Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2021 22:49 Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða Krossins, segir að einhverjir gestir sóttkvíarhótelsins hafi reynt að láta sækja sig þangað. Vísir/Einar Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. „Það hefur borið á því að fólk sem hafi ætlað að fara hafi ætlað að láta vini eða ættingja sækja sig sem er náttúrulega þvert á sóttvarnareglur, er brot á sóttkví, þannig að við höfum verið að reyna að stoppa það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða Krossins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að ekki ýkja margir hafi farið það sem af er kvöldi eftir að úrskurður Héraðsdóms var kynntur rétt fyrir klukkan sex. Nú hafi gestir úr fimm eða sex herbergjum yfirgefið sóttkvíarhúsið en nú dvelja um 260 manns á hótelinu. Einhverjir virðast ekki hafa skilið sóttkvíarreglur og reynt að láta sækja sig á sóttkvíarhótelið til þess að geta lokið sóttkví í heimahúsi. Starfsmönnum sóttkvíarhótelsins hefur þó tekist að forða fólki frá þeim mistökum. „Við höfum bara séð það þegar fólk hefur verið að koma og sækja fólk, eins hefur okkur verið sagt að þau ætluðu að láta þennan eða hinn sækja sig. Þá hefur verið bent strax á það að það sé ekki leyfilegt,“ segir Gylfi. „Fólk á alls ekki að láta sækja sig nema viðkomandi ökumaður hafi mótefni en það er samt ekki öruggt.“ Gylfi segir þó að allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig. „Auðvitað voru ekki allir sáttir við þessa tilhögun, að þurfa að vera þarna. Sérstaklega það fólk sem taldi sig geta sinnt sóttkvínni heima fyrir. Við sjáum strax að það eru brotalamir fyrir því, sumir sem töldu sig geta sinnt sóttkvínni virtust nú ekki geta gert það betur en svo að þau ætluðu að láta sækja sig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
„Það hefur borið á því að fólk sem hafi ætlað að fara hafi ætlað að láta vini eða ættingja sækja sig sem er náttúrulega þvert á sóttvarnareglur, er brot á sóttkví, þannig að við höfum verið að reyna að stoppa það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða Krossins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að ekki ýkja margir hafi farið það sem af er kvöldi eftir að úrskurður Héraðsdóms var kynntur rétt fyrir klukkan sex. Nú hafi gestir úr fimm eða sex herbergjum yfirgefið sóttkvíarhúsið en nú dvelja um 260 manns á hótelinu. Einhverjir virðast ekki hafa skilið sóttkvíarreglur og reynt að láta sækja sig á sóttkvíarhótelið til þess að geta lokið sóttkví í heimahúsi. Starfsmönnum sóttkvíarhótelsins hefur þó tekist að forða fólki frá þeim mistökum. „Við höfum bara séð það þegar fólk hefur verið að koma og sækja fólk, eins hefur okkur verið sagt að þau ætluðu að láta þennan eða hinn sækja sig. Þá hefur verið bent strax á það að það sé ekki leyfilegt,“ segir Gylfi. „Fólk á alls ekki að láta sækja sig nema viðkomandi ökumaður hafi mótefni en það er samt ekki öruggt.“ Gylfi segir þó að allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig. „Auðvitað voru ekki allir sáttir við þessa tilhögun, að þurfa að vera þarna. Sérstaklega það fólk sem taldi sig geta sinnt sóttkvínni heima fyrir. Við sjáum strax að það eru brotalamir fyrir því, sumir sem töldu sig geta sinnt sóttkvínni virtust nú ekki geta gert það betur en svo að þau ætluðu að láta sækja sig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57
Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08
Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05