Sportið í dag: „ÍSÍ kemur sínum skilaboðum aldrei á framfæri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2021 13:30 Lárus Blöndal er forseti ÍSÍ. stöð 2 sport Strákarnir í Sportinu í dag furða sig á þögn ÍSÍ í tengslum við æfinga- og keppnisbann í íslenskum íþróttum vegna kórónuveirunnar. „Mér finnst áhyggjuefni hverjir eru í forsvari fyrir ÍSÍ því þeir hafa steinhaldið kjafti í öllu þessu sem hefur verið í gangi,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í dag. „Það er komið rúmt ár og það hefur varla komið nokkur stafur frá regnhlífarsamtökunum, ÍSÍ,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er engin bylgja í gangi núna. Það er í góðu lagi að taka í handbremsuna til að stöðva eitthvað því við höfum gert þau mistök að stöðva of seint áður. En það verður að vera hægt að taka úr handbremsunni jafn auðveldlega og taka í hana en það virðist ekki eiga upp á pallborðið.“ Kjartan Atli Kjartansson hefur áhyggjur af því hvaða áhrif stöðugar hamlanir á íþróttastarfi hafa á börn og unglinga. „Ég er að þjálfa tólf ára stelpur sem væru undir eðlilegum kringumstæðum að keppa í úrslitakeppninni í vor en ég veit ekki hvort það gerist. Ef það gerist ekki hafa þær ekki getað keppt almennilega tvö ár í röð. Ég veit þetta hljómar eins og ekki neitt en þetta er mjög mikilvægt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta hjálpar til við að halda krökkum í sportinu og við vitum öll hvaða góðu áhrif íþróttir hafa á börn. Af hverju er ÍSÍ ekki búið að vinna þessa vinnu?“ Henry Birgir kallar eftir aðgerðum af hálfu ÍSÍ og vill að forsvarsmenn sambandsins láti í sér heyra á opinberum vettvangi. „Eða vinna einhverja vinnu, koma fram með einhver rök og einhvern málflutning sem bakkar upp það sem íþróttahreyfingin er kannski að reyna að enduróma. Ég veit að það er mikið talað saman niðri í Laugardal en kemur rosalega sjaldan eitthvað fram um það,“ sagði Henry Birgir. „Það er fundað bak við tjöldin með yfirvöldum en þeir koma sínum skilaboðum aldrei á framfæri og virðast ekki vinna neina grunnvinnu sem skiptir máli.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sjá meira
„Mér finnst áhyggjuefni hverjir eru í forsvari fyrir ÍSÍ því þeir hafa steinhaldið kjafti í öllu þessu sem hefur verið í gangi,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í dag. „Það er komið rúmt ár og það hefur varla komið nokkur stafur frá regnhlífarsamtökunum, ÍSÍ,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er engin bylgja í gangi núna. Það er í góðu lagi að taka í handbremsuna til að stöðva eitthvað því við höfum gert þau mistök að stöðva of seint áður. En það verður að vera hægt að taka úr handbremsunni jafn auðveldlega og taka í hana en það virðist ekki eiga upp á pallborðið.“ Kjartan Atli Kjartansson hefur áhyggjur af því hvaða áhrif stöðugar hamlanir á íþróttastarfi hafa á börn og unglinga. „Ég er að þjálfa tólf ára stelpur sem væru undir eðlilegum kringumstæðum að keppa í úrslitakeppninni í vor en ég veit ekki hvort það gerist. Ef það gerist ekki hafa þær ekki getað keppt almennilega tvö ár í röð. Ég veit þetta hljómar eins og ekki neitt en þetta er mjög mikilvægt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta hjálpar til við að halda krökkum í sportinu og við vitum öll hvaða góðu áhrif íþróttir hafa á börn. Af hverju er ÍSÍ ekki búið að vinna þessa vinnu?“ Henry Birgir kallar eftir aðgerðum af hálfu ÍSÍ og vill að forsvarsmenn sambandsins láti í sér heyra á opinberum vettvangi. „Eða vinna einhverja vinnu, koma fram með einhver rök og einhvern málflutning sem bakkar upp það sem íþróttahreyfingin er kannski að reyna að enduróma. Ég veit að það er mikið talað saman niðri í Laugardal en kemur rosalega sjaldan eitthvað fram um það,“ sagði Henry Birgir. „Það er fundað bak við tjöldin með yfirvöldum en þeir koma sínum skilaboðum aldrei á framfæri og virðast ekki vinna neina grunnvinnu sem skiptir máli.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sjá meira