæri sem liggja í flugvellinum. Tryggja verður fjármagn í malbikun flugbrautar, akbraut, flughlað og síðast en ekki síst þarf að byggja upp aðstöðu til útflutnings á fiskafurðum. Verðmætasköpun vegna aukinnar fiskframleiðslu mun margfaldast með aukinni framleiðslu og samtvinnast þar aukin verðmætasköpun með tækifærum í auknum fiskútflutningi. Tíminn frá vinnsluhöfn til útflutningshafnar og þar til varan hefur komið fyrir sjónir neytenda hefur mikil áhrif á afurðaverð. Mikilvægt er því að bregðast við og byggja upp fullnægjandi aðstöðu fyrir vöruútflutninga, það mun auka verðmætasköpun, þjóðfélaginu til heilla. Mikilvægt að létta á samgöngukerfinu Flutningar á ferskum fiski á vegum landsins hafa vaxið umtalsvert síðustu ár. Með því að færa fiskflutninga í flug og á sjó þá léttum við verulega á vegakerfinu. Gífurlegir fjármunir fara í vegaframkvæmdir og rétt er að minna á að ein ferð flutningabíls með tengivagn og 80% hleðslu gæti valdið svipuðum niðurbrotsáhrifum og 12.000 ferðir 1.800 kg fólksbifreiðar. Horfa þarf því á heildarmyndina og stytta leiðir til og frá útflutningsmiðstöðum. Hvar finnum við fjármuni? Ég orðaði í fyrri grein minni hér á Vísi að þeir 15 milljarðar sem fóru til ISAVIA á Keflavíkurflugvelli þann 12.janúar 2021 ættu með réttu að fara að hluta til varaflugvallanna til uppbyggingar. Við þurfum einungis brot af þeirri upphæð í uppbyggingu til að geta skilað gífurlegum verðmætum til baka til ríkisins og með engu móti get ég skilið af hverju öll upphæðin var sett í Keflavíkurflugvöll og enn og aftur eiga varaflugvellir að sitja á hakanum. Ég hvet því alla þingmenn til að láta í sér heyra varðandi mikilvægi uppbyggingar varaflugvalla og ýta á að fjármunir verði sóttir í það verkefni. Sú uppbygging stuðlar að gífurlegri verðmætasköpun. Meira fæst fyrir afurðina, bein og óbein störf verða til og um leið léttum við á niðurbrotsáhrifum þungaflutninga á vegakerfi landsins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ríkið setur fjármuni í verkefni, sérstaklega nú á Covid tímum þá er nauðsynlegt að huga að þeirri arðsemi sem fylgir hverju verkefni á vegum hins opinbera. Uppbygging varaflugvalla og fiskútflutningur Uppbygging varaflugvalla er nátengd ferðamennskunni sem við bindum öll vonir við að glæðist sem fyrst aftur. Flugöryggi og uppbyggingu varaflugvalla verður að sinna en þar situr Egilsstaðaflugvöllur eftir þrátt fyrir þau gífurlegu tækifæri sem liggja í flugvellinum. Tryggja verður fjármagn í malbikun flugbrautar, akbraut, flughlað og síðast en ekki síst þarf að byggja upp aðstöðu til útflutnings á fiskafurðum. Verðmætasköpun vegna aukinnar fiskframleiðslu mun margfaldast með aukinni framleiðslu og samtvinnast þar aukin verðmætasköpun með tækifærum í auknum fiskútflutningi. Tíminn frá vinnsluhöfn til útflutningshafnar og þar til varan hefur komið fyrir sjónir neytenda hefur mikil áhrif á afurðaverð. Mikilvægt er því að bregðast við og byggja upp fullnægjandi aðstöðu fyrir vöruútflutninga, það mun auka verðmætasköpun, þjóðfélaginu til heilla. Mikilvægt að létta á samgöngukerfinu Flutningar á ferskum fiski á vegum landsins hafa vaxið umtalsvert síðustu ár. Með því að færa fiskflutninga í flug og á sjó þá léttum við verulega á vegakerfinu. Gífurlegir fjármunir fara í vegaframkvæmdir og rétt er að minna á að ein ferð flutningabíls með tengivagn og 80% hleðslu gæti valdið svipuðum niðurbrotsáhrifum og 12.000 ferðir 1.800 kg fólksbifreiðar. Horfa þarf því á heildarmyndina og stytta leiðir til og frá útflutningsmiðstöðum. Hvar finnum við fjármuni? Ég orðaði í fyrri grein minni hér á Vísi að þeir 15 milljarðar sem fóru til ISAVIA á Keflavíkurflugvelli þann 12.janúar 2021 ættu með réttu að fara að hluta til varaflugvallanna til uppbyggingar. Við þurfum einungis brot af þeirri upphæð í uppbyggingu til að geta skilað gífurlegum verðmætum til baka til ríkisins og með engu móti get ég skilið af hverju öll upphæðin var sett í Keflavíkurflugvöll og enn og aftur eiga varaflugvellir að sitja á hakanum. Ég hvet því alla þingmenn til að láta í sér heyra varðandi mikilvægi uppbyggingar varaflugvalla og ýta á að fjármunir verði sóttir í það verkefni. Sú uppbygging stuðlar að gífurlegri verðmætasköpun. Meira fæst fyrir afurðina, bein og óbein störf verða til og um leið léttum við á niðurbrotsáhrifum þungaflutninga á vegakerfi landsins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun