Aðstoðardómari fékk eiginhandaráritun Haalands eftir leik Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2021 08:30 Það sást á sjónvarpsmyndum þegar Erling Braut Haaland gaf aðstoðardómaranum eiginhandaráritun eftir leik. Stöð 2 Sport Stuðningsmenn Manchester City vonast til þess að Erling Braut Haaland skrifi undir samning hjá félaginu í sumar. Hann var vissulega með penna á lofti á Etihad-leikvanginum í gærkvöld en það var þó í öðrum og undarlegri tilgangi. Haaland er aðeins tvítugur en þegar orðinn stórstjarna. Svo mikil stórstjarna reyndar að annar aðstoðardómarinn í leik Manchester City og Dortmund í gærkvöld bað Norðmanninn um eiginhandaráritun. Haaland lagði upp mark Dortmund í leiknum en City vann að lokum 2-1. Liðin mætast að nýju í Þýskalandi á þriðjudaginn. Eftir leikinn í gær vatt annar af rúmensku aðstoðardómurunum sér að Haaland í leikmannagöngunum og fékk hann til að skrifa nafnið sitt á gul og rauð spjöld sem hann dró upp úr brjóstvasanum. Guardiola lét sér fátt um finnast „Svona lagað á maður ekki að gera,“ sagði Owen Hargreaves, sérfræðingur BT Sport. „Dómararnir höfðu í nógu að snúast og áttu erfiðan fyrri hálfleik. Þeir klúðruðu ýmsu. Það er í lagi að vera stuðningsmaður en þú mátt ekki gera svona lagað fyrir framan hina leikmennina. Það kemur illa út,“ sagði Hargreaves. A referee s assistant should not be asking a player for autographs after a match in the tunnel as happened with Haaland.UEFA won t want to see this surely pic.twitter.com/nA94n3k27W— Rob Harris (@RobHarris) April 6, 2021 Pep Guardiola, stjóri City, virtist ekki kippa sér mikið upp við það sem gerðist. „Kannski er hann aðdáandi Haalands. Eða kannski var þetta fyrir son hans eða dóttur,“ sagði Guardiola. „Ég hef aldrei séð svona lagað áður en dómarinn og línuverðirnir stóðu sig vel. Það er allt og sumt,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25 Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Haaland er aðeins tvítugur en þegar orðinn stórstjarna. Svo mikil stórstjarna reyndar að annar aðstoðardómarinn í leik Manchester City og Dortmund í gærkvöld bað Norðmanninn um eiginhandaráritun. Haaland lagði upp mark Dortmund í leiknum en City vann að lokum 2-1. Liðin mætast að nýju í Þýskalandi á þriðjudaginn. Eftir leikinn í gær vatt annar af rúmensku aðstoðardómurunum sér að Haaland í leikmannagöngunum og fékk hann til að skrifa nafnið sitt á gul og rauð spjöld sem hann dró upp úr brjóstvasanum. Guardiola lét sér fátt um finnast „Svona lagað á maður ekki að gera,“ sagði Owen Hargreaves, sérfræðingur BT Sport. „Dómararnir höfðu í nógu að snúast og áttu erfiðan fyrri hálfleik. Þeir klúðruðu ýmsu. Það er í lagi að vera stuðningsmaður en þú mátt ekki gera svona lagað fyrir framan hina leikmennina. Það kemur illa út,“ sagði Hargreaves. A referee s assistant should not be asking a player for autographs after a match in the tunnel as happened with Haaland.UEFA won t want to see this surely pic.twitter.com/nA94n3k27W— Rob Harris (@RobHarris) April 6, 2021 Pep Guardiola, stjóri City, virtist ekki kippa sér mikið upp við það sem gerðist. „Kannski er hann aðdáandi Haalands. Eða kannski var þetta fyrir son hans eða dóttur,“ sagði Guardiola. „Ég hef aldrei séð svona lagað áður en dómarinn og línuverðirnir stóðu sig vel. Það er allt og sumt,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25 Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25
Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu