Horfum til heildarhagsmuna Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 8. apríl 2021 08:00 Það hvílir á stjórnvöldum hverju sinni að tryggja öryggi og heilsu borgara sinna. Jafnframt að tryggja réttindi borgaranna. Við viljum tryggja heilsu og mannréttindi fólks. Það er eðlilegt að fólk láti reyna á þær sóttvarnir sem stjórnvöld setja hverju sinni. Einkum og sér í lagi þegar þær eru íþyngjandi. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að baki sóttvörnum liggur sú grundvallarhugsun að tryggja heilsu fólks. Aðgerðirnar snúast ekki um neitt annað en sóttvarnir. Sóttvarnir og sóttvarnarlög eru ekki tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði og það er ekki ósk neins ráðherra sem ég hef rekist á að þurfa að takmarka réttindi almennings. Þvert á móti eru heimildir í lögunum til að vernda almenning og tryggja að stjórnvöld hafi þau tæki sem þarf til að vernda líf og heilsu. Samlíkingar á borð við að sóttkví sé eins og refsivist og um frelsissviptingu sé að ræða, jafnvel mannréttindabrot, eru í mínum huga fráleitar. Almenningur hefur rétt á því að vera eins öruggur frá smiti og kostur er og það er stjórnvalda að tryggja það. Þegar heimsfaraldur geisar þá birtist það í sóttvarnaaðgerðum sem eru misíþyngjandi. Þær geta verið frá tveggja metra reglu og yfir í margra daga einangrun ef fólk greinist smitað. Undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um sóttvarnir. Þar hefur frelsi fólks til að ferðast og komast um hindrunarlaust verið hampað mikið á kostnað frelsis almennings til að forðast smit. Gleymum því ekki að um heimasóttkví gilda nokkuð strangar reglur og það varðar sektum að virða ekki sóttkví. Ekki vegna þess að yfirvöld vilja sekt almenning, heldur vegna þess að við erum að reyna að stöðva heimsfaraldur. Sóttvarnalæknir hefur frá upphafi faraldursins hrósað almenningi fyrir samstöðuna, og bent á leiðir til að lágmarka smithættu, sem við höfum flest farið eftir. Ráðleggingar sóttvarnalæknis til yfirvalda hafa byggst á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Því er furðulegt þegar farið er að tala um að sóttvarnir og sótvarnalög séu tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði. Það gæti ekki verið meira fjarri lagi, enda held ég að öll hlutaðeigandi bíði spennt eftir þeim degi sem hægt er að aflétta öllum hömlum innanlands. Í faraldrinum höfum við borið gæfu til þess sem samfélag að vera samstíga og horfa til heildarhagsmuna. Bólusetningar halda áfram og líklegt að bróðurparturinn verði bólusettur fyrir mitt sumar. Höldum þetta út á endasprettinum. Þannig komumst við öll saman í mark og tryggjum öryggi allra landsmanna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það hvílir á stjórnvöldum hverju sinni að tryggja öryggi og heilsu borgara sinna. Jafnframt að tryggja réttindi borgaranna. Við viljum tryggja heilsu og mannréttindi fólks. Það er eðlilegt að fólk láti reyna á þær sóttvarnir sem stjórnvöld setja hverju sinni. Einkum og sér í lagi þegar þær eru íþyngjandi. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að baki sóttvörnum liggur sú grundvallarhugsun að tryggja heilsu fólks. Aðgerðirnar snúast ekki um neitt annað en sóttvarnir. Sóttvarnir og sóttvarnarlög eru ekki tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði og það er ekki ósk neins ráðherra sem ég hef rekist á að þurfa að takmarka réttindi almennings. Þvert á móti eru heimildir í lögunum til að vernda almenning og tryggja að stjórnvöld hafi þau tæki sem þarf til að vernda líf og heilsu. Samlíkingar á borð við að sóttkví sé eins og refsivist og um frelsissviptingu sé að ræða, jafnvel mannréttindabrot, eru í mínum huga fráleitar. Almenningur hefur rétt á því að vera eins öruggur frá smiti og kostur er og það er stjórnvalda að tryggja það. Þegar heimsfaraldur geisar þá birtist það í sóttvarnaaðgerðum sem eru misíþyngjandi. Þær geta verið frá tveggja metra reglu og yfir í margra daga einangrun ef fólk greinist smitað. Undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um sóttvarnir. Þar hefur frelsi fólks til að ferðast og komast um hindrunarlaust verið hampað mikið á kostnað frelsis almennings til að forðast smit. Gleymum því ekki að um heimasóttkví gilda nokkuð strangar reglur og það varðar sektum að virða ekki sóttkví. Ekki vegna þess að yfirvöld vilja sekt almenning, heldur vegna þess að við erum að reyna að stöðva heimsfaraldur. Sóttvarnalæknir hefur frá upphafi faraldursins hrósað almenningi fyrir samstöðuna, og bent á leiðir til að lágmarka smithættu, sem við höfum flest farið eftir. Ráðleggingar sóttvarnalæknis til yfirvalda hafa byggst á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Því er furðulegt þegar farið er að tala um að sóttvarnir og sótvarnalög séu tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði. Það gæti ekki verið meira fjarri lagi, enda held ég að öll hlutaðeigandi bíði spennt eftir þeim degi sem hægt er að aflétta öllum hömlum innanlands. Í faraldrinum höfum við borið gæfu til þess sem samfélag að vera samstíga og horfa til heildarhagsmuna. Bólusetningar halda áfram og líklegt að bróðurparturinn verði bólusettur fyrir mitt sumar. Höldum þetta út á endasprettinum. Þannig komumst við öll saman í mark og tryggjum öryggi allra landsmanna. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar