Curry kreisti fram mikilvægan sigur Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2021 07:31 Stephen Curry skýtur sér á milli Khris Middleton og Jrue Holiday í San Francisco í nótt. AP/Jeff Chiu „Við vitum allir hversu mikið við þurftum á þessu að halda,“ sagði Stephen Curry eftir að hafa leitt Golden State Warriors til eins stigs sigurs á Milwaukee Bucks, 122-121, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State er eitt þeirra liða sem berjast um að komast í hið nýja umspil um fjögur síðustu lausu sætin í 16 liða úrslitakeppninni í vor. Umspilið fer fram í næsta mánuði en þangað fara liðin í 7.-10. sæti í hvorri deild; vesturdeildinni og austurdeildinni. Curry og félagar eru í 10. sæti vesturdeildar en þó í aðeins skárri stöðu eftir sigurinn torsótta í nótt. Þeir eru núna með 24 sigra en 27 töp. Næsta lið á eftir er New Orleans Pelicans, sem tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 123-107, en New Orleans er með 22 sigra og 28 töp. Golden State var 12 stigum undir seint í þriðja leikhluta en náði að tryggja sér sigur í blálokin. Curry skoraði 41 stig, þar af fimm þrista, en það var Kelly Oubre Jr. sem skoraði sigurstigin af vítalínunni þegar 7,7 sekúndur voru eftir án þess að Milwaukee næði að svara fyrir sig. Giannis Antetokounmpo missti af öðrum leiknum í röð fyrir Milwaukee vegna eymsla í hné en hann hefur nú misst af fjórum af síðustu níu leikjum liðsins. „Hann hitaði upp í kvöld og fann smá fyrir þessu. Við tókum þá ákvörðun að það væri betra að hann sleppti því að spila í kvöld,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee. Úrslitin í nótt: Indiana 97-113 Chicago Atlanta 123-107 New Orleans Boston 96-106 Philadelphia Toronto 101-110 LA Lakers Miami 112-124 Memphis Denver 134-119 Detroit Golden State 122-121 Milwaukee LA Clippers 133-116 Portland NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Golden State er eitt þeirra liða sem berjast um að komast í hið nýja umspil um fjögur síðustu lausu sætin í 16 liða úrslitakeppninni í vor. Umspilið fer fram í næsta mánuði en þangað fara liðin í 7.-10. sæti í hvorri deild; vesturdeildinni og austurdeildinni. Curry og félagar eru í 10. sæti vesturdeildar en þó í aðeins skárri stöðu eftir sigurinn torsótta í nótt. Þeir eru núna með 24 sigra en 27 töp. Næsta lið á eftir er New Orleans Pelicans, sem tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 123-107, en New Orleans er með 22 sigra og 28 töp. Golden State var 12 stigum undir seint í þriðja leikhluta en náði að tryggja sér sigur í blálokin. Curry skoraði 41 stig, þar af fimm þrista, en það var Kelly Oubre Jr. sem skoraði sigurstigin af vítalínunni þegar 7,7 sekúndur voru eftir án þess að Milwaukee næði að svara fyrir sig. Giannis Antetokounmpo missti af öðrum leiknum í röð fyrir Milwaukee vegna eymsla í hné en hann hefur nú misst af fjórum af síðustu níu leikjum liðsins. „Hann hitaði upp í kvöld og fann smá fyrir þessu. Við tókum þá ákvörðun að það væri betra að hann sleppti því að spila í kvöld,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee. Úrslitin í nótt: Indiana 97-113 Chicago Atlanta 123-107 New Orleans Boston 96-106 Philadelphia Toronto 101-110 LA Lakers Miami 112-124 Memphis Denver 134-119 Detroit Golden State 122-121 Milwaukee LA Clippers 133-116 Portland
Indiana 97-113 Chicago Atlanta 123-107 New Orleans Boston 96-106 Philadelphia Toronto 101-110 LA Lakers Miami 112-124 Memphis Denver 134-119 Detroit Golden State 122-121 Milwaukee LA Clippers 133-116 Portland
NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira