Ný brýn tegund vegabréfsáritana Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. apríl 2021 10:01 Vegabréfið er eitt tryggasta skjalið, sem gefið er út og notað til að sanna, hver handhafi er, bæði við löggjörninga, hvers konar aðgang og nýtingu sinna réttinda og þá sérstaklega á ferðalögum, heima og heiman. Það hefur verið lengi í þróun og telst af flestum eitt öruggasta gagn, sem í notkun er, alla vega í hinum vestræna heima, en, raunar, um mest allan heim. Til vegabréfa er þannig vandað, með bæði hönnun, prentun, útgáfu og frágang umfram það, sem gerist með flest önnur skjöl eða opinber gögn. Ýmis lönd eða ríkjasambönd þessa heims hafa í gegnum tíðina viljað takmarka aðgang að sínu landi, og hafa þau þá sett vegabréfsáritun, útgefna af þeim sjálfum eða þeirra eigin fulltrúum, sendiráðum eða konsúlötum, að skilyrði fyrir aðgangi; heimild til að fara inn í landið og fara þar um. En vegabréfið hefur verið og er grunngagnið. Svo mikið traust er borið til vegabréfa og svona vegbréfsáritana, að jafnvel einræðis- og harðræðisríki hafa treyst þeim, auðvitað ásamt með eigin vegabréfsáritun, fyrir því, að þau tryggi, að rétt peróna sé handhafi - auðvitað á mynd að sýna og sanna það -, og hefur þannig orðið til grundvöllur fyrir heimsóknum landa og svæða, samskiptum manna, þar sem mikið og strangt eftirlit gildir, frjálsræði er takmarkað og gestir vart velkomnir. COVID-19 hefur í för með sér ný vandkvæði, hvað varðar ýmis konar aðgang og heimsóknir annarra svæða og landa. Uppi eru ýms áform um að stjórna þeim, einkum með sérstökum bólusetningarvottorðum eða sérstökum staðfestingum á því, að menn hafi fengið veikina, séu orðnir ónæmir og geti ekki smitað. Innan ákveðins tímaramma. Í huga undirritaðs væri skynsamlegt að hugleiða notkun hins hefðbundna vegabréfs (Visum), líka til að tryggja mest mögulegt öryggi og réttar upplýsingar við aðgengi húsnæðis, þjónustu, atburða og staða og heimsóknir svæða og landa á COVID-tímum. Í stað mest pólitískrar vegabréfsáritunar, kæmi vegabréfsáritun stjórnvalda - líklega helzt sömu stjórnvalda og gefa bréfin sjálf út, eða heilbriðisyfirvalda -, þar sem COVID-staða handhafa væri staðfest og viðeigandi tímarammi færður inn. Kannske í 6 eða 12 mánuði, eftir atvikum. Kannske í lengri tíma, ef slíkt stenzt. Við margvíslegan aðgang og einkum við landamæragæzlu í mörgum ríkjum eru yfirvöld hrædd við fölsuð gögn og skjöl á þessu sviði. Þetta óöryggi veldur óþægindum og óvissu bæði ferðamanna og stjórnvalda. Ef við tökum því tryggasta almenna gagnið, sem í gangi og gildi er, hefðbundna vegabréfið, og útfærum það fyrir aðgang, hreyfingar manna milli svæða, ferðalög og dvalir, ætti það að einfalda þetta kerfi, tryggja það og gera útfærslu einfalda, lipra og þjála. Þá væri líka bara eitt grunngagn áfram í gangi, sem menn kæmust af með, við allan aðgang, heimsóknir, hreyfingar og ferðalög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Vegabréfið er eitt tryggasta skjalið, sem gefið er út og notað til að sanna, hver handhafi er, bæði við löggjörninga, hvers konar aðgang og nýtingu sinna réttinda og þá sérstaklega á ferðalögum, heima og heiman. Það hefur verið lengi í þróun og telst af flestum eitt öruggasta gagn, sem í notkun er, alla vega í hinum vestræna heima, en, raunar, um mest allan heim. Til vegabréfa er þannig vandað, með bæði hönnun, prentun, útgáfu og frágang umfram það, sem gerist með flest önnur skjöl eða opinber gögn. Ýmis lönd eða ríkjasambönd þessa heims hafa í gegnum tíðina viljað takmarka aðgang að sínu landi, og hafa þau þá sett vegabréfsáritun, útgefna af þeim sjálfum eða þeirra eigin fulltrúum, sendiráðum eða konsúlötum, að skilyrði fyrir aðgangi; heimild til að fara inn í landið og fara þar um. En vegabréfið hefur verið og er grunngagnið. Svo mikið traust er borið til vegabréfa og svona vegbréfsáritana, að jafnvel einræðis- og harðræðisríki hafa treyst þeim, auðvitað ásamt með eigin vegabréfsáritun, fyrir því, að þau tryggi, að rétt peróna sé handhafi - auðvitað á mynd að sýna og sanna það -, og hefur þannig orðið til grundvöllur fyrir heimsóknum landa og svæða, samskiptum manna, þar sem mikið og strangt eftirlit gildir, frjálsræði er takmarkað og gestir vart velkomnir. COVID-19 hefur í för með sér ný vandkvæði, hvað varðar ýmis konar aðgang og heimsóknir annarra svæða og landa. Uppi eru ýms áform um að stjórna þeim, einkum með sérstökum bólusetningarvottorðum eða sérstökum staðfestingum á því, að menn hafi fengið veikina, séu orðnir ónæmir og geti ekki smitað. Innan ákveðins tímaramma. Í huga undirritaðs væri skynsamlegt að hugleiða notkun hins hefðbundna vegabréfs (Visum), líka til að tryggja mest mögulegt öryggi og réttar upplýsingar við aðgengi húsnæðis, þjónustu, atburða og staða og heimsóknir svæða og landa á COVID-tímum. Í stað mest pólitískrar vegabréfsáritunar, kæmi vegabréfsáritun stjórnvalda - líklega helzt sömu stjórnvalda og gefa bréfin sjálf út, eða heilbriðisyfirvalda -, þar sem COVID-staða handhafa væri staðfest og viðeigandi tímarammi færður inn. Kannske í 6 eða 12 mánuði, eftir atvikum. Kannske í lengri tíma, ef slíkt stenzt. Við margvíslegan aðgang og einkum við landamæragæzlu í mörgum ríkjum eru yfirvöld hrædd við fölsuð gögn og skjöl á þessu sviði. Þetta óöryggi veldur óþægindum og óvissu bæði ferðamanna og stjórnvalda. Ef við tökum því tryggasta almenna gagnið, sem í gangi og gildi er, hefðbundna vegabréfið, og útfærum það fyrir aðgang, hreyfingar manna milli svæða, ferðalög og dvalir, ætti það að einfalda þetta kerfi, tryggja það og gera útfærslu einfalda, lipra og þjála. Þá væri líka bara eitt grunngagn áfram í gangi, sem menn kæmust af með, við allan aðgang, heimsóknir, hreyfingar og ferðalög.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun