Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2021 18:08 Fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins komu á fimmtudag og munu þeir fara í seinni skimun á morgun. Vísir/Arnar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. Fréttablaðið segir fyrst frá. Tæplega þrjú hundruð manns dvöldu í sóttkvíarhúsinu í Þórunnartúni í nótt. Fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins komu á fimmtudag og munu þeir fara í seinni skimun á morgun. „Niðurstaðan er sú að sleppa skuli mínum umbjóðanda án tafar og ákvörðun sóttvarnalæknis, þess efnis að umbjóðandi minn skuli dvelja í sóttkví í sóttvarahúsinu í húsnæði Fosshótels er felld úr gildi,“ segir Ómar Valdimarsson, lögmaður kæranda í málinu, í samtali við fréttastofu. „Það þýðir það að minn umbjóðandi labbar þarna út í kvöld en hann er reyndar að hugsa um að klára sóttkvína þar þar til á morgun. Hann var að gera þetta vegna prinsippsins en er að hugsa um að vera þarna í kvöld líka,“ segir Ómar. Hann segir að dómari hafi sagt í úrskurði að ástæða þess að hann hafi fellt ákvörðun sóttvarnalæknis úr gildi sé sú að umbjóðandi Ómars hafi aðstöðu til þess ljúka sóttkví á heimili sínu. „Þeir sem búa við sambærilegar aðstæður, að geta lokið sóttkví á heimili sínu, geta væntanlega gert ráð fyrir því að sambærileg sjónarmið myndu gilda. Ég get samt ekki fullyrt það að þetta sé fordæmisgefandi fyrir alla,“ segir Ómar. Fimm kærur hafa verið lagðar fram vegna málsins og varða þær tólf manns. Enn hafa tvær kæranna ekki verið teknar fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 „Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. 4. apríl 2021 19:12 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Fréttablaðið segir fyrst frá. Tæplega þrjú hundruð manns dvöldu í sóttkvíarhúsinu í Þórunnartúni í nótt. Fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins komu á fimmtudag og munu þeir fara í seinni skimun á morgun. „Niðurstaðan er sú að sleppa skuli mínum umbjóðanda án tafar og ákvörðun sóttvarnalæknis, þess efnis að umbjóðandi minn skuli dvelja í sóttkví í sóttvarahúsinu í húsnæði Fosshótels er felld úr gildi,“ segir Ómar Valdimarsson, lögmaður kæranda í málinu, í samtali við fréttastofu. „Það þýðir það að minn umbjóðandi labbar þarna út í kvöld en hann er reyndar að hugsa um að klára sóttkvína þar þar til á morgun. Hann var að gera þetta vegna prinsippsins en er að hugsa um að vera þarna í kvöld líka,“ segir Ómar. Hann segir að dómari hafi sagt í úrskurði að ástæða þess að hann hafi fellt ákvörðun sóttvarnalæknis úr gildi sé sú að umbjóðandi Ómars hafi aðstöðu til þess ljúka sóttkví á heimili sínu. „Þeir sem búa við sambærilegar aðstæður, að geta lokið sóttkví á heimili sínu, geta væntanlega gert ráð fyrir því að sambærileg sjónarmið myndu gilda. Ég get samt ekki fullyrt það að þetta sé fordæmisgefandi fyrir alla,“ segir Ómar. Fimm kærur hafa verið lagðar fram vegna málsins og varða þær tólf manns. Enn hafa tvær kæranna ekki verið teknar fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 „Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. 4. apríl 2021 19:12 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36
Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05
„Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. 4. apríl 2021 19:12