Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. apríl 2021 18:36 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. Í úrskurði héraðsdóms segir að skyldusóttkvíin á Fosshótel, sem kveðið er á um í reglugerð, eigi sér ekki stoð í sóttvarnarlögum. Í lögum sé sóttvarnarhús skilgreint sem staður fyrir fólk sem eigi ekki í önnur hús að venda. Bent er á að kærandi eigi lögheimili á Íslandi og geti verið þar. Velferðarnefnd fundaði í dag um stöðuna sem upp er komin. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í nefndinni, telur að meðalhófs hafi ekki verið gætt. „Þetta er bara eitt risastórt klúður þessi reglugerð,“ segir hún. „Það skiptir gríðarlegu máli að við séum að hindra útbreiðslu veirunnar án þess að brjóta á réttindum fólks að óþörfu. Eftir þennan fund get ég ekki séð að við höfum fullrannsakað alla kosti, eða það er að segja vægari úrræði. Og til dæmis það að efla eftirlit eða skapa jákvæð hvata fyrir fólk að fara í sóttvarnarhús,; hvort það væri með dagpeningum eða öðru,“ segir Halldóra. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir niðurstöðuna vonbrigði en að næstu skref verði ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. „Við þurfum að skoða þetta allt í samhengi. Annars vegar lagagrundvöllurinn og regluverkið og hins vegar framkvæmdina varðandi sóttkví og landamærin. Markmiðið er að ná utan um smit og að þau breiðist ekki út í samfélaginu. Og við þurfum að huga að því, ef niðurstaðan er þannig, með hvaða hætti við náum þessum sömu markmiðum.“ Sóttvarnarlæknir skoraði í dag á stjórnvöld að treysta lagagrundvöllinn til þess að hægt verði að skylda fólk áfram í sóttkví. Ekki er einhugur um það á þingi. „Ég samþykki það ekki. Eða ég myndi ekki taka þátt í því. Ég myndi frekar vilja sjá okkur gæta meðalhófs og skoða aðrar aðgerðir fyrst, hvort það sé með öðrum hætti hægt að vinna bug á því að nokkrir aðilar séu að brjóta sóttkví,“ segir Halldóra Mogensen. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.vísir/Vilhelm Aðspurð um meðalhóf í þessum aðgerðum segist Svandís segist þó hafa gengið skemur en sóttvarnarlæknir lagði til. „Tillaga sóttvarnalæknis gengur til að byrja með út á að skoða hvort það sé hægt að að beita þessu úrræði á alla sem koma til landsins. Og þetta er okkar nálgun að fara þessa leið; að skylda þau sem hafa verið á hááhættusvæðum til þess að vera í sóttvarnarhúsi.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, sagði í dag að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru glannalegar. „Þegar það er hiti á málum er freistandi fyrir stjórnmálin að hoppa undir ljósið og hafa stór orð um stöðuna. En þegar viðfangsefnið er heimsfaraldur þurfum við að sýna ábyrgð og taka skrefin af yfirvegun og reyna að glíma við það innra með okkur sem stjórnmálafólk að fara ekki í gífuryrðin,“ segir Svandís aðspurð um gagnrýnina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Í úrskurði héraðsdóms segir að skyldusóttkvíin á Fosshótel, sem kveðið er á um í reglugerð, eigi sér ekki stoð í sóttvarnarlögum. Í lögum sé sóttvarnarhús skilgreint sem staður fyrir fólk sem eigi ekki í önnur hús að venda. Bent er á að kærandi eigi lögheimili á Íslandi og geti verið þar. Velferðarnefnd fundaði í dag um stöðuna sem upp er komin. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í nefndinni, telur að meðalhófs hafi ekki verið gætt. „Þetta er bara eitt risastórt klúður þessi reglugerð,“ segir hún. „Það skiptir gríðarlegu máli að við séum að hindra útbreiðslu veirunnar án þess að brjóta á réttindum fólks að óþörfu. Eftir þennan fund get ég ekki séð að við höfum fullrannsakað alla kosti, eða það er að segja vægari úrræði. Og til dæmis það að efla eftirlit eða skapa jákvæð hvata fyrir fólk að fara í sóttvarnarhús,; hvort það væri með dagpeningum eða öðru,“ segir Halldóra. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir niðurstöðuna vonbrigði en að næstu skref verði ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. „Við þurfum að skoða þetta allt í samhengi. Annars vegar lagagrundvöllurinn og regluverkið og hins vegar framkvæmdina varðandi sóttkví og landamærin. Markmiðið er að ná utan um smit og að þau breiðist ekki út í samfélaginu. Og við þurfum að huga að því, ef niðurstaðan er þannig, með hvaða hætti við náum þessum sömu markmiðum.“ Sóttvarnarlæknir skoraði í dag á stjórnvöld að treysta lagagrundvöllinn til þess að hægt verði að skylda fólk áfram í sóttkví. Ekki er einhugur um það á þingi. „Ég samþykki það ekki. Eða ég myndi ekki taka þátt í því. Ég myndi frekar vilja sjá okkur gæta meðalhófs og skoða aðrar aðgerðir fyrst, hvort það sé með öðrum hætti hægt að vinna bug á því að nokkrir aðilar séu að brjóta sóttkví,“ segir Halldóra Mogensen. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.vísir/Vilhelm Aðspurð um meðalhóf í þessum aðgerðum segist Svandís segist þó hafa gengið skemur en sóttvarnarlæknir lagði til. „Tillaga sóttvarnalæknis gengur til að byrja með út á að skoða hvort það sé hægt að að beita þessu úrræði á alla sem koma til landsins. Og þetta er okkar nálgun að fara þessa leið; að skylda þau sem hafa verið á hááhættusvæðum til þess að vera í sóttvarnarhúsi.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, sagði í dag að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru glannalegar. „Þegar það er hiti á málum er freistandi fyrir stjórnmálin að hoppa undir ljósið og hafa stór orð um stöðuna. En þegar viðfangsefnið er heimsfaraldur þurfum við að sýna ábyrgð og taka skrefin af yfirvegun og reyna að glíma við það innra með okkur sem stjórnmálafólk að fara ekki í gífuryrðin,“ segir Svandís aðspurð um gagnrýnina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira