Man City þarf ekki að vinna Meistaradeildina til að sanna að það sé meðal stærstu félaga heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 10:30 Pep vill fara lengra í Meistaradeildinni en Man City hefur tekist undanfarin ár. Manchester City/Getty Images Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir félagið ekki þurfa að vinna Meistaradeildina til að sýna fram á að félagið sé eitt af þeim stærstu í heimi. Það mætir Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum í kvöld. Þrátt fyrir gott gengi í Englandi undanfarin ár hefur Manchester City ekki komist nálægt því að vinna Meistaradeild Evrópu. Á meðan Man City er með níu fingur á enska meistaratitlinum er Dortmund í stökustu vandræðum með að komast upp í Meistaradeildarsæti í Þýskalandi en liðin mætast eins og áður sagði í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lærisveinar Pep ættu að eiga greiða leið í undanúrslit keppninnar en félagið hefur runnið á álíka bananahýðum í gengum tíðina. Til að mynda gegn Lyon á síðustu leiktíð. Á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins tók Pep fyrir að City yrði að vinna Meistaradeildina til að komast í sama flokk og stærstu félög í heimi, félagið væri nú þegar þar. „Við erum nú þegar stórt félag. Auðvitað vilja allir hér, ég og leikmennirnir, gera betur en við höfum gert í Meistaradeildinni til þessa. Við viljum það en það mun ekki gerast ef við spilum ekki vel,“ sagði Pep á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Undirbúningurinn fyrir leikinn er sá sami og fyrir síðasta leik og þar á undan. Sá sami og síðustu tvo til fjóra mánuði. Á endanum er þetta fótboltaleikur þar sem 11 leikmenn mæta 11 leikmönnum og við munum gera allt sem við getum til að komast áfram,“ bætti hann við. Pep ræddi einnig þá staðreynd að félagið hefði til þessa ákveðið að eyða ekki 100 milljónum punda í einn leikmann en það gæti þó breyst í framtíðinni. Mikil umræða hefur skapast í kringum Man City og Jack Grealish. Talið er að Aston Villa vilji 100 milljónir fyrir leikmanninn og því var svar Pep forvitnilegt fyrir margar sakir. Varðandi tapið gegn Lyon í fyrra „Sá leikur var í höfðinu á mér í margar vikur. Það var mjög sársaukafullt. Þetta var síðasti leikurinn á tímabilinu og við vildum fara áfram. Við óskuðum Lyon til hamingju og sættum okkur við þá staðreynd að við hefðum ekki spilað nægilega vel. Eftir nokkra daga vaknaði maður og fór að undirbúa næstu leiktíð. Hingað erum við komnir á nýjan leik og munum reyna aftur.“ Leikur Manchester City og Borussia Dortmund í kvöld er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45 en Real Madrid mætir Liverpool í hinum leiknum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Þrátt fyrir gott gengi í Englandi undanfarin ár hefur Manchester City ekki komist nálægt því að vinna Meistaradeild Evrópu. Á meðan Man City er með níu fingur á enska meistaratitlinum er Dortmund í stökustu vandræðum með að komast upp í Meistaradeildarsæti í Þýskalandi en liðin mætast eins og áður sagði í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lærisveinar Pep ættu að eiga greiða leið í undanúrslit keppninnar en félagið hefur runnið á álíka bananahýðum í gengum tíðina. Til að mynda gegn Lyon á síðustu leiktíð. Á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins tók Pep fyrir að City yrði að vinna Meistaradeildina til að komast í sama flokk og stærstu félög í heimi, félagið væri nú þegar þar. „Við erum nú þegar stórt félag. Auðvitað vilja allir hér, ég og leikmennirnir, gera betur en við höfum gert í Meistaradeildinni til þessa. Við viljum það en það mun ekki gerast ef við spilum ekki vel,“ sagði Pep á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Undirbúningurinn fyrir leikinn er sá sami og fyrir síðasta leik og þar á undan. Sá sami og síðustu tvo til fjóra mánuði. Á endanum er þetta fótboltaleikur þar sem 11 leikmenn mæta 11 leikmönnum og við munum gera allt sem við getum til að komast áfram,“ bætti hann við. Pep ræddi einnig þá staðreynd að félagið hefði til þessa ákveðið að eyða ekki 100 milljónum punda í einn leikmann en það gæti þó breyst í framtíðinni. Mikil umræða hefur skapast í kringum Man City og Jack Grealish. Talið er að Aston Villa vilji 100 milljónir fyrir leikmanninn og því var svar Pep forvitnilegt fyrir margar sakir. Varðandi tapið gegn Lyon í fyrra „Sá leikur var í höfðinu á mér í margar vikur. Það var mjög sársaukafullt. Þetta var síðasti leikurinn á tímabilinu og við vildum fara áfram. Við óskuðum Lyon til hamingju og sættum okkur við þá staðreynd að við hefðum ekki spilað nægilega vel. Eftir nokkra daga vaknaði maður og fór að undirbúa næstu leiktíð. Hingað erum við komnir á nýjan leik og munum reyna aftur.“ Leikur Manchester City og Borussia Dortmund í kvöld er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45 en Real Madrid mætir Liverpool í hinum leiknum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira