Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Snorri Másson skrifar 6. apríl 2021 11:14 Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir stjórnmálamenn ábyrga fyrir ólögmætri sóttkvíarskyldu. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Gunnar kallar eftir því að samstarfsflokkar Vinstri grænna í ríkisstjórn svari því hvort heilbrigðisráðherra njóti enn trausts, í kjölfar þess að héraðsdómur dæmdi sóttkvíarskyldu á hóteli ólögmæta í gær. Að mati Gunnars ætti að sæta lagi og breyta um stefnu í kjölfar dómsins. „Mér finnst það mjög langt gengið að skylda fólk til að vera í fangelsi. Ég held að við ættum ekki að fara þessa leið,“ segir Gunnar Bragi. „Með ólíkindum“ Reglugerðin sem hlaut ekki blessun dómstóls í gær var samþykkt í ríkisstjórn 30. mars. Málið var á vegum heilbrigðisráðherra en byggt á tillögum sóttvarnalæknis. „Klúðrið“ segir Gunnar Bragi að skrifist á ríkisstjórnina, en ekki embættismenn. „Það er með ólíkindum að fara fram með svona ráðstafanir án þess að hafa fyrir þeim lagastoð,“ segir Gunnar. „Heilbrigðisráðherra er búinn að klúðra þessum málum frá upphafi en að hún byggi ekki ákvarðanir á lögum kallar á að menn endurskoði svolítið hvort hún nýtur stuðnings samstarfsflokkanna. Við vitum að hún nýtur stuðnings forsætisráðherra en hvað með hina flokkana?“ spyr Gunnar. „Við hljótum að kalla eftir því hvort samstarfsflokkarnir bakki þessar aðgerðir upp og hvort hún njóti áfram trausts.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann telji úrskurðinn vonbrigði fyrir íslenska þjóð, enda séu meiri líkur á að smit rati inn í samfélagið ef skyldudvalar á sóttkvíarhóteli nýtur ekki við. Fimm einstaklingar greindust á landamærunum í gær og fjórir innanlands, allir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Gunnar kallar eftir því að samstarfsflokkar Vinstri grænna í ríkisstjórn svari því hvort heilbrigðisráðherra njóti enn trausts, í kjölfar þess að héraðsdómur dæmdi sóttkvíarskyldu á hóteli ólögmæta í gær. Að mati Gunnars ætti að sæta lagi og breyta um stefnu í kjölfar dómsins. „Mér finnst það mjög langt gengið að skylda fólk til að vera í fangelsi. Ég held að við ættum ekki að fara þessa leið,“ segir Gunnar Bragi. „Með ólíkindum“ Reglugerðin sem hlaut ekki blessun dómstóls í gær var samþykkt í ríkisstjórn 30. mars. Málið var á vegum heilbrigðisráðherra en byggt á tillögum sóttvarnalæknis. „Klúðrið“ segir Gunnar Bragi að skrifist á ríkisstjórnina, en ekki embættismenn. „Það er með ólíkindum að fara fram með svona ráðstafanir án þess að hafa fyrir þeim lagastoð,“ segir Gunnar. „Heilbrigðisráðherra er búinn að klúðra þessum málum frá upphafi en að hún byggi ekki ákvarðanir á lögum kallar á að menn endurskoði svolítið hvort hún nýtur stuðnings samstarfsflokkanna. Við vitum að hún nýtur stuðnings forsætisráðherra en hvað með hina flokkana?“ spyr Gunnar. „Við hljótum að kalla eftir því hvort samstarfsflokkarnir bakki þessar aðgerðir upp og hvort hún njóti áfram trausts.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann telji úrskurðinn vonbrigði fyrir íslenska þjóð, enda séu meiri líkur á að smit rati inn í samfélagið ef skyldudvalar á sóttkvíarhóteli nýtur ekki við. Fimm einstaklingar greindust á landamærunum í gær og fjórir innanlands, allir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05