Velferðarnefnd fundar með Svandísi vegna sóttkvíarhótela eftir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 22:50 Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir að nefndin muni funda eftir helgi vegna nýrrar reglugerðar um sóttkvíarhótel. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fundinn. Vísir/Vilhelm Velferðarnefnd Alþingis mun koma saman eftir helgi til þess að ræða nýjar sóttvarnareglur á landamærum sem meðal annars fela í sér að ferðamenn frá ákveðnum löndum séu skikkaðir til að dvelja á sóttkvíarhótelum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur verið boðuð á fundinn. Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar, segir að tímasetning fundarins hafi ekki verið ákveðin en að stefnt sé á að hann verði haldinn eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag. Þá hefur ekki verið ákveðið hvort fleiri verði kallaðir inn á fundinn en aðeins fjórðungur nefndarinnar þarf að sitja fund sem boðaður utan hefðbundins fundartíma sé ráðherra boðaður. Hefur áhyggjur að lagastoð sé ekki til staðar Deilt hefur verið um hvort lagastoð sé fyrir þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum vegna komufarþega. Helga Vala segir í samtali við mbl.is að hún sé fylgjandi ráðstöfununum en að mikilvægt sé að sannreyna það að lagagrundvöllur sé fyrir aðgerðunum. „Ég hef áhyggjur af því að ekki sé lagastoð fyrir þessu og þá erum við komin í vond mál. Það hefur enginn áhuga á því að skattfé almennings sé varið í endalausar bætur því að við getum ekki haft lagasetninguna í lagi,“ sagði Helga. Breytingar á sóttvaralögum sem samþykktar voru á Alþingi í desember en ýmis ákvæði voru felld úr frumvarpinu vegna óeiningar um þau. Meðal annars voru þar heimildir til að setja á útgöngubann, skylda fólk í bólusetningar og til að halda sóttkví á tilteknum stað. Sóttvarnalæknir hefur þó heimild til að halda úti sóttvarnahúsum þar sem einstaklingar sem ekki eiga samastað hér á landi eða vilja ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum geta verið í sóttkví eða einangrun. Helga Vala telur því hvergi hægt að finna heimild fyrir þessum aðgerðum í lagaákvæðinu. „Það er hvergi í lagaákvæðinu að finna heimild til að skylda fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi,“ sagði Helga. „Með aðgerðum er ferðamaður sviptur grundvallarmannréttindum“ Helga Vala er ekki sú eina sem hefur lýst yfir áhyggjum vegna þessara aðgerða á landamærum. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sagði í dag að óvíst sé að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög og kallaði hún eftir því að Velferðarnefnd Alþingis kæmi saman um páskana til að útkljá málið. Það gekk ekki eftir. Þá kallaði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, einnig eftir því að nefndin kæmi saman svo hægt væri að fá botn í málið. Hún sagðist telja aðgerðirnar of mikið inngrip í frelsi fólks sem hafi í önnur hús en farsóttarhús að vernda hér á landi. Lögmenn hafa einnig vakið athygli á málinu, til að mynda lögmannsstofan Vivos lögmenn, sem vakti athygli á málinu í dag. Aðili á ferð milli landa sjálfkrafa frelsissviptur á Íslandi Með aðgerðum stjórnvalda að skylda ferðamann á ferð milli...Posted by Vivos Lögmenn on Friday, April 2, 2021 „Með aðgerðum stjórnvalda að skylda ferðamann á ferð milli landa í einangrun í sóttvarnarhúsi, er ferðamaður sviptur grundvallarmannréttindum auk þess að þurfa að greiða fyrir það kr. 50.000. Skv. sóttvarnalögum nr. 19/1997 getur sóttvarnalæknir sett einstakling í einangrun. Fari sú ákvörðun gegn vilja hins smitaða getur hann borið hana undir dómstóla. Dómara bera að taka málið fyrir tafarlaust,“ skrifa Vivos Lögmenn í Facebook-færslu í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Mun farsælla sé að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir mikilvægt að heilbrigðisráðherra komi fyrir fund nefndarinnar til þess að benda á þá lagastoð sem sé fyrir hertum aðgerðum á landamærunum. 2. apríl 2021 16:35 Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24 Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. 2. apríl 2021 13:27 Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar, segir að tímasetning fundarins hafi ekki verið ákveðin en að stefnt sé á að hann verði haldinn eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag. Þá hefur ekki verið ákveðið hvort fleiri verði kallaðir inn á fundinn en aðeins fjórðungur nefndarinnar þarf að sitja fund sem boðaður utan hefðbundins fundartíma sé ráðherra boðaður. Hefur áhyggjur að lagastoð sé ekki til staðar Deilt hefur verið um hvort lagastoð sé fyrir þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum vegna komufarþega. Helga Vala segir í samtali við mbl.is að hún sé fylgjandi ráðstöfununum en að mikilvægt sé að sannreyna það að lagagrundvöllur sé fyrir aðgerðunum. „Ég hef áhyggjur af því að ekki sé lagastoð fyrir þessu og þá erum við komin í vond mál. Það hefur enginn áhuga á því að skattfé almennings sé varið í endalausar bætur því að við getum ekki haft lagasetninguna í lagi,“ sagði Helga. Breytingar á sóttvaralögum sem samþykktar voru á Alþingi í desember en ýmis ákvæði voru felld úr frumvarpinu vegna óeiningar um þau. Meðal annars voru þar heimildir til að setja á útgöngubann, skylda fólk í bólusetningar og til að halda sóttkví á tilteknum stað. Sóttvarnalæknir hefur þó heimild til að halda úti sóttvarnahúsum þar sem einstaklingar sem ekki eiga samastað hér á landi eða vilja ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum geta verið í sóttkví eða einangrun. Helga Vala telur því hvergi hægt að finna heimild fyrir þessum aðgerðum í lagaákvæðinu. „Það er hvergi í lagaákvæðinu að finna heimild til að skylda fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi,“ sagði Helga. „Með aðgerðum er ferðamaður sviptur grundvallarmannréttindum“ Helga Vala er ekki sú eina sem hefur lýst yfir áhyggjum vegna þessara aðgerða á landamærum. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sagði í dag að óvíst sé að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög og kallaði hún eftir því að Velferðarnefnd Alþingis kæmi saman um páskana til að útkljá málið. Það gekk ekki eftir. Þá kallaði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, einnig eftir því að nefndin kæmi saman svo hægt væri að fá botn í málið. Hún sagðist telja aðgerðirnar of mikið inngrip í frelsi fólks sem hafi í önnur hús en farsóttarhús að vernda hér á landi. Lögmenn hafa einnig vakið athygli á málinu, til að mynda lögmannsstofan Vivos lögmenn, sem vakti athygli á málinu í dag. Aðili á ferð milli landa sjálfkrafa frelsissviptur á Íslandi Með aðgerðum stjórnvalda að skylda ferðamann á ferð milli...Posted by Vivos Lögmenn on Friday, April 2, 2021 „Með aðgerðum stjórnvalda að skylda ferðamann á ferð milli landa í einangrun í sóttvarnarhúsi, er ferðamaður sviptur grundvallarmannréttindum auk þess að þurfa að greiða fyrir það kr. 50.000. Skv. sóttvarnalögum nr. 19/1997 getur sóttvarnalæknir sett einstakling í einangrun. Fari sú ákvörðun gegn vilja hins smitaða getur hann borið hana undir dómstóla. Dómara bera að taka málið fyrir tafarlaust,“ skrifa Vivos Lögmenn í Facebook-færslu í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Mun farsælla sé að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir mikilvægt að heilbrigðisráðherra komi fyrir fund nefndarinnar til þess að benda á þá lagastoð sem sé fyrir hertum aðgerðum á landamærunum. 2. apríl 2021 16:35 Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24 Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. 2. apríl 2021 13:27 Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Mun farsælla sé að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir mikilvægt að heilbrigðisráðherra komi fyrir fund nefndarinnar til þess að benda á þá lagastoð sem sé fyrir hertum aðgerðum á landamærunum. 2. apríl 2021 16:35
Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24
Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. 2. apríl 2021 13:27
Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04