„Við vorum mjög einbeittir og hungraðir í upphafi leiks. Við reyndum að sækja á þá frá byrjun því við vissum að þeir hefðu þurft að gera breytingar á varnarlínu sinni vegna meiðsla. Við töldum okkur eiga góða möguleika á að vinna boltann snemma og það gekk vel.“
„Þegar við höfðum boltann vildum við halda í hann og spila fram á við. Allt þetta gekk mjög vel, sérstaklega þegar við töpuðum boltanum þá vorum við fljótir að vinna hann aftur. Það var lykillinn að frammistöðunni í fyrri hálfleik.“
Toni Kroos' first-half by numbers vs. Liverpool:
— Squawka Football (@Squawka) April 6, 2021
100% long pass accuracy
36 passes attempted
34 passes completed
8 passes into the final
4 passes into the box
3 crosses
2 chances created
1 assist
An absolute joy to watch. pic.twitter.com/tOzu9BKxdC
„Já, það er eðlilegt að reyna átta sig á hvar er best að sækja á vörn mótherjans. Við vitum hvaða gæði þeir hafa fram á við svo auðvitað var ein hugmynd að reyna sækja hratt á þá því þá komast þeir ekki hratt upp völlinn á nýjan leik. Þar eru gæði þeirra hvað mest,“ sagði Kroos aðspurður hvort það hefði verið fyrir fram ákveðið að sækja hratt á vörn Liverpool.
„Ég held að það sé engin spurning að við höfum verðskuldað sigurinn í kvöld. Mín skoðun er sú að síðari hálfleikur hafi verið öðruvísi þar sem Liverpool var aðeins meira með boltann en við fengum samt sem áður góð færi. Úrslitin eru fín en við hefðum getað skorað fjögur eða fimm mörk í dag.“
„Ef það gengur vel þá er alltaf gott andrúmsloft. Það eru samt tveir leikir og við vitum að það getur allt gerst. Við erum ánægðir með leikinn í dag en við vitum hvað getur gerst. Vitum að við þurfum að halda einbeitingu, verjast vel á Anfield og sækja þegar við getum til að komast í fjórðungsúrslit.“
„Við erum hægt og rólega að venjast því held ég. Komið meira en ár án áhorfenda og ég hef alltaf sagt að liðið sem aðlagast því sem fyrst á eftir að vinna. Auðvitað er það öðruvísi fyrir Liverpool en líka fyrir okkur. Við erum ekki einu sinni að spila á okkar velli, erum á öðrum velli og með enga áhorfendur en við höfum aðlagast vel. Höfum átt góða leiki hér og ætlum að reyna það sama í Liverpool eftir viku.“
„Vinícius Junior er að gera margt rétt. Fyrir okkur sem lið var hann frábær varnarlega, hann varðist Trent Alexander-Arnold mjög vel og keyrði sömuleiðis á hann þegar tækifæri gafst. Vinícius skoraði tvö mörk, var frábær með boltann svo í raun hinn fullkomni leikur frá honum,“ sagði Toni Kroos að lokum aðspurður út í frammistöðu Vinicius Junior í leiknum í gærkvöld.
"The idea was to attack their defenders so they cannot move up quickly" Real Madrid midfield Maestro Toni Kroos breaks down the tactical plan to beat Liverpool@AndyMitten @ToniKroos @realmadriden @LFC #RMALIV | #UCL pic.twitter.com/bkQHsRHT8K
— Sony Sports (@SonySportsIndia) April 7, 2021
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.